Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. maí 2017 07:00 Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var afar vonsvikinn með dómgæsluna í Rúmeníu í gær. vísir/andri marinó Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. Snemma leiks lýstu íslenskir handboltaáhugamenn óánægju sinni með frammistöðu tékkneska dómaraparsins á samfélagsmiðlum. Eftir leik kom í ljós að Valsmenn deildu þeirri skoðun og Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, sparaði ekki stóru orðin í viðtali við Fréttablaðið að leiknum loknum. „Það er erfitt að lýsa því hvernig manni líður eftir svona leik. Þetta er skrýtin tilfining sem maður hefur aldrei upplifað áður. Ég er mjög sár,“ sagði Óskar Bjarni. Hann segir að það sé augljóst mál, að tékknesku dómararnir voru keyptir til að dæma rúmenska liðinu í hag og tryggja að liðið færi áfram í úrslitaleik keppninnar. „Það er pottþétt að dómararnir voru keyptir. Það eru stór orð en ég stend við þau,“ sagði Óskar Bjarni enn fremur. Hann viðurkennir fúslega að Valsmenn hefðu getað gert margt betur í leiknum. „Við nýttum færin illa í fyrri hálfleik sem við gerðum betur í síðari hálfleik. En vörn og markvarsla hefðu mátt vera betri. Að því sögðu er ég algerlega sannfærður um að það er sama hvernig þessi leikur hefði þróast – dómgæslan var slík að niðurstaðan hefði alltaf átt að fara á þennan veg.“ Hann segir að eftirlitsdómari leiksins hefði ekki brugðist við athugasemdum Vals um að áhorfendur væru með hljóðnema og flautu í stúkunni. „Það var ekkert hlustað á okkur og ekki hægt að ná sambandi við dómarana. Þetta er sorglegt fyrir handboltann, að svona lagað sé að gerast árið 2017. Við höfum talað við lögfræðing og erum að íhuga að kæra. En úrslitin munu eflaust standa, sama hvað gerist núna. Nú munum við bara einbeita okkur að úrslitakeppninni heima.“ Handbolti Tengdar fréttir Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30 Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47 Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“ Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 19:39 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira
Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. Snemma leiks lýstu íslenskir handboltaáhugamenn óánægju sinni með frammistöðu tékkneska dómaraparsins á samfélagsmiðlum. Eftir leik kom í ljós að Valsmenn deildu þeirri skoðun og Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, sparaði ekki stóru orðin í viðtali við Fréttablaðið að leiknum loknum. „Það er erfitt að lýsa því hvernig manni líður eftir svona leik. Þetta er skrýtin tilfining sem maður hefur aldrei upplifað áður. Ég er mjög sár,“ sagði Óskar Bjarni. Hann segir að það sé augljóst mál, að tékknesku dómararnir voru keyptir til að dæma rúmenska liðinu í hag og tryggja að liðið færi áfram í úrslitaleik keppninnar. „Það er pottþétt að dómararnir voru keyptir. Það eru stór orð en ég stend við þau,“ sagði Óskar Bjarni enn fremur. Hann viðurkennir fúslega að Valsmenn hefðu getað gert margt betur í leiknum. „Við nýttum færin illa í fyrri hálfleik sem við gerðum betur í síðari hálfleik. En vörn og markvarsla hefðu mátt vera betri. Að því sögðu er ég algerlega sannfærður um að það er sama hvernig þessi leikur hefði þróast – dómgæslan var slík að niðurstaðan hefði alltaf átt að fara á þennan veg.“ Hann segir að eftirlitsdómari leiksins hefði ekki brugðist við athugasemdum Vals um að áhorfendur væru með hljóðnema og flautu í stúkunni. „Það var ekkert hlustað á okkur og ekki hægt að ná sambandi við dómarana. Þetta er sorglegt fyrir handboltann, að svona lagað sé að gerast árið 2017. Við höfum talað við lögfræðing og erum að íhuga að kæra. En úrslitin munu eflaust standa, sama hvað gerist núna. Nú munum við bara einbeita okkur að úrslitakeppninni heima.“
Handbolti Tengdar fréttir Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30 Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47 Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“ Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 19:39 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira
Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30
Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47
Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“ Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 19:39