Bjarni braut jafnréttislög Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. maí 2017 20:13 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. vísir/ernir Bjarni Benediktsson braut jafnréttislög í störfum sínum sem fjármálaráðherra þegar hann skipaði karl í starf skrifstofustjóra ráðuneytisins, samkvæmt úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Kona sem taldi sig jafn hæfa manninum kærði ráðninguna til nefndarinnar, sem komst að fyrrnefndri niðurstöðu í gær. Starfið var auglýst í júní síðastliðnum en helstu verkefni þess er yfirumsjón með gerð fjármálastefnu og árlegrar fjármálaáætlunar fyrir hið opinbera og að hafa forystu um undirbúning frumvarps til fjárlaga í samræmi við ný lög um opinber fjármál. Þrettán umsóknir bárust og var ákveðið að kalla fjóra umsækjendur í viðtöl; eina konu og þrjá karla. Að þeim viðtölum loknum voru þeir tveir umsækjendur sem skorað höfðu hæst samkvæmt mati hæfnisnefndar boðaðir í viðtal hjá Bjarna. Um var að ræða manninn sem fékk starfið og konuna sem kærði ráðninguna. Hæfnisnefndin hafði þá metið konuna í það minnsta jafn hæfa og karlinn í starfið. Kærunefndin taldi að umrædd viðtöl hefðu ekki verið til þess fallin að leiða í ljós að karlmaðurinn hafi verið hæfari til að gegna embættinu en konan. Þá hafi kynjahlutföll í embættum skrifstofustjóra fjármálaráðuneytisins verið konum í óhag. Björn Þór Hermannsson var skipaður í starfið 31. ágúst 2016. Hann hefur starfað í fjármálaráðuneytinu frá árinu 2011 og hafði frá árinu 2014 verið staðgengill skrifstofustjóra.Lesa má úrskurðinn í heild hér. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson braut jafnréttislög í störfum sínum sem fjármálaráðherra þegar hann skipaði karl í starf skrifstofustjóra ráðuneytisins, samkvæmt úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Kona sem taldi sig jafn hæfa manninum kærði ráðninguna til nefndarinnar, sem komst að fyrrnefndri niðurstöðu í gær. Starfið var auglýst í júní síðastliðnum en helstu verkefni þess er yfirumsjón með gerð fjármálastefnu og árlegrar fjármálaáætlunar fyrir hið opinbera og að hafa forystu um undirbúning frumvarps til fjárlaga í samræmi við ný lög um opinber fjármál. Þrettán umsóknir bárust og var ákveðið að kalla fjóra umsækjendur í viðtöl; eina konu og þrjá karla. Að þeim viðtölum loknum voru þeir tveir umsækjendur sem skorað höfðu hæst samkvæmt mati hæfnisnefndar boðaðir í viðtal hjá Bjarna. Um var að ræða manninn sem fékk starfið og konuna sem kærði ráðninguna. Hæfnisnefndin hafði þá metið konuna í það minnsta jafn hæfa og karlinn í starfið. Kærunefndin taldi að umrædd viðtöl hefðu ekki verið til þess fallin að leiða í ljós að karlmaðurinn hafi verið hæfari til að gegna embættinu en konan. Þá hafi kynjahlutföll í embættum skrifstofustjóra fjármálaráðuneytisins verið konum í óhag. Björn Þór Hermannsson var skipaður í starfið 31. ágúst 2016. Hann hefur starfað í fjármálaráðuneytinu frá árinu 2011 og hafði frá árinu 2014 verið staðgengill skrifstofustjóra.Lesa má úrskurðinn í heild hér.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira