Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. nóvember 2025 14:25 Jóhann Helgi og Dimma eru miklir vinir. Hrafninn Dimma hefur ekki sést í þrjá daga og óttast sambýlismaður hennar að tófa í nágrenninu hafi drepið hrafninn. Vanalega heldur Dimma sig í 500 metra radíus frá húsinu og lætur sig sjaldan hverfa nema í nokkra klukkutíma í senn. Hjónin Jóhann Helgi Hlöðversson og Margrét Ormsdóttir tóku hrafninn Dimmu undir sinn verndarvæng eftir að hann slasaðist á íþróttasvæðinu á Selfossi árið 2020. Síðan þá hefur Dimma meira og minna búið hjá þeim hjónum, fengið mat og þjálfun hjá Jóhanni og leikið við hundinn Rjúpu. Á sama tíma hefur Dimma orðið einn frægasti fugl landsins, tugir þúsunda horfa á myndbönd sem Jóhann birtir reglulega af hrafninum og hafa vinirnir líka komið fram í sjónvarpi. Jóhann greindi fyrst frá því í myndbandi í gær að ekki hefði sést til Dimmu í að verða þrjá daga. Það væri óvanalegt og biðlaði Jóhann til fólks á Heiðamerkursvæðinu að hafa augun opin. Í morgun birti hann svo annað myndband um möguleg afdrif Dimmu. „Ég var að fá símtal frá Atla, vini mínum, sem býr ská á móti við Helluvatn líka. Hann sagðist hafa séð fyrir tveimur dögum mórauðan, stóran ref sem virðist búinn að drepa álft (vonandi ekki álftaparið okkar) úti á vatninu og var að éta innan úr henni á ísnum,“ sagði hann í því myndbandi. Jóhann sagði þau hjónin ætla að leita af sér allan grun og bætti við:„Vonandi hefur hún ekki lent í klónum á Mikka.“ Heldur sig nærri og kemur þegar kallað er „Ég er akkúrat að fara núna að leita betur,“ sagði Jóhann Helgi þegar blaðamaður hringdi til að spyrja út í afdrif Dimmu. Jóhann talar við Dimmu eins og hún sé hundur eða jafnvel barn. „Það er spurning hvort það sé greni þarna, við þurfum að fá meindýreyði til að tékka á þessu. Ég ætla að fara og athuga hvort ég finni eitthvað af henni Dimmu. En vonandi er hún lifandi,“ sagði hann. Grunaði Jóhann þó sterklega að allt hefði farið á versta veg. „Hún er búin að vera týnd í tvo daga, það gerist ekki, og hún svarar alltaf og kemur þegar ég kalla á hana,“ sagði Jóhann. „Hún fer aldrei í meira en kannski fimmhundruð radíus frá húsinu og kemur svo bara þegar ég kalla. Hrafnapar farið að færa sig upp á skaftið Dimma er búinn að vera í fimm ár hjá þeim hjónum og því orðin háð húsbóndum sínum, eins og tryggur hundur, að sögn Jóhanns. Á kvöldin sé hún yfirleitt í búri en hangi síðan með þeim hjónum á daginn og leiki sér í kringum húsið. Gömul mynd frá því að Dimma var enn eins árs. Hefur hún verið í samskiptum við aðra hrafna þarna í kring? „Það er hrafnapar, staðbundið par á þessu svæði, sem hefur aðeins verið að ógna tilveru hennar. Hrafnarnir hafa verið að færa sig upp á skaftið og koma nær henni. Hún hefur sýnt að hún er hrædd við þá og haldið sig til hlés,“ sagði Jóhann. „En ég hugsa að þeir væru búnir að drepa hana ef þeir ætluðu sér það. Mig grunar ekki þá, frekar tófuna.“ Næst á dagskrá er þá bara að leita betur? „Athuga hvort ég finni fjaðrir eða finni hana á lífi,“ sagði Jóhann Helgi að lokum. Beinagrind álftarinnar sem tófan hefur tætt í sig. Eftir símtalið við blaðamann fóru þau hjón upp að Hellavatni. Sáu þau Dimmu hvergi en augljós merki um dýrbít og álftadráp. Þau fundu líka holu nálægt sem frá steig sterk lykt af minka- eða refaskít. Leitin að Dimmu heldur því áfram. Fuglar Dýr Árborg Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilar ánægðara starfsfólki Menning Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Dóttirin algjör draumur Menning Púlsinn 20.ágúst 2014 Harmageddon Humarhátíð á Hornafirði Menning Hundar í sokkabuxum Harmageddon Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Hjónin Jóhann Helgi Hlöðversson og Margrét Ormsdóttir tóku hrafninn Dimmu undir sinn verndarvæng eftir að hann slasaðist á íþróttasvæðinu á Selfossi árið 2020. Síðan þá hefur Dimma meira og minna búið hjá þeim hjónum, fengið mat og þjálfun hjá Jóhanni og leikið við hundinn Rjúpu. Á sama tíma hefur Dimma orðið einn frægasti fugl landsins, tugir þúsunda horfa á myndbönd sem Jóhann birtir reglulega af hrafninum og hafa vinirnir líka komið fram í sjónvarpi. Jóhann greindi fyrst frá því í myndbandi í gær að ekki hefði sést til Dimmu í að verða þrjá daga. Það væri óvanalegt og biðlaði Jóhann til fólks á Heiðamerkursvæðinu að hafa augun opin. Í morgun birti hann svo annað myndband um möguleg afdrif Dimmu. „Ég var að fá símtal frá Atla, vini mínum, sem býr ská á móti við Helluvatn líka. Hann sagðist hafa séð fyrir tveimur dögum mórauðan, stóran ref sem virðist búinn að drepa álft (vonandi ekki álftaparið okkar) úti á vatninu og var að éta innan úr henni á ísnum,“ sagði hann í því myndbandi. Jóhann sagði þau hjónin ætla að leita af sér allan grun og bætti við:„Vonandi hefur hún ekki lent í klónum á Mikka.“ Heldur sig nærri og kemur þegar kallað er „Ég er akkúrat að fara núna að leita betur,“ sagði Jóhann Helgi þegar blaðamaður hringdi til að spyrja út í afdrif Dimmu. Jóhann talar við Dimmu eins og hún sé hundur eða jafnvel barn. „Það er spurning hvort það sé greni þarna, við þurfum að fá meindýreyði til að tékka á þessu. Ég ætla að fara og athuga hvort ég finni eitthvað af henni Dimmu. En vonandi er hún lifandi,“ sagði hann. Grunaði Jóhann þó sterklega að allt hefði farið á versta veg. „Hún er búin að vera týnd í tvo daga, það gerist ekki, og hún svarar alltaf og kemur þegar ég kalla á hana,“ sagði Jóhann. „Hún fer aldrei í meira en kannski fimmhundruð radíus frá húsinu og kemur svo bara þegar ég kalla. Hrafnapar farið að færa sig upp á skaftið Dimma er búinn að vera í fimm ár hjá þeim hjónum og því orðin háð húsbóndum sínum, eins og tryggur hundur, að sögn Jóhanns. Á kvöldin sé hún yfirleitt í búri en hangi síðan með þeim hjónum á daginn og leiki sér í kringum húsið. Gömul mynd frá því að Dimma var enn eins árs. Hefur hún verið í samskiptum við aðra hrafna þarna í kring? „Það er hrafnapar, staðbundið par á þessu svæði, sem hefur aðeins verið að ógna tilveru hennar. Hrafnarnir hafa verið að færa sig upp á skaftið og koma nær henni. Hún hefur sýnt að hún er hrædd við þá og haldið sig til hlés,“ sagði Jóhann. „En ég hugsa að þeir væru búnir að drepa hana ef þeir ætluðu sér það. Mig grunar ekki þá, frekar tófuna.“ Næst á dagskrá er þá bara að leita betur? „Athuga hvort ég finni fjaðrir eða finni hana á lífi,“ sagði Jóhann Helgi að lokum. Beinagrind álftarinnar sem tófan hefur tætt í sig. Eftir símtalið við blaðamann fóru þau hjón upp að Hellavatni. Sáu þau Dimmu hvergi en augljós merki um dýrbít og álftadráp. Þau fundu líka holu nálægt sem frá steig sterk lykt af minka- eða refaskít. Leitin að Dimmu heldur því áfram.
Fuglar Dýr Árborg Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilar ánægðara starfsfólki Menning Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Dóttirin algjör draumur Menning Púlsinn 20.ágúst 2014 Harmageddon Humarhátíð á Hornafirði Menning Hundar í sokkabuxum Harmageddon Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“