Skiptastjóri Milestone getur ekkert gert Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Grímur Sigurðsson vísir/gva Skiptastjóri Milestone hefur engar heimildir til þess að bregðast við eignafærslu Karls Wernerssonar til sonar síns, Jóns Hilmars Karlssonar. Karl og Steingrímur bróðir hans áttu eignarhaldsfélagið Milestone fyrir hrun. Á meðal eigna Milestone var Lyf og heilsa, en lyfjafyrirtækið var selt út úr eignarhaldsfélaginu skömmu fyrir hrun og varð eini eigandinn Karl Wernersson. Í mars síðastliðnum dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Karl og Steingrím Wernerssyni og Guðmund Karl Ólason til að greiða þrotabúi Milestone, sem var eignarhaldsfélag þeirra bræðra, 5,2 milljarða króna í skaðabætur. Ástæðan er sú að bræðurnir fjármögnuðu kaup á hlut Ingunnar Wernersdóttur í Milestone með peningum frá eignarhaldsfélaginu sjálfu. Í fyrrakvöld greindi RÚV frá því að samkvæmt ársreikningum væru Lyf og heilsa ekki lengur í eigu Karls Wernerssonar heldur væri fyrirtækið í eigu rúmlega tvítugs sonar hans. „Það sem skiptir máli varðandi gerninga Karls er að hann er ekki gjaldþrota. Ég er ekki skiptastjóri yfir Karli,“ segir Grímur Sigurðsson, skiptastjóri Milestone. Þess vegna hafi hann ekki heimild til að bregðast við þessum gerningi. „En svo kann það að breytast. Í dag liggur fyrir héraðsdómur um að Karl skuldi þrotabúi Milestone fimm milljarða í höfuðstól. Ef sú krafa verður ekki greidd kann að vera að hann verði úrskurðaður gjaldþrota og það verði skipaður skiptastjóri yfir því þrotabúi,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Milestone-málið Tengdar fréttir Færði Lyf og heilsu til tvítugs sonar síns Daginn eftir að fjárfestirinn Karl Wernersson var dæmdur í fangelsi í Hæstarétti var leiðréttum ársreikningi skilað og rúmlega tvítugur sonur Karls eignaðist Lyf og heilsu. 3. maí 2017 07:00 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Skiptastjóri Milestone hefur engar heimildir til þess að bregðast við eignafærslu Karls Wernerssonar til sonar síns, Jóns Hilmars Karlssonar. Karl og Steingrímur bróðir hans áttu eignarhaldsfélagið Milestone fyrir hrun. Á meðal eigna Milestone var Lyf og heilsa, en lyfjafyrirtækið var selt út úr eignarhaldsfélaginu skömmu fyrir hrun og varð eini eigandinn Karl Wernersson. Í mars síðastliðnum dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Karl og Steingrím Wernerssyni og Guðmund Karl Ólason til að greiða þrotabúi Milestone, sem var eignarhaldsfélag þeirra bræðra, 5,2 milljarða króna í skaðabætur. Ástæðan er sú að bræðurnir fjármögnuðu kaup á hlut Ingunnar Wernersdóttur í Milestone með peningum frá eignarhaldsfélaginu sjálfu. Í fyrrakvöld greindi RÚV frá því að samkvæmt ársreikningum væru Lyf og heilsa ekki lengur í eigu Karls Wernerssonar heldur væri fyrirtækið í eigu rúmlega tvítugs sonar hans. „Það sem skiptir máli varðandi gerninga Karls er að hann er ekki gjaldþrota. Ég er ekki skiptastjóri yfir Karli,“ segir Grímur Sigurðsson, skiptastjóri Milestone. Þess vegna hafi hann ekki heimild til að bregðast við þessum gerningi. „En svo kann það að breytast. Í dag liggur fyrir héraðsdómur um að Karl skuldi þrotabúi Milestone fimm milljarða í höfuðstól. Ef sú krafa verður ekki greidd kann að vera að hann verði úrskurðaður gjaldþrota og það verði skipaður skiptastjóri yfir því þrotabúi,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Milestone-málið Tengdar fréttir Færði Lyf og heilsu til tvítugs sonar síns Daginn eftir að fjárfestirinn Karl Wernersson var dæmdur í fangelsi í Hæstarétti var leiðréttum ársreikningi skilað og rúmlega tvítugur sonur Karls eignaðist Lyf og heilsu. 3. maí 2017 07:00 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Færði Lyf og heilsu til tvítugs sonar síns Daginn eftir að fjárfestirinn Karl Wernersson var dæmdur í fangelsi í Hæstarétti var leiðréttum ársreikningi skilað og rúmlega tvítugur sonur Karls eignaðist Lyf og heilsu. 3. maí 2017 07:00