Theresa May varkár í túlkun á sigri Íhaldsflokksins í sveitarstjórnarkosningum Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2017 21:44 Theresa May forsætisráðherra fer varlega í að túlka forspárgildi kosninganna í gær. Vísir/Getty Breski Íhaldsflokkurinn vann verulega á í sveitarstjórnar-kosningum í Bretlandi í gær en Sjálfstæðisflokkur landsins beið afhroð. Þá tapaði Verkamanna-flokkurinn verulegu fylgi. Kosið var til sveitar- og borgarstjórna sem og um fjölda borgarstjóra á Englandi, Skotlandi og Wales í gær. Íhaldsflokkurinn bætti við sig um 200 sætum á kostnað Verkamannaflokksins og UKIP, eða breska Sjálfstæðisflokksins, sem nánast þurrkaðist út. Flokkurinn sem varð til eftir klofning í Íhaldsflokknum og barðist hvað hatrammast fyrir úrsögn Breta úr Evrópusambandinu en tapað 136 sveitarstjórnarfulltrúum af 150. Íhaldsmenn bættu við sig meirihluta í ellefu sveitarstjórnum á Englandi og í Wales og eru í forystu í Skotlandi, þar sem Verkamannaflokkurinn tapaði Glasgow sem hingað til hefur verið þeirra sterkasta vígi. Nigel Farage fyrrverandi leiðtogi UKIP segir flokkinn hafa náð markmiðum sínum. „Hefði ég frekar viljað tapa í þjóðaratkvæðagreiðslunni sveitastjórnarfulltrúa? Eða vinna í þjóðaratkvæðinu og missa sæti? Svarið er augljóst. Öll okkar í UKIP tókum virkan þátt í þessu, ekki vegna starfsframa heldur til að breyta gangi sögunnar í þessu landi. Flokkur okkar hefur náð einna mestum árangri allra flokka á síðari tímum,“ sagði Farage. Talningu atkvæða er ekki að fullu lokið en útlit er fyrir að Íhaldsflokkurinn hafi fengið 38% á landsvísu, Verkamannaflokkurinn 27%, Frjálsir demókratar 18% og Sjálfstæðisflokkurinn 5%. Sveitarstjórnarkosningar í Bretlandi eru taldar gefa vísbendingu um úrslit þingkosninga en kosið verður til breska þingsins í næsta mánuði. Theresa May forsætisráðherra fer varlega í að túlka forspárgildi kosninganna í gær. „Þessi ríkisstjórn starfar í þágu allra landsmanna og það er hvetjandi að við höfum aflað fylgis í Bretlandi öllu. Ég geng að engu sem gefnu og það gerir engin í flokki kkar. Til þess er ff mikið er í húfi,“ segir Theresa May. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Breski Íhaldsflokkurinn vann verulega á í sveitarstjórnar-kosningum í Bretlandi í gær en Sjálfstæðisflokkur landsins beið afhroð. Þá tapaði Verkamanna-flokkurinn verulegu fylgi. Kosið var til sveitar- og borgarstjórna sem og um fjölda borgarstjóra á Englandi, Skotlandi og Wales í gær. Íhaldsflokkurinn bætti við sig um 200 sætum á kostnað Verkamannaflokksins og UKIP, eða breska Sjálfstæðisflokksins, sem nánast þurrkaðist út. Flokkurinn sem varð til eftir klofning í Íhaldsflokknum og barðist hvað hatrammast fyrir úrsögn Breta úr Evrópusambandinu en tapað 136 sveitarstjórnarfulltrúum af 150. Íhaldsmenn bættu við sig meirihluta í ellefu sveitarstjórnum á Englandi og í Wales og eru í forystu í Skotlandi, þar sem Verkamannaflokkurinn tapaði Glasgow sem hingað til hefur verið þeirra sterkasta vígi. Nigel Farage fyrrverandi leiðtogi UKIP segir flokkinn hafa náð markmiðum sínum. „Hefði ég frekar viljað tapa í þjóðaratkvæðagreiðslunni sveitastjórnarfulltrúa? Eða vinna í þjóðaratkvæðinu og missa sæti? Svarið er augljóst. Öll okkar í UKIP tókum virkan þátt í þessu, ekki vegna starfsframa heldur til að breyta gangi sögunnar í þessu landi. Flokkur okkar hefur náð einna mestum árangri allra flokka á síðari tímum,“ sagði Farage. Talningu atkvæða er ekki að fullu lokið en útlit er fyrir að Íhaldsflokkurinn hafi fengið 38% á landsvísu, Verkamannaflokkurinn 27%, Frjálsir demókratar 18% og Sjálfstæðisflokkurinn 5%. Sveitarstjórnarkosningar í Bretlandi eru taldar gefa vísbendingu um úrslit þingkosninga en kosið verður til breska þingsins í næsta mánuði. Theresa May forsætisráðherra fer varlega í að túlka forspárgildi kosninganna í gær. „Þessi ríkisstjórn starfar í þágu allra landsmanna og það er hvetjandi að við höfum aflað fylgis í Bretlandi öllu. Ég geng að engu sem gefnu og það gerir engin í flokki kkar. Til þess er ff mikið er í húfi,“ segir Theresa May.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira