Hægt að byggja 143 meðalstórar íbúðir fyrir það sem kostar að halda Eurovision Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. maí 2017 10:44 Það kostar um 4,1 milljarð að halda Eurovision. Vísir/Vilhelm Eitt af því sem óneitanlega fylgir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eru vangaveltur um hvar og hvernig Ísland geti haldið keppnina, komi til þess að fulltrúi Íslendinga muni fara með sigur af hólmi. Greiningardeild Arion banka veltir þessum punkti upp í nýjum Markaðspunktum greiningardeildarinnar. Er þar bent á kostnaðinn við að halda keppnina og í stað þess að velta því fyrir sér hvernig Ísland geti haldið keppnina er því velt upp hvað sé hægt að gera fyrir fjármunina sem fara í að halda keppnina. Spurt er hvort Íslendingar vilji í raun og veru vinna keppnina og bent er á að yfirleitt tapi gestgjafarnir á því að halda keppnina enda fylgir því mikill kostnaður sem ekki er víst að komi til baka þrátt fyrir að mikill straumur ferðamanna fylgi Eurovision hvert ár.Mynd/Arion bankiSegir í Markaðspunktunum að erfitt sé að áætla hvað það kosti að halda keppnina hér á landi, komi til þess að Svala standi uppi sem sigurvegari. Bent er hins vegar á að meðalkostnaðurinn undanfarin ár sé í kringum 4,1 milljarð króna og listar greiningardeildin upp hluti sem hægt væri að gera í staðinn fyrir að halda keppnina. „Þar kennir ýmissa grasa, til að mynda væri hægt að halda 460 jólatónleika, reka 51 lið í Pepsí deild karla í eitt ár eða gefið öllum Íslendingum 7 ABBA Waterloo vínylplötur!“ segir í Markaðspunktunum. Sé horft út fyrir listir og menningu má einnig gera ýmislegt fyrir milljarðana, meðal annars „byggja 143 meðalstórar íbúðir, sem væri kærkomin viðbót inn á húsnæðismarkaðinn í dag, rekið Landspítalann í tæpan mánuð, borgað rekstrarkostnað í eitt ár fyrir 2.300 grunnskólanemendur eða gefið öllum landsmönnum 12 miða í Hvalfjarðargöngin.“ Bent er þó á að þrátt fyrir að gestgjafaþjóðirnar tapi yfirleitt á því að halda keppnina megi ekki lita framhjá óbeinu áhrifunum sem keppnin getur haft á hagkerfi þeirra en allar borgir sem haldið hafa keppnina hafa upplifað nokkurn vöxt í ferðaþjónustu og efnahag, að minnsta kosti til skamms tíma.Mynd/Arion banki Eurovision Tengdar fréttir Júrógarðurinn: Þessi tíu lönd fara áfram í kvöld Í Júrógarðinum í dag er farið yfir víðan völl úti í Kænugarði þar sem Eurovision-keppnin fer fram. 9. maí 2017 11:30 Tilbúin fyrir stóra kvöldið: Skrifar á miða til að spara röddina Svala Björgvinsdóttir stígur á stóra sviðið í Alþjóða sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld og kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu. 9. maí 2017 07:00 Þetta eru lögin sem keppa á móti Svölu á morgun Átján þjóðir taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision sem fram fer í Kænugarði í Úkraínu á morgun. 8. maí 2017 15:45 Þetta höfðu erlendir blaðamenn að segja um dómaraflutning Svölu "Það voru engin mistök á þessu dómararennsli.“ 8. maí 2017 20:57 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Eitt af því sem óneitanlega fylgir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eru vangaveltur um hvar og hvernig Ísland geti haldið keppnina, komi til þess að fulltrúi Íslendinga muni fara með sigur af hólmi. Greiningardeild Arion banka veltir þessum punkti upp í nýjum Markaðspunktum greiningardeildarinnar. Er þar bent á kostnaðinn við að halda keppnina og í stað þess að velta því fyrir sér hvernig Ísland geti haldið keppnina er því velt upp hvað sé hægt að gera fyrir fjármunina sem fara í að halda keppnina. Spurt er hvort Íslendingar vilji í raun og veru vinna keppnina og bent er á að yfirleitt tapi gestgjafarnir á því að halda keppnina enda fylgir því mikill kostnaður sem ekki er víst að komi til baka þrátt fyrir að mikill straumur ferðamanna fylgi Eurovision hvert ár.Mynd/Arion bankiSegir í Markaðspunktunum að erfitt sé að áætla hvað það kosti að halda keppnina hér á landi, komi til þess að Svala standi uppi sem sigurvegari. Bent er hins vegar á að meðalkostnaðurinn undanfarin ár sé í kringum 4,1 milljarð króna og listar greiningardeildin upp hluti sem hægt væri að gera í staðinn fyrir að halda keppnina. „Þar kennir ýmissa grasa, til að mynda væri hægt að halda 460 jólatónleika, reka 51 lið í Pepsí deild karla í eitt ár eða gefið öllum Íslendingum 7 ABBA Waterloo vínylplötur!“ segir í Markaðspunktunum. Sé horft út fyrir listir og menningu má einnig gera ýmislegt fyrir milljarðana, meðal annars „byggja 143 meðalstórar íbúðir, sem væri kærkomin viðbót inn á húsnæðismarkaðinn í dag, rekið Landspítalann í tæpan mánuð, borgað rekstrarkostnað í eitt ár fyrir 2.300 grunnskólanemendur eða gefið öllum landsmönnum 12 miða í Hvalfjarðargöngin.“ Bent er þó á að þrátt fyrir að gestgjafaþjóðirnar tapi yfirleitt á því að halda keppnina megi ekki lita framhjá óbeinu áhrifunum sem keppnin getur haft á hagkerfi þeirra en allar borgir sem haldið hafa keppnina hafa upplifað nokkurn vöxt í ferðaþjónustu og efnahag, að minnsta kosti til skamms tíma.Mynd/Arion banki
Eurovision Tengdar fréttir Júrógarðurinn: Þessi tíu lönd fara áfram í kvöld Í Júrógarðinum í dag er farið yfir víðan völl úti í Kænugarði þar sem Eurovision-keppnin fer fram. 9. maí 2017 11:30 Tilbúin fyrir stóra kvöldið: Skrifar á miða til að spara röddina Svala Björgvinsdóttir stígur á stóra sviðið í Alþjóða sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld og kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu. 9. maí 2017 07:00 Þetta eru lögin sem keppa á móti Svölu á morgun Átján þjóðir taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision sem fram fer í Kænugarði í Úkraínu á morgun. 8. maí 2017 15:45 Þetta höfðu erlendir blaðamenn að segja um dómaraflutning Svölu "Það voru engin mistök á þessu dómararennsli.“ 8. maí 2017 20:57 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Júrógarðurinn: Þessi tíu lönd fara áfram í kvöld Í Júrógarðinum í dag er farið yfir víðan völl úti í Kænugarði þar sem Eurovision-keppnin fer fram. 9. maí 2017 11:30
Tilbúin fyrir stóra kvöldið: Skrifar á miða til að spara röddina Svala Björgvinsdóttir stígur á stóra sviðið í Alþjóða sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld og kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu. 9. maí 2017 07:00
Þetta eru lögin sem keppa á móti Svölu á morgun Átján þjóðir taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision sem fram fer í Kænugarði í Úkraínu á morgun. 8. maí 2017 15:45
Þetta höfðu erlendir blaðamenn að segja um dómaraflutning Svölu "Það voru engin mistök á þessu dómararennsli.“ 8. maí 2017 20:57