Chanel sækir innblástur til Grikklands hins forna Ritstjórn skrifar 3. maí 2017 17:00 Áhorfendur sýningarinnar leið líklegast eins og þau væru í Grikklandi. Myndir/Getty Í gegnum tíðina hefur Karl Lagerfeld farið víða um heim með Resort línu Chanel. Í fyrra varð Kúba fyrir valinu og fyrir það var það Suður Kórea. Að þessu sinni hélt Chanel sig þó við heimavöllinn og setti upp sýninguna í París. Innblásturinn fyrir línuna var þó langt því frá að vera franskur. Línan, sem ber heitið La Modernité de la Antiquité sækir innblástur frá forn grískri menningu. Sýningin fór fram á Grand Palais, sama stað og Chanel byggði upp geimfar í lok febrúar. Heildarútkoman var vægast sagt einstök og skemmtileg. Farið var alla leið með gríska þemað, allt frá fötum og fylgihlutum upp í arkitektúr og uppsetningu. Hér fyrir neðan er hægt að sjá brot af því sem fór fram á sýningunni í morgun. Mest lesið Vinsælustu skórnir í dag Glamour Fyrirsætur Moschino voru eins og Barbie dúkkur Glamour Hillary Clinton afslöppuð er hún kom fram í annað sinn síðan í forsetakosningunum Glamour Missti skó á tískupallinum Glamour Alla leið til Íslands fyrir sjampó Glamour Kate Moss dansar í tónlistarmyndbandi fyrir Elvis Glamour Blue Ivy sussaði á foreldra sína á Grammy Glamour Eiga von á sínu þriðja barni Glamour Fjöldi hönnuða flytja tískusýningar sínar frá New York til LA Glamour Best klæddu konur vikunnar Glamour
Í gegnum tíðina hefur Karl Lagerfeld farið víða um heim með Resort línu Chanel. Í fyrra varð Kúba fyrir valinu og fyrir það var það Suður Kórea. Að þessu sinni hélt Chanel sig þó við heimavöllinn og setti upp sýninguna í París. Innblásturinn fyrir línuna var þó langt því frá að vera franskur. Línan, sem ber heitið La Modernité de la Antiquité sækir innblástur frá forn grískri menningu. Sýningin fór fram á Grand Palais, sama stað og Chanel byggði upp geimfar í lok febrúar. Heildarútkoman var vægast sagt einstök og skemmtileg. Farið var alla leið með gríska þemað, allt frá fötum og fylgihlutum upp í arkitektúr og uppsetningu. Hér fyrir neðan er hægt að sjá brot af því sem fór fram á sýningunni í morgun.
Mest lesið Vinsælustu skórnir í dag Glamour Fyrirsætur Moschino voru eins og Barbie dúkkur Glamour Hillary Clinton afslöppuð er hún kom fram í annað sinn síðan í forsetakosningunum Glamour Missti skó á tískupallinum Glamour Alla leið til Íslands fyrir sjampó Glamour Kate Moss dansar í tónlistarmyndbandi fyrir Elvis Glamour Blue Ivy sussaði á foreldra sína á Grammy Glamour Eiga von á sínu þriðja barni Glamour Fjöldi hönnuða flytja tískusýningar sínar frá New York til LA Glamour Best klæddu konur vikunnar Glamour