Tvo sólarhringa á leiðinni heim en WOW segist ekki bótaskylt Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. maí 2017 11:15 Wamos breiðþotan sem WOW Air leigði tekur um 500 manns í sæti. Wiki Commons WOW Air telur sig ekki vera bótaskylt gagnvart farþegum flugs WW132 frá Miami, þann 20. apríl síðastliðinn, þegar farangurkerrur fuku á breiðþotu WOW þannig að hún varð óflugfær. Brá flugfélagið því á það ráð að sameina farþegalista tveggja flugferða og leigja stærri þotu til að rúma sem flesta farþega. Eftir um tveggja klukkustunda óvissuástand, eins og einn farþeganna lýsti því, tókst WOW að ferja rúmlega 500 farþega aftur til Íslands með breiðþotunni.Sjá einnig: Óvissuástand hjá farþegum WOW Air í MiamiTuttugu farþegar sem voru komnir á flugvöllinn komust ekki fyrir í flugvélinni og var gert að fljúga með WOW í gegnum New York og Minneapolis til landsins. Ferðalagið tók þá um 2 sólarhringa. WOW sendi farþegum tölvupóst í gærkvöldi þar sem flugfélagið gerði grein fyrir sinni sýn á málið og bendir á að farangurkerrurnar sem skemmdu þotuna hafi ekki verið á þeirra vegum. Starfsmenn WOW hafi því ekki haft umsjón með kerrunum og gátu þannig ekki, að sögn flugfélagsins, komið í veg fyrir tjónið sem varð á hreyfli vélarinnar við áreksturinn. „Kerrurnar klesstu á flugvélina vegna þess að þær voru skyldar eftir eftirlitslausar á flugvellinum. Ekki var staðið nógu vel að frágangi þeirra með hliðsjón af þeim öryggiskröfum sem almennt eru gerðar til starfsmanna á þessu sviði,“ segir í tölvupóstinum.Sjá einnig: „Þeir sem voru með frekju og læti fengu að fara heim“Að mati WOW air er þetta atvik sem að flugrekendur megi ekki búast við og geti heldur ekki komið í veg fyrir. „Er því um óviðráðanlegar aðstæður að ræða í skilningi 3. mgr. 5. gr. reglugerðar EB nr. 261/2004 sem leysir WOW air undan bótaskyldu,“ eins og það er orðað í póstinum. Vísir ræddi við einn þeirra 20 farþega sem flaug í gegnum Minneapolis með WOW, heimferð sem tók um 2 sólarhringa sem fyrr segir. Hann segir að í þeirra hópi séu allir „ansi reiðir“ vegna þessara málalykta og að þeir hyggist fara með málið lengra. Samgöngustofa hafði ekki tök á því að tjá sig um þetta tiltekna mál við Vísi þegar eftir því var leitað. WOW Air Tengdar fréttir Óvissuástand hjá farþegum WOW Air í Miami Arnar Sveinn Geirsson segist hafa skilning á þeim erfiðleikum sem óhappið á mánudag hafi sett WOW í. Upplýsingagjöf til farþega ytra sé hins vegar fyrir neðan allar hellur. 20. apríl 2017 20:45 „Þeir sem voru með frekju og læti fengu að fara heim“ Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og fjölskylda voru á meðal þeirra tuttugu sem eftir urðu á Miami í gærkvöldi. Upplýsingafulltrúi WOW Air segir síðustu farþegana fljúga heim frá Boston í kvöld. 21. apríl 2017 10:51 Þota WOW skemmdist og farþegar festust á Miami "Við lentum í því óhappi að farangursvagn frá öðrum þjónustuaðila í Leifsstöð fauk á vél frá okkur og hún var óflughæf á eftir,“ segir Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, um ástæðu þess að ferð flugfélagsins til Miami í Bandaríkjunum á mánudag, og heim daginn eftir féllu niður. 20. apríl 2017 07:00 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
WOW Air telur sig ekki vera bótaskylt gagnvart farþegum flugs WW132 frá Miami, þann 20. apríl síðastliðinn, þegar farangurkerrur fuku á breiðþotu WOW þannig að hún varð óflugfær. Brá flugfélagið því á það ráð að sameina farþegalista tveggja flugferða og leigja stærri þotu til að rúma sem flesta farþega. Eftir um tveggja klukkustunda óvissuástand, eins og einn farþeganna lýsti því, tókst WOW að ferja rúmlega 500 farþega aftur til Íslands með breiðþotunni.Sjá einnig: Óvissuástand hjá farþegum WOW Air í MiamiTuttugu farþegar sem voru komnir á flugvöllinn komust ekki fyrir í flugvélinni og var gert að fljúga með WOW í gegnum New York og Minneapolis til landsins. Ferðalagið tók þá um 2 sólarhringa. WOW sendi farþegum tölvupóst í gærkvöldi þar sem flugfélagið gerði grein fyrir sinni sýn á málið og bendir á að farangurkerrurnar sem skemmdu þotuna hafi ekki verið á þeirra vegum. Starfsmenn WOW hafi því ekki haft umsjón með kerrunum og gátu þannig ekki, að sögn flugfélagsins, komið í veg fyrir tjónið sem varð á hreyfli vélarinnar við áreksturinn. „Kerrurnar klesstu á flugvélina vegna þess að þær voru skyldar eftir eftirlitslausar á flugvellinum. Ekki var staðið nógu vel að frágangi þeirra með hliðsjón af þeim öryggiskröfum sem almennt eru gerðar til starfsmanna á þessu sviði,“ segir í tölvupóstinum.Sjá einnig: „Þeir sem voru með frekju og læti fengu að fara heim“Að mati WOW air er þetta atvik sem að flugrekendur megi ekki búast við og geti heldur ekki komið í veg fyrir. „Er því um óviðráðanlegar aðstæður að ræða í skilningi 3. mgr. 5. gr. reglugerðar EB nr. 261/2004 sem leysir WOW air undan bótaskyldu,“ eins og það er orðað í póstinum. Vísir ræddi við einn þeirra 20 farþega sem flaug í gegnum Minneapolis með WOW, heimferð sem tók um 2 sólarhringa sem fyrr segir. Hann segir að í þeirra hópi séu allir „ansi reiðir“ vegna þessara málalykta og að þeir hyggist fara með málið lengra. Samgöngustofa hafði ekki tök á því að tjá sig um þetta tiltekna mál við Vísi þegar eftir því var leitað.
WOW Air Tengdar fréttir Óvissuástand hjá farþegum WOW Air í Miami Arnar Sveinn Geirsson segist hafa skilning á þeim erfiðleikum sem óhappið á mánudag hafi sett WOW í. Upplýsingagjöf til farþega ytra sé hins vegar fyrir neðan allar hellur. 20. apríl 2017 20:45 „Þeir sem voru með frekju og læti fengu að fara heim“ Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og fjölskylda voru á meðal þeirra tuttugu sem eftir urðu á Miami í gærkvöldi. Upplýsingafulltrúi WOW Air segir síðustu farþegana fljúga heim frá Boston í kvöld. 21. apríl 2017 10:51 Þota WOW skemmdist og farþegar festust á Miami "Við lentum í því óhappi að farangursvagn frá öðrum þjónustuaðila í Leifsstöð fauk á vél frá okkur og hún var óflughæf á eftir,“ segir Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, um ástæðu þess að ferð flugfélagsins til Miami í Bandaríkjunum á mánudag, og heim daginn eftir féllu niður. 20. apríl 2017 07:00 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Óvissuástand hjá farþegum WOW Air í Miami Arnar Sveinn Geirsson segist hafa skilning á þeim erfiðleikum sem óhappið á mánudag hafi sett WOW í. Upplýsingagjöf til farþega ytra sé hins vegar fyrir neðan allar hellur. 20. apríl 2017 20:45
„Þeir sem voru með frekju og læti fengu að fara heim“ Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og fjölskylda voru á meðal þeirra tuttugu sem eftir urðu á Miami í gærkvöldi. Upplýsingafulltrúi WOW Air segir síðustu farþegana fljúga heim frá Boston í kvöld. 21. apríl 2017 10:51
Þota WOW skemmdist og farþegar festust á Miami "Við lentum í því óhappi að farangursvagn frá öðrum þjónustuaðila í Leifsstöð fauk á vél frá okkur og hún var óflughæf á eftir,“ segir Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, um ástæðu þess að ferð flugfélagsins til Miami í Bandaríkjunum á mánudag, og heim daginn eftir féllu niður. 20. apríl 2017 07:00