Karnival í KR-heimilinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. maí 2017 06:00 Brynjar Þór Björnsson lyftir Íslandsmeistarabikarnum í DHL-höllinni í Frostaskjóli í gærkvöldi. Þetta er fjórði Íslandsmeistaratitill KR í röð. Fréttablaðið/andri marinó Fjórða árið í röð náði KR að verða Íslandsmeistari í körfubolta. Það er magnaður árangur. Grindvíkingar voru eins og lömb leidd til slátrunar fyrir framan 2.700 áhorfendur í KR-heimilinu í gær. Það var uppselt og hætt að selja inn hálftíma fyrir leik. Slíkt gerist bara ekki á Íslandi og gaman að sjá þennan mikla körfuboltaáhuga. Eftir lofandi upphafsmínútur hjá Grindvíkingum þá féll þeim allur ketill í eld. Brattir KR-ingar tóku keflið og hlupu með það alla leið. KR skoraði 21 síðustu stig fyrri hálfleiks og leiddi með 31 stig yfir í hálfleik, 49-18. Algjörlega ótrúlegar tölur. Á meðan ofurlið KR sýndi loksins allar sínar bestu hliðar voru Grindvíkingar heillum horfnir. Þeirra aðalmaður, Lewis Clinch, var meðvitundarlaus og skoraði sitt fyrsta stig ekki fyrr en í lok þriðja leikhluta. Þá var leikurinn löngu búinn. Sýndu sig á stóra sviðinuVísir/Andri MarinóÞað var hrein unun að fylgjast með KR-liðinu í gær. Þó svo liðið sé búið að vinna allt þá er búið að gagnrýna þá nokkuð. Er sviðið var orðið eins stórt og það getur orðið þá sýndu þessir strákar svo sannarlega hvað þeir eru. Þetta eru sigurvegarar. Fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson fór fyrir sínu liði en hann elskar stóru leikina. Hann sýndi það enn eina ferðina í gær með mögnuðum leik. Það lögðu allir sín lóð á vogarskálarnir í gær. Engir farþegar. Einfaldlega besta körfuboltalið landsins að sýna þjóðinni hvað það er gott. Það sem hlýtur að gera þennan einstaka árangur KR-liðsins enn sætari en ella fyrir félagið er sú staðreynd að liðið er borið uppi af uppöldum KR-ingum. Útlendingurinn er í aukahlutverki og í raun gæti KR stillt upp alíslensku byrjunarliði ef Kristófer Acox væri settur í liðið. Þessir titlar eru stór rós í hnappagat uppeldisstarfs KR-inga sem er augljóslega til mikillar fyrirmyndar. Grindvíkingar eiga skilið klapp á bakið fyrir sína frammistöðu í vetur þrátt fyrir þessa útreið. Liðið er búið að gefa öllum langt nef í vetur og það var ekki lítið afrek hjá þeim að komast í þennan oddaleik gegn KR. Er upp var staðið var verkefnið einfaldlega of stórt engu að síður. Loksins á heimavelli„Það er alveg yndislegt að lyfta bikarnum á heimavelli núna eftir að hafa tekið síðustu þrjá á útivelli,“ sagði glaðbeittur fyrirliði KR, Brynjar Þór Björnsson, sem var að vinna sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil í gær. „Ég trúði því varla er ég frétti að stúkan væri full tveimur tímum fyrir leik og það var ólýsanlegt að labba út í upphitun og síðan spila leikinn í þessari umgjörð. Það er alltaf verið að tala um hvað við séum rosalega góðir og það síast inn. Þá kemur deyfð. Við erum eiginlega fórnarlömb okkar eigin árangurs. Við höfðum gaman af þessu og þegar sviðið verður svona stórt þá höfðum við rosalega gaman af þessu.“ Brynjar segir að það hafi ekki verið neitt stress þó svo liðið hafi verið að spila illa í síðustu leikjum. Sjálfur elskar hann stóru leikina og sýndi það í kvöld með því að vera stigahæstur á vellinum með 23 stig. „Þetta eru síðustu forvöð hjá mér að spila svona leiki og það er því eins gott fyrir mig að njóta þess. Þetta var einstakur viðburður þessi leikur fyrir framan uppseldu húsi. Það er mikið afrek að vinna þetta fjögur ár í röð. Síðustu fjórir titlar dofna í samanburði við þennan. Þessi var rosalega sætur.“ Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
Fjórða árið í röð náði KR að verða Íslandsmeistari í körfubolta. Það er magnaður árangur. Grindvíkingar voru eins og lömb leidd til slátrunar fyrir framan 2.700 áhorfendur í KR-heimilinu í gær. Það var uppselt og hætt að selja inn hálftíma fyrir leik. Slíkt gerist bara ekki á Íslandi og gaman að sjá þennan mikla körfuboltaáhuga. Eftir lofandi upphafsmínútur hjá Grindvíkingum þá féll þeim allur ketill í eld. Brattir KR-ingar tóku keflið og hlupu með það alla leið. KR skoraði 21 síðustu stig fyrri hálfleiks og leiddi með 31 stig yfir í hálfleik, 49-18. Algjörlega ótrúlegar tölur. Á meðan ofurlið KR sýndi loksins allar sínar bestu hliðar voru Grindvíkingar heillum horfnir. Þeirra aðalmaður, Lewis Clinch, var meðvitundarlaus og skoraði sitt fyrsta stig ekki fyrr en í lok þriðja leikhluta. Þá var leikurinn löngu búinn. Sýndu sig á stóra sviðinuVísir/Andri MarinóÞað var hrein unun að fylgjast með KR-liðinu í gær. Þó svo liðið sé búið að vinna allt þá er búið að gagnrýna þá nokkuð. Er sviðið var orðið eins stórt og það getur orðið þá sýndu þessir strákar svo sannarlega hvað þeir eru. Þetta eru sigurvegarar. Fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson fór fyrir sínu liði en hann elskar stóru leikina. Hann sýndi það enn eina ferðina í gær með mögnuðum leik. Það lögðu allir sín lóð á vogarskálarnir í gær. Engir farþegar. Einfaldlega besta körfuboltalið landsins að sýna þjóðinni hvað það er gott. Það sem hlýtur að gera þennan einstaka árangur KR-liðsins enn sætari en ella fyrir félagið er sú staðreynd að liðið er borið uppi af uppöldum KR-ingum. Útlendingurinn er í aukahlutverki og í raun gæti KR stillt upp alíslensku byrjunarliði ef Kristófer Acox væri settur í liðið. Þessir titlar eru stór rós í hnappagat uppeldisstarfs KR-inga sem er augljóslega til mikillar fyrirmyndar. Grindvíkingar eiga skilið klapp á bakið fyrir sína frammistöðu í vetur þrátt fyrir þessa útreið. Liðið er búið að gefa öllum langt nef í vetur og það var ekki lítið afrek hjá þeim að komast í þennan oddaleik gegn KR. Er upp var staðið var verkefnið einfaldlega of stórt engu að síður. Loksins á heimavelli„Það er alveg yndislegt að lyfta bikarnum á heimavelli núna eftir að hafa tekið síðustu þrjá á útivelli,“ sagði glaðbeittur fyrirliði KR, Brynjar Þór Björnsson, sem var að vinna sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil í gær. „Ég trúði því varla er ég frétti að stúkan væri full tveimur tímum fyrir leik og það var ólýsanlegt að labba út í upphitun og síðan spila leikinn í þessari umgjörð. Það er alltaf verið að tala um hvað við séum rosalega góðir og það síast inn. Þá kemur deyfð. Við erum eiginlega fórnarlömb okkar eigin árangurs. Við höfðum gaman af þessu og þegar sviðið verður svona stórt þá höfðum við rosalega gaman af þessu.“ Brynjar segir að það hafi ekki verið neitt stress þó svo liðið hafi verið að spila illa í síðustu leikjum. Sjálfur elskar hann stóru leikina og sýndi það í kvöld með því að vera stigahæstur á vellinum með 23 stig. „Þetta eru síðustu forvöð hjá mér að spila svona leiki og það er því eins gott fyrir mig að njóta þess. Þetta var einstakur viðburður þessi leikur fyrir framan uppseldu húsi. Það er mikið afrek að vinna þetta fjögur ár í röð. Síðustu fjórir titlar dofna í samanburði við þennan. Þessi var rosalega sætur.“
Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira