Stjórnarandstaðan segir hneyksli að færa FÁ undir einkarekinn Tækniskóla án samráðs við Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 4. maí 2017 11:52 Tækniskólinn. Vísir/Eyþór Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega á Alþingi í dag að til standi að færa Fjölbrautaskólann við Ármúla undir Tækniskóla Íslands sem er einkarekinn skóli. Ríkisstjórnin sem hefði minnihluta atkvæða á bak við sig ætlaði sér að sniðganga Alþingi í þessu máli. Greint var frá því í morgunfréttum Ríkisútvarpsins í dag að Fjölbrautaskólinn við Ármúla og Tækniskóli Íslands verði sameinaðir. Þingmenn stjórnarandstöðunnar brugðust harðlega við þessum fréttum við upphaf þingfundar í morgun. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði ríkisstjórnina sniðganga Alþingi. „Enn einu sinni ætlar ríkisstjórnin að fara framhjá þinginu í stórum ákvörðunum sem varða íslenskt samfélag. Án þess að kóngur né prestur sé spurður. Nú á að gera Fjölbrautaskólann við Ármúla hluta af Tækniskólanum og einkavæðingin lekur inn stjórnlaust án aðkomu þingsins,“ sagði Logi.Sjá einnig: Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna minnti á að stjórnarflokkarnir hefðu minnihluta atkvæða á bak við sig og samkvæmt könnunum væri stuðningurinn við ríkisstjórnina orðinn enn minni. Það færi lítið fyrir loforðum um bætt vinnubrögð og samráð. „Þau eru öll orðin ómerkingar orða sinna. Að minnihlutinn á Alþingi þurfi að hlusta á þetta í fréttum, hafandi hlustað á forsvarsmenn málaflokksins tala fyrir stefnumótun án þess að minnast á þetta einu orði, frú forseti, mér finnst þetta ömurlegt,“ sagði Katrín. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði ákvörðun sem þessa án samráðs við þingið vekja undrun. „Nú er það kannski spurningin hvort að Ármúlinn sé sérstaklega valinn? Þar eigi að einkavæða alla götuna? Því að við vitum jú að ríkisstjórn einkavæddi heilbrigðisþjónustu (Klínikin) hinum megin við veginn. Núna eru þau komin þarna megin við götuna. Það er spurning hvaða gata verður undir næst án aðkomu þingsins,“ sagði Sigurður Ingi. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sagði þetta í andstöðu við málflutning Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í stjórnarmyndunarviðræðum við stjórnarandstöðuflokkana í vetur. „Það virðist sem að við séum nú með Sjálfstæðisflokkinn einráðan í þessu stjórnarsamstarfi. Ég óska eftir því að þingmenn og ráðherrar frá Viðreisn og Bjartri framtíð segi hug sinn gagnvart svona vinnubrögðum. Því að þetta er ekki í anda opinnar stjórnsýslu sem hér var lofað,“ sagði Birgitta. „Vill Björt framtíð þetta? Var Björt framtíð upplýst um þetta? Var Viðreisn upplýst um þetta? Vill Viðreisn einkavæðingu almannaþjónustunnar með Alþingi bundið fyrir augun,“ spurði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna Fátt var hins vegar um svör því þingmenn þessara flokka tóku ekki þátt í þessari umræðu um fundarstjórn forseta. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði nemendum hafa fækkað þegar Iðnskólinn í Hafnarfirði var færður undir hin einkarekna Tækniskóla. „Er það vísbending um að það sé góð leið til að fjölga nemendum í framhaldsskólum að renna saman skólum á framhaldsskólastigi undir einkarekinn skóla? Hvar er árangursmatið? Hvar eru rökin? Hvar er stefnumörkunin? Þetta er skandall,“ sagði Oddný G. Harðardóttir. Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra var ekki viðstaddur umræðuna þar sem hann er staddur í útlöndum en hann hefur verið kallaður fyrir allsherjar- og menntamálanefnd vegna málsins að kröfu stjórnarandstöðunnar. Hún óskar eftir því að fundurinn verði opinn fjölmiðlum og er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður nefndarinnar að kanna hvort hægt sé að verða við því á morgun. Ef ekki verður fundi nefndarinnar væntanlega frestað fram yfir helgi. Alþingi Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega á Alþingi í dag að til standi að færa Fjölbrautaskólann við Ármúla undir Tækniskóla Íslands sem er einkarekinn skóli. Ríkisstjórnin sem hefði minnihluta atkvæða á bak við sig ætlaði sér að sniðganga Alþingi í þessu máli. Greint var frá því í morgunfréttum Ríkisútvarpsins í dag að Fjölbrautaskólinn við Ármúla og Tækniskóli Íslands verði sameinaðir. Þingmenn stjórnarandstöðunnar brugðust harðlega við þessum fréttum við upphaf þingfundar í morgun. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði ríkisstjórnina sniðganga Alþingi. „Enn einu sinni ætlar ríkisstjórnin að fara framhjá þinginu í stórum ákvörðunum sem varða íslenskt samfélag. Án þess að kóngur né prestur sé spurður. Nú á að gera Fjölbrautaskólann við Ármúla hluta af Tækniskólanum og einkavæðingin lekur inn stjórnlaust án aðkomu þingsins,“ sagði Logi.Sjá einnig: Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna minnti á að stjórnarflokkarnir hefðu minnihluta atkvæða á bak við sig og samkvæmt könnunum væri stuðningurinn við ríkisstjórnina orðinn enn minni. Það færi lítið fyrir loforðum um bætt vinnubrögð og samráð. „Þau eru öll orðin ómerkingar orða sinna. Að minnihlutinn á Alþingi þurfi að hlusta á þetta í fréttum, hafandi hlustað á forsvarsmenn málaflokksins tala fyrir stefnumótun án þess að minnast á þetta einu orði, frú forseti, mér finnst þetta ömurlegt,“ sagði Katrín. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði ákvörðun sem þessa án samráðs við þingið vekja undrun. „Nú er það kannski spurningin hvort að Ármúlinn sé sérstaklega valinn? Þar eigi að einkavæða alla götuna? Því að við vitum jú að ríkisstjórn einkavæddi heilbrigðisþjónustu (Klínikin) hinum megin við veginn. Núna eru þau komin þarna megin við götuna. Það er spurning hvaða gata verður undir næst án aðkomu þingsins,“ sagði Sigurður Ingi. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sagði þetta í andstöðu við málflutning Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í stjórnarmyndunarviðræðum við stjórnarandstöðuflokkana í vetur. „Það virðist sem að við séum nú með Sjálfstæðisflokkinn einráðan í þessu stjórnarsamstarfi. Ég óska eftir því að þingmenn og ráðherrar frá Viðreisn og Bjartri framtíð segi hug sinn gagnvart svona vinnubrögðum. Því að þetta er ekki í anda opinnar stjórnsýslu sem hér var lofað,“ sagði Birgitta. „Vill Björt framtíð þetta? Var Björt framtíð upplýst um þetta? Var Viðreisn upplýst um þetta? Vill Viðreisn einkavæðingu almannaþjónustunnar með Alþingi bundið fyrir augun,“ spurði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna Fátt var hins vegar um svör því þingmenn þessara flokka tóku ekki þátt í þessari umræðu um fundarstjórn forseta. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði nemendum hafa fækkað þegar Iðnskólinn í Hafnarfirði var færður undir hin einkarekna Tækniskóla. „Er það vísbending um að það sé góð leið til að fjölga nemendum í framhaldsskólum að renna saman skólum á framhaldsskólastigi undir einkarekinn skóla? Hvar er árangursmatið? Hvar eru rökin? Hvar er stefnumörkunin? Þetta er skandall,“ sagði Oddný G. Harðardóttir. Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra var ekki viðstaddur umræðuna þar sem hann er staddur í útlöndum en hann hefur verið kallaður fyrir allsherjar- og menntamálanefnd vegna málsins að kröfu stjórnarandstöðunnar. Hún óskar eftir því að fundurinn verði opinn fjölmiðlum og er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður nefndarinnar að kanna hvort hægt sé að verða við því á morgun. Ef ekki verður fundi nefndarinnar væntanlega frestað fram yfir helgi.
Alþingi Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira