Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna leigir íbúð undir kjarnorkukóða í Trump-turni Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2017 23:07 Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, býr í Trump-turni ásamt fjölskyldu sinni. Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, hafa í hyggju að leigja íbúð í Trump-turni fyrir starfsemi herskrifstofu Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í bréfi sem fréttastofa Reuters hefur komist í tæri við. Turninn er eitt af helstu kennileitum New York borgar. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur þar aðsetur en turninn er jafnframt í eigu hans. Herskrifstofa Bandaríkjanna sér um og gætir hins svokallaða „kjarnorkufótbolta,“ skjalatösku sem gerir forseta Bandaríkjanna kleift að veita umboð fyrir kjarnorkuárás þegar hann er staddur annars staðar en í sérstökum stjórnunarmiðstöðvum. Þá veitir skrifstofan forsetanum öruggar samskiptaleiðir hvar sem hann er staddur. Í bréfinu er sérstaklega tekið fram að Trump muni sjálfur ekki hljóta neinn ávinning af leigunni. Ekki fengust upplýsingar um það hvort sambærilegar ráðstafanir yrðu gerðar á stöðum sem Trump heimsækir reglulega, þar á meðal í Mar-a-Lago, afdrepi hans í Flórída, og á golfvelli í New Jersey, þar sem forsetinn er staddur nú um helgina.Demókratar áhyggjufullir yfir samningnum Í bréfinu sem James MacStravic, starfsmaður varnarmálaráðuneytisins, sendi í byrjun mars segir að hann hafi samþykkt leiguna á íbúðinni eftir að hafa ráðfært sig við herskrifstofuna. Þá vildu embættismenn viðriðnir málið hvorki tjá sig um kostnað við leigusamninginn né hverjir væru eigendur íbúðarinnar. Útskýrt er í bréfinu að herskrifstofa Hvíta hússins, deild innan varnarmálaráðuneytisins, „óskaði eftir samþykki fyrir því að leigja rými í Trump-turni fyrir starfslið, sem ráðið væri til að aðstoða forsetann þegar hann er staddur á sínu persónulega heimili.“ Þá er enn fremur fullyrt að þessi tilhögun sé í takt við það sem tíðkast hefur í tíð fyrri forseta. Þó er ekki ljóst hvort herskrifstofan hafi nokkru sinni áður borgað fyrir leigu á rými, sem ætlað er að hýsa háleynilegan búnað sem forseti þarf á að halda þegar hann er staddur utan Washington. Ekki fengust upplýsingar um málið frá talsmanni Hvíta hússins. Demókratar hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að Donald Trump muni koma til með að græða á leigu íbúðarinnar. „Ég hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna virðist ætla að hafa fjárhagslegan ávinning af samningnum á kostnað varnarmálaráðuneytisins, og að lokum, skattgreiðenda,“ ritaði demókratinn Jackie Speier í bréfi til James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira
Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, hafa í hyggju að leigja íbúð í Trump-turni fyrir starfsemi herskrifstofu Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í bréfi sem fréttastofa Reuters hefur komist í tæri við. Turninn er eitt af helstu kennileitum New York borgar. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur þar aðsetur en turninn er jafnframt í eigu hans. Herskrifstofa Bandaríkjanna sér um og gætir hins svokallaða „kjarnorkufótbolta,“ skjalatösku sem gerir forseta Bandaríkjanna kleift að veita umboð fyrir kjarnorkuárás þegar hann er staddur annars staðar en í sérstökum stjórnunarmiðstöðvum. Þá veitir skrifstofan forsetanum öruggar samskiptaleiðir hvar sem hann er staddur. Í bréfinu er sérstaklega tekið fram að Trump muni sjálfur ekki hljóta neinn ávinning af leigunni. Ekki fengust upplýsingar um það hvort sambærilegar ráðstafanir yrðu gerðar á stöðum sem Trump heimsækir reglulega, þar á meðal í Mar-a-Lago, afdrepi hans í Flórída, og á golfvelli í New Jersey, þar sem forsetinn er staddur nú um helgina.Demókratar áhyggjufullir yfir samningnum Í bréfinu sem James MacStravic, starfsmaður varnarmálaráðuneytisins, sendi í byrjun mars segir að hann hafi samþykkt leiguna á íbúðinni eftir að hafa ráðfært sig við herskrifstofuna. Þá vildu embættismenn viðriðnir málið hvorki tjá sig um kostnað við leigusamninginn né hverjir væru eigendur íbúðarinnar. Útskýrt er í bréfinu að herskrifstofa Hvíta hússins, deild innan varnarmálaráðuneytisins, „óskaði eftir samþykki fyrir því að leigja rými í Trump-turni fyrir starfslið, sem ráðið væri til að aðstoða forsetann þegar hann er staddur á sínu persónulega heimili.“ Þá er enn fremur fullyrt að þessi tilhögun sé í takt við það sem tíðkast hefur í tíð fyrri forseta. Þó er ekki ljóst hvort herskrifstofan hafi nokkru sinni áður borgað fyrir leigu á rými, sem ætlað er að hýsa háleynilegan búnað sem forseti þarf á að halda þegar hann er staddur utan Washington. Ekki fengust upplýsingar um málið frá talsmanni Hvíta hússins. Demókratar hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að Donald Trump muni koma til með að græða á leigu íbúðarinnar. „Ég hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna virðist ætla að hafa fjárhagslegan ávinning af samningnum á kostnað varnarmálaráðuneytisins, og að lokum, skattgreiðenda,“ ritaði demókratinn Jackie Speier í bréfi til James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira