Ágúst Elvar ráðinn verkefnastjóri ferðamála Sæunn Gísladóttir skrifar 8. maí 2017 14:52 Ágúst Elvar er með BSc í tölvunarfræði og MA í ferðamálafræði frá háskólanum í Álaborg. Hann hefur áralanga starfs- og stjórnunarreynslu á sviði ferðamála. Mynd/Aðsend Ágúst Elvar Bjarnason hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri ferðamála á Höfuðborgarstofu. Um er að ræða nýtt starf á stofnuninni og felst það í að efla samkeppnisstöðu og fjölbreytileika Reykjavíkur sem áfangastaðar, leiða vinnu við stefnumarkandi stjórnunaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið (DMP) og taka þátt í að fylgja eftir framkvæmd aðgerðaáætlunar Ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar. Verkefnastjóri ber ábyrgð á að bæta upplýsingaöflun um stöðu og þróun ferðamála í Reykjavík, framkvæma vandaðar greiningar og efla samstarf og samráð við lykilaðila innan og utan Reykjavíkurborgar segir í tilkynningu. Ágúst Elvar er með BSc í tölvunarfræði og MA í ferðamálafræði frá háskólanum í Álaborg. Hann hefur áralanga starfs- og stjórnunarreynslu á sviði ferðamála. Ágúst var eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic DK í Kaupmannahöfn, svæðisstjóri Hadler DMC í sömu borg og sölustjóri hjá Arctic Adventures. Stór hluti af starfi hans hjá Artic Adventures í Reykjavík var greiningarvinna, verkefnastjórnun, ferlagerð, stefnumörkun og samskipti við aðila í ferðaþjónustu innanlands og erlendis. Þekking og reynsla Ágústs á sviði ferðamála er yfirgripsmikil og hefur hann víðtækt tengslanet á sviði ferðamála. Hann hefur fylgst með og tekið þátt í vexti og uppbyggingu ferðaþjónustu hér á landi og reynslu af því að stofna og reka eigið fyriræki í ferðaþjónustu. Ágúst Elvar hefur tekið þátt í stefnumörkun á sviði ferðamála, sinnt ráðgjöf og samstarfi, greiningarvinnu, þróun ferla, starfsmannahaldi, umsjón með daglegum rekstri, samskiptum við birgja sem og innlenda og erlenda endursöluaðila, markaðssetningu, vöruþróun og verkefnastjórnun, allt á sviði ferðamála. Alls bárust 19 umsóknir um starfið. Tveir umsækjendur drógu umsóknir sínar síðar til baka. Forstöðumaður Höfuðborgarstofu Áshildur Bragadóttir og Baldur Örn Arnarson mannauðsráðgjafi á Menningar- og ferðamálasviði unnu úr öllum aðsendum umsóknum og höfðu umsjón með viðtölum við þá umsækjendur sem best uppfylltu kröfur starfsauglýsingarinnar. Ráðningar Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Ágúst Elvar Bjarnason hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri ferðamála á Höfuðborgarstofu. Um er að ræða nýtt starf á stofnuninni og felst það í að efla samkeppnisstöðu og fjölbreytileika Reykjavíkur sem áfangastaðar, leiða vinnu við stefnumarkandi stjórnunaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið (DMP) og taka þátt í að fylgja eftir framkvæmd aðgerðaáætlunar Ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar. Verkefnastjóri ber ábyrgð á að bæta upplýsingaöflun um stöðu og þróun ferðamála í Reykjavík, framkvæma vandaðar greiningar og efla samstarf og samráð við lykilaðila innan og utan Reykjavíkurborgar segir í tilkynningu. Ágúst Elvar er með BSc í tölvunarfræði og MA í ferðamálafræði frá háskólanum í Álaborg. Hann hefur áralanga starfs- og stjórnunarreynslu á sviði ferðamála. Ágúst var eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic DK í Kaupmannahöfn, svæðisstjóri Hadler DMC í sömu borg og sölustjóri hjá Arctic Adventures. Stór hluti af starfi hans hjá Artic Adventures í Reykjavík var greiningarvinna, verkefnastjórnun, ferlagerð, stefnumörkun og samskipti við aðila í ferðaþjónustu innanlands og erlendis. Þekking og reynsla Ágústs á sviði ferðamála er yfirgripsmikil og hefur hann víðtækt tengslanet á sviði ferðamála. Hann hefur fylgst með og tekið þátt í vexti og uppbyggingu ferðaþjónustu hér á landi og reynslu af því að stofna og reka eigið fyriræki í ferðaþjónustu. Ágúst Elvar hefur tekið þátt í stefnumörkun á sviði ferðamála, sinnt ráðgjöf og samstarfi, greiningarvinnu, þróun ferla, starfsmannahaldi, umsjón með daglegum rekstri, samskiptum við birgja sem og innlenda og erlenda endursöluaðila, markaðssetningu, vöruþróun og verkefnastjórnun, allt á sviði ferðamála. Alls bárust 19 umsóknir um starfið. Tveir umsækjendur drógu umsóknir sínar síðar til baka. Forstöðumaður Höfuðborgarstofu Áshildur Bragadóttir og Baldur Örn Arnarson mannauðsráðgjafi á Menningar- og ferðamálasviði unnu úr öllum aðsendum umsóknum og höfðu umsjón með viðtölum við þá umsækjendur sem best uppfylltu kröfur starfsauglýsingarinnar.
Ráðningar Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira