Hannes um Zlatan: Hann pakkaði okkur saman á tíu mínútum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. maí 2017 12:00 Hannes Þór Halldórsson hefur verið að spila með Randers í Danmörku. Vísir/Getty Hannes Þór Halldórsson var í áhugaverðu spjalli í Brennslunni, morgunþætti FM 957, í dag. Hannes spilar í dag með Randers í Danmörku, þar sem Ólafur Kristjánsson er þjálfari. Þá er hann í stóru hlutverki í nýrri auglýsingu sem íþróttavöruframleiðandinn Uhlsport birti nýverið þar sem markverðir voru í aðalhlutverki, meðal annars franski landsliðsmarkvörðurinn Hugo Lloris hjá Tottenham. „Ég hugsaði sértaklega til þín þegar þetta kom út. Ég vissi að þú myndir tengja vel við þetta,“ sagði Hannes við Hjörvar Hafliðason, annan þáttastjórnanda Brennslunnar og fyrrum markvörð. Hannes greindi til að mynda frá því í viðtalinu að hann fari um allt í Randers á vespu í vorhitanum og að hann sé stundum hræddur við að tala íslensku við Ólaf Kristjánsson, þar sem að aðrir leikmenn gætu haldið að hann væri að baktala þá.Ótrúlegt með Gylfa Hann var einnig spurður um Gylfa Þór Sigurðsson, sem hefur átt frábært tímabil með Swansea í ensku úrvalsdeildinni og þá sérstaklega um spyrnugetu hans. Gylfi er einn besti spyrnumaður heims og það fer ekki framhjá Hannesi á æfingum íslenska landsliðsins. „Mér finnst ég aldrei vera eins langt frá boltanum og þegar Gylfi sparkar. Það er ekki fræðilegur möguleiki að komast nálægt honum og svo siglir hann bara í sammann. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Hannes. „Maður skilur af hverju hann fær vel borgað. Hann hefur þessi extra gæði og það er alveg greinilegt að hann hefur eitthvað umfram aðra.“Orkan sogast að þeim bestu Hannes hefur mætt mörgum af bestu knattspyrnumönnum heims en á auðvelt með að svara því hver sé sá erfiðasti sem hann hefur mætt. „Ég er með skýrt svar við þessu. Það er Zlatan Ibrahimovic. Maður hefur spilað gegn mörgum af þeim bestu en það eru örfáir sem skera sig almennilega úr. Þeir hafa einhverja nærveru á vellinum og öll orkan sigast að þeim.“ „Það er eitthvað sérstakt við þá allra bestu og sérstaklega við Zlatan. Ég man eftir æfingaleik við Svía árið 2012 en Lars var þá nýtekinn við landsliðinu. Hann var búinn að undirbúa okkur vel og fara í saumana á Zlatan - við þóttumst vera með vera með gott plan til að stöðva hann.“„Svo eftir þriggja mínútna leik kom sending lengst utan af kanti og Zlatan stóð á D-boganum og klippti boltann í fjærhornið. Hann labbar svo rólega til baka með hendurnar út í loftið. Hann átti bara völlinn.“ „Svo eftir tíu mínútur pakkaði hann okkar manni saman, rúllaði boltanum inn í teig þar sem einhver skoraði.“ „Hann kláraði okkur á tíu mínútum. Hann er risastór, ógeðslega sterkur og við réðum ekkert við hann. Ef hann hittir á sinn dag þá þarftu bara að játa þig sigraðan. Það skiptir engu máli hvaða plan maður er með.“ Það má hlusta á viðtalið allt hér fyrir neðan.. Fótbolti Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson var í áhugaverðu spjalli í Brennslunni, morgunþætti FM 957, í dag. Hannes spilar í dag með Randers í Danmörku, þar sem Ólafur Kristjánsson er þjálfari. Þá er hann í stóru hlutverki í nýrri auglýsingu sem íþróttavöruframleiðandinn Uhlsport birti nýverið þar sem markverðir voru í aðalhlutverki, meðal annars franski landsliðsmarkvörðurinn Hugo Lloris hjá Tottenham. „Ég hugsaði sértaklega til þín þegar þetta kom út. Ég vissi að þú myndir tengja vel við þetta,“ sagði Hannes við Hjörvar Hafliðason, annan þáttastjórnanda Brennslunnar og fyrrum markvörð. Hannes greindi til að mynda frá því í viðtalinu að hann fari um allt í Randers á vespu í vorhitanum og að hann sé stundum hræddur við að tala íslensku við Ólaf Kristjánsson, þar sem að aðrir leikmenn gætu haldið að hann væri að baktala þá.Ótrúlegt með Gylfa Hann var einnig spurður um Gylfa Þór Sigurðsson, sem hefur átt frábært tímabil með Swansea í ensku úrvalsdeildinni og þá sérstaklega um spyrnugetu hans. Gylfi er einn besti spyrnumaður heims og það fer ekki framhjá Hannesi á æfingum íslenska landsliðsins. „Mér finnst ég aldrei vera eins langt frá boltanum og þegar Gylfi sparkar. Það er ekki fræðilegur möguleiki að komast nálægt honum og svo siglir hann bara í sammann. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Hannes. „Maður skilur af hverju hann fær vel borgað. Hann hefur þessi extra gæði og það er alveg greinilegt að hann hefur eitthvað umfram aðra.“Orkan sogast að þeim bestu Hannes hefur mætt mörgum af bestu knattspyrnumönnum heims en á auðvelt með að svara því hver sé sá erfiðasti sem hann hefur mætt. „Ég er með skýrt svar við þessu. Það er Zlatan Ibrahimovic. Maður hefur spilað gegn mörgum af þeim bestu en það eru örfáir sem skera sig almennilega úr. Þeir hafa einhverja nærveru á vellinum og öll orkan sigast að þeim.“ „Það er eitthvað sérstakt við þá allra bestu og sérstaklega við Zlatan. Ég man eftir æfingaleik við Svía árið 2012 en Lars var þá nýtekinn við landsliðinu. Hann var búinn að undirbúa okkur vel og fara í saumana á Zlatan - við þóttumst vera með vera með gott plan til að stöðva hann.“„Svo eftir þriggja mínútna leik kom sending lengst utan af kanti og Zlatan stóð á D-boganum og klippti boltann í fjærhornið. Hann labbar svo rólega til baka með hendurnar út í loftið. Hann átti bara völlinn.“ „Svo eftir tíu mínútur pakkaði hann okkar manni saman, rúllaði boltanum inn í teig þar sem einhver skoraði.“ „Hann kláraði okkur á tíu mínútum. Hann er risastór, ógeðslega sterkur og við réðum ekkert við hann. Ef hann hittir á sinn dag þá þarftu bara að játa þig sigraðan. Það skiptir engu máli hvaða plan maður er með.“ Það má hlusta á viðtalið allt hér fyrir neðan..
Fótbolti Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira