Costco sýnir bensínlítrann á 170 krónur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2017 11:57 Víst er að margur Íslendingurinn myndi fagna 169,90 krónum á lítrann verði verðið að veruleika. Vísir/Ernir Allt er að verða klárt fyrir opnun Costco við Kauptún í Garðabæ á þriðjudaginn. Prófanir hafa staðið yfir við eldsneytisbúnaðinn undanfarna daga en Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco, staðfesti við Fréttablaðið í gær að bensínstöðvarnar yrðu opnaðar fyrr en verslunin. Nokkrum dögum fyrr. Fjórir dagar eru til opnunar og blasir verðið 169,90 krónur á lítrann við þeim sem eiga leið framhjá bensíndælunum. Sama verð er á öllum dælunum sem eru tólf. Sex box þar sem hægt er að dæla báðum megin. Virðist allt klárt til að setja upp tvær til viðbótar. Bensíndælur Costco í Kauptúni.Vísir/GVA Í frétt DV í morgun segir að ekki sé um rétt verð að ræða. Hvað sem veldur lækkaði verð Orkunnar á bensíni á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Hægt er að kaupa bensín hjá Orkunni á 185,70 krónur á lítrann á Eiðistorgi, Miklubraut, Skemmuvegi og Spönginni eftir því sem fram kemur á vefsíðunni bensinverd.is sem byggir á tilkynningum frá olíufélögunum. Verðið hjá Orkunni lækkaði um tvær krónur á tólfa tímanum en það var 187,50 krónur. Lítraverðið á dælunum hjá Costco hefur undanfarinn sólarhring verið 169,90 krónur fyrir bensín og 164,90 krónur fyrir dísel. Fróðlegt verður að sjá hvort sama verð verði á dælunum þegar opnað verður fyrir sölu. Verðið sem dælurnar sýna er 169,90 krónur á lítrann fyrir bensín og 164,90 krónur á lítrann fyrir díselinn.Vísir/Ernir Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu það sem af er degi. Ljóst má telja að Costco-liðar eru meðvitaðir um hvaða verð þeir sýna á dælum sínum og þann mikla áhuga sem Íslendingar hafa á opnuninni. Costco er þekkt fyrir að bjóða lægra bensínverð en samkeppnisaðilinn til þess að teyma viðskiptavini sína til sín og kaupa aðrar vörur í versluninni. Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009.Uppfært klukkan 13:05Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, segir í svari við fyrirspurn Vísis að nú standi yfir prófun á búnaði og þjálfun starfsfólks.„Bensínverðið hefur ekki enn verið ákveðið. Verðið verður birt við opnun,“ segir Pappas. Mögulegt sé að bensínstöðin opni óformlega áður en verslunin verði opnuð á þriðjudagsmorgun.Hann sé ekki tilbúinn að tjá sig um mögulegt bensínverð sem stendur. Það sé þó markmið Costco að hjálpa meðlimum að spara peninga við öll kaup hjá Costco og þar sé benín og dísel engin undantekning. Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Sjá meira
Allt er að verða klárt fyrir opnun Costco við Kauptún í Garðabæ á þriðjudaginn. Prófanir hafa staðið yfir við eldsneytisbúnaðinn undanfarna daga en Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco, staðfesti við Fréttablaðið í gær að bensínstöðvarnar yrðu opnaðar fyrr en verslunin. Nokkrum dögum fyrr. Fjórir dagar eru til opnunar og blasir verðið 169,90 krónur á lítrann við þeim sem eiga leið framhjá bensíndælunum. Sama verð er á öllum dælunum sem eru tólf. Sex box þar sem hægt er að dæla báðum megin. Virðist allt klárt til að setja upp tvær til viðbótar. Bensíndælur Costco í Kauptúni.Vísir/GVA Í frétt DV í morgun segir að ekki sé um rétt verð að ræða. Hvað sem veldur lækkaði verð Orkunnar á bensíni á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Hægt er að kaupa bensín hjá Orkunni á 185,70 krónur á lítrann á Eiðistorgi, Miklubraut, Skemmuvegi og Spönginni eftir því sem fram kemur á vefsíðunni bensinverd.is sem byggir á tilkynningum frá olíufélögunum. Verðið hjá Orkunni lækkaði um tvær krónur á tólfa tímanum en það var 187,50 krónur. Lítraverðið á dælunum hjá Costco hefur undanfarinn sólarhring verið 169,90 krónur fyrir bensín og 164,90 krónur fyrir dísel. Fróðlegt verður að sjá hvort sama verð verði á dælunum þegar opnað verður fyrir sölu. Verðið sem dælurnar sýna er 169,90 krónur á lítrann fyrir bensín og 164,90 krónur á lítrann fyrir díselinn.Vísir/Ernir Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu það sem af er degi. Ljóst má telja að Costco-liðar eru meðvitaðir um hvaða verð þeir sýna á dælum sínum og þann mikla áhuga sem Íslendingar hafa á opnuninni. Costco er þekkt fyrir að bjóða lægra bensínverð en samkeppnisaðilinn til þess að teyma viðskiptavini sína til sín og kaupa aðrar vörur í versluninni. Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009.Uppfært klukkan 13:05Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, segir í svari við fyrirspurn Vísis að nú standi yfir prófun á búnaði og þjálfun starfsfólks.„Bensínverðið hefur ekki enn verið ákveðið. Verðið verður birt við opnun,“ segir Pappas. Mögulegt sé að bensínstöðin opni óformlega áður en verslunin verði opnuð á þriðjudagsmorgun.Hann sé ekki tilbúinn að tjá sig um mögulegt bensínverð sem stendur. Það sé þó markmið Costco að hjálpa meðlimum að spara peninga við öll kaup hjá Costco og þar sé benín og dísel engin undantekning.
Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Sjá meira