NATO þingmenn funda við landamæri Rússlands í Georgíu Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2017 20:30 Reikna má með að viðbrögð Rússa við fyrirhuguðum fundi þingmanna NATO ríkjanna í Georgíu síðar í mánuðinum verði enn harðari en viðbrögð þeirra við fundi þingmannanna á Svalbarða í næstu viku. Varaformaður Framsóknarflokksins segir fullkomlega eðlilegt að þingmennirnir komi saman þar til að ræða málefni norðurslóða. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá hörðum viðbrögðum Rússa við fyrirhuguðum fundi þingmanna NATO ríkjanna á Svalbarða í næstu viku. En Svalbarði hefur sérstaka stöðu í alþjóðasamfélaginu þar sem eyjarnar tilheyra engri einni þjóð en lúta stjórn Noregs samkvæmt sérstöku samkomulagi. Eyjarnar eru hins vegar hernaðarlega mikilvægar fyrir Rússa og Norðurlöndin vegna legu sinnar. Rússar telja fund NATO þingmanna á Svalbarða í næstu viku vera ögrun við þá. Lilja Alfreðsdóttir sem fer fyrir hópi íslenskra þingmanna á fundinum segir svo ekki vera. „Nei það er ekki verið að gera það. Þetta er þingmannanefnd NATO. Það eru 58 þingmenn frá 18 NATO ríkjum sem eru að fara að funda þarna. NATO þingmannanefndin hefur áður fundað á Svalbarða án þess að rússnesk stjórnvöld hafi gert athugasemdir við staðsetningu fundarins,“ segir Lilja. Staðarvalið sé ekki tilviljun vegna þess að það tengist umræðuefni fundarins. „Fundurinn er skipulagður af norska Stórþinginu til þess að vekja máls á málefnum norðurslóða og Norðuríshafsins með sérstakri áherslu á loftlagsbreytingar. Þess má geta að ég mun einmitt stýra málstofu varðandi loftslagsbreytingar og málefni hafsins,“ segir Lilja. Enda séu áhrif loftslagsbreytinganna einna sýnilegastar á þessu svæði. Þingmannanefnd NATO kemur síðan saman til annars fundar hinn 26. maí næst komandi á stað sem ef til vill er enn umdeildari, eða í Georgíu. En stríð Georgíumanna og Rússa árið 2008 endaði með því að Rússar hertóku tvö héruð landsins, Suður Ossetíu og Abkasíu. „En það má ekki gleyma því að Georgía hefur verið að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu í þónokkurn tíma. Þannig að það er ekkert óeðlilegt að þingmannanefndin fundi þar.“En finnst þér það skynsamlegt?„Við þurfum aðeins að vega og meta hver viðbrögðin verða. En hins vegar er það svo að þingmannanefndin ákveður hvar hún fundar og mun ekki láta undan einhverjum sérstökum þrýstingi hvað það varðar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Georgía NATO Rússland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Reikna má með að viðbrögð Rússa við fyrirhuguðum fundi þingmanna NATO ríkjanna í Georgíu síðar í mánuðinum verði enn harðari en viðbrögð þeirra við fundi þingmannanna á Svalbarða í næstu viku. Varaformaður Framsóknarflokksins segir fullkomlega eðlilegt að þingmennirnir komi saman þar til að ræða málefni norðurslóða. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá hörðum viðbrögðum Rússa við fyrirhuguðum fundi þingmanna NATO ríkjanna á Svalbarða í næstu viku. En Svalbarði hefur sérstaka stöðu í alþjóðasamfélaginu þar sem eyjarnar tilheyra engri einni þjóð en lúta stjórn Noregs samkvæmt sérstöku samkomulagi. Eyjarnar eru hins vegar hernaðarlega mikilvægar fyrir Rússa og Norðurlöndin vegna legu sinnar. Rússar telja fund NATO þingmanna á Svalbarða í næstu viku vera ögrun við þá. Lilja Alfreðsdóttir sem fer fyrir hópi íslenskra þingmanna á fundinum segir svo ekki vera. „Nei það er ekki verið að gera það. Þetta er þingmannanefnd NATO. Það eru 58 þingmenn frá 18 NATO ríkjum sem eru að fara að funda þarna. NATO þingmannanefndin hefur áður fundað á Svalbarða án þess að rússnesk stjórnvöld hafi gert athugasemdir við staðsetningu fundarins,“ segir Lilja. Staðarvalið sé ekki tilviljun vegna þess að það tengist umræðuefni fundarins. „Fundurinn er skipulagður af norska Stórþinginu til þess að vekja máls á málefnum norðurslóða og Norðuríshafsins með sérstakri áherslu á loftlagsbreytingar. Þess má geta að ég mun einmitt stýra málstofu varðandi loftslagsbreytingar og málefni hafsins,“ segir Lilja. Enda séu áhrif loftslagsbreytinganna einna sýnilegastar á þessu svæði. Þingmannanefnd NATO kemur síðan saman til annars fundar hinn 26. maí næst komandi á stað sem ef til vill er enn umdeildari, eða í Georgíu. En stríð Georgíumanna og Rússa árið 2008 endaði með því að Rússar hertóku tvö héruð landsins, Suður Ossetíu og Abkasíu. „En það má ekki gleyma því að Georgía hefur verið að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu í þónokkurn tíma. Þannig að það er ekkert óeðlilegt að þingmannanefndin fundi þar.“En finnst þér það skynsamlegt?„Við þurfum aðeins að vega og meta hver viðbrögðin verða. En hins vegar er það svo að þingmannanefndin ákveður hvar hún fundar og mun ekki láta undan einhverjum sérstökum þrýstingi hvað það varðar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Georgía NATO Rússland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira