Of lítið, of seint Hörður Ægisson skrifar 19. maí 2017 07:00 Það má taka undir þau orð seðlabankastjóra að það er um margt skrítið þegar tilkynnt er um lækkun vaxta í efnahagsumhverfi þar sem hagvöxtur er sex til sjö prósent og framleiðsluspenna í þjóðarbúskapnum heldur áfram að aukast. Íslensk hagsaga er hins vegar ekki góður leiðarvísir til að glöggva sig á núverandi efnahagsuppsveiflu. Í stað erlendrar skuldsetningar er gengisstyrking krónunnar drifin áfram af gríðarmiklum viðskiptaafgangi, verðbólga hefur verið undir markmiði Seðlabankans í meira en þrjú ár og þjóðhagslegur sparnaður hefur sjaldnast verið meiri. Staðan er fordæmalaus. Vaxtalækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í vikunni, þar sem vextir voru lækkaðir úr 5 prósentum í 4,75 prósent, er sem fyrr rökstudd með hliðsjón af styrkingu gengisins. Lækkun á gengi krónunnar eftir að tilkynnt var um afnám hafta í mars reyndist, eins og við var að búast, skammgóður vermir. Styrkingin hefur verið um og yfir tíu prósent gagnvart helstu gjaldmiðlum frá því í apríl og samkvæmt nýrri spá Seðlabankans mun krónan halda áfram að hækka í verði fram á næsta ár. Svigrúm sjálfbærrar gengisstyrkingar er líklega senn á þrotum. Þessi mikla gengisstyrking er birtingarmynd þeirra umskipta sem orðið hafa á grunngerð hagkerfisins á undanförnum árum og endurspeglast ekki hvað síst í erlendri skuldastöðu sem helst má orðið bera saman við ríki á borð við Sviss, Þýskaland og Austurríki. Tilkoma nýrrar og ört vaxandi gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar skýrir einkum af hverju Ísland er með um átta prósenta afgang á viðskiptum við útlönd á toppi hagsveiflunnar. Þetta þýðir að jafnvægi í hagkerfinu næst við mun hærra raungengi en áður hefur þekkst sem skilar sér í mikilli og viðvarandi lífskjarabót fyrir meginþorra almennings. Hin hliðin á þessari þróun er að þótt gengishækkunin hafi spilað lykilhlutverk í aðlögun þjóðarbúsins þá er hún farin að reyna verulega á þolmörk útflutningsgreina landsins sem sjá að óbreyttu fram á versnandi afkomu. Þegar það gerist er hætt við snarpri leiðréttingu þar sem viðskiptaafgangur snýst í halla með tilheyrandi gengisveikingu og aukinni verðbólgu. Við sjáum vísbendingar um að slík atburðarás kunni að vera í kortunum. Í peningamálariti Seðlabankans er vakin athygli á því að fyrirtæki í flutningum, ferðaþjónustu og sjávarútvegi eru í vaxandi mæli að fjármagna fjárfestingar sínar með lánsfé en ekki eigin fé. Þetta helst í hendur við þá staðreynd að mun fleiri fyrirtæki í þessum sömu atvinnugreinum fullyrða að framlegð þeirra hafi minnkað á síðustu sex mánuðum heldur en hin sem segja að hún hafi batnað. Það er ástæða til að taka þessa þróun alvarlega. Vaxtalækkun Seðlabankans var af þessum sökum tímabær, enda þótt hún hafi verið of lítil og komið of seint. Bankinn kaus hins vegar að taka varfærið skref í þetta sinn og hægt er að sýna þeirri ákvörðun skilning þótt öllum megi vera ljóst að það eru forsendur fyrir því að vextir lækki enn frekar á næstu mánuðum og misserum. Nauðsynlegt er að draga úr alltof miklum raunvaxtamun Íslands við útlönd – hann er um fimm prósent – og stuðla þannig að meira jafnvægi í gjaldeyrisflæði til og frá landinu. Ekki er ástæða til annars en að halda að peningastefnunefnd Seðlabankans sé sama sinnis og leyfi almenningi og fyrirtækjum að njóta bættrar stöðu þjóðarbúsins í formi betri vaxtakjara.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Það má taka undir þau orð seðlabankastjóra að það er um margt skrítið þegar tilkynnt er um lækkun vaxta í efnahagsumhverfi þar sem hagvöxtur er sex til sjö prósent og framleiðsluspenna í þjóðarbúskapnum heldur áfram að aukast. Íslensk hagsaga er hins vegar ekki góður leiðarvísir til að glöggva sig á núverandi efnahagsuppsveiflu. Í stað erlendrar skuldsetningar er gengisstyrking krónunnar drifin áfram af gríðarmiklum viðskiptaafgangi, verðbólga hefur verið undir markmiði Seðlabankans í meira en þrjú ár og þjóðhagslegur sparnaður hefur sjaldnast verið meiri. Staðan er fordæmalaus. Vaxtalækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í vikunni, þar sem vextir voru lækkaðir úr 5 prósentum í 4,75 prósent, er sem fyrr rökstudd með hliðsjón af styrkingu gengisins. Lækkun á gengi krónunnar eftir að tilkynnt var um afnám hafta í mars reyndist, eins og við var að búast, skammgóður vermir. Styrkingin hefur verið um og yfir tíu prósent gagnvart helstu gjaldmiðlum frá því í apríl og samkvæmt nýrri spá Seðlabankans mun krónan halda áfram að hækka í verði fram á næsta ár. Svigrúm sjálfbærrar gengisstyrkingar er líklega senn á þrotum. Þessi mikla gengisstyrking er birtingarmynd þeirra umskipta sem orðið hafa á grunngerð hagkerfisins á undanförnum árum og endurspeglast ekki hvað síst í erlendri skuldastöðu sem helst má orðið bera saman við ríki á borð við Sviss, Þýskaland og Austurríki. Tilkoma nýrrar og ört vaxandi gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar skýrir einkum af hverju Ísland er með um átta prósenta afgang á viðskiptum við útlönd á toppi hagsveiflunnar. Þetta þýðir að jafnvægi í hagkerfinu næst við mun hærra raungengi en áður hefur þekkst sem skilar sér í mikilli og viðvarandi lífskjarabót fyrir meginþorra almennings. Hin hliðin á þessari þróun er að þótt gengishækkunin hafi spilað lykilhlutverk í aðlögun þjóðarbúsins þá er hún farin að reyna verulega á þolmörk útflutningsgreina landsins sem sjá að óbreyttu fram á versnandi afkomu. Þegar það gerist er hætt við snarpri leiðréttingu þar sem viðskiptaafgangur snýst í halla með tilheyrandi gengisveikingu og aukinni verðbólgu. Við sjáum vísbendingar um að slík atburðarás kunni að vera í kortunum. Í peningamálariti Seðlabankans er vakin athygli á því að fyrirtæki í flutningum, ferðaþjónustu og sjávarútvegi eru í vaxandi mæli að fjármagna fjárfestingar sínar með lánsfé en ekki eigin fé. Þetta helst í hendur við þá staðreynd að mun fleiri fyrirtæki í þessum sömu atvinnugreinum fullyrða að framlegð þeirra hafi minnkað á síðustu sex mánuðum heldur en hin sem segja að hún hafi batnað. Það er ástæða til að taka þessa þróun alvarlega. Vaxtalækkun Seðlabankans var af þessum sökum tímabær, enda þótt hún hafi verið of lítil og komið of seint. Bankinn kaus hins vegar að taka varfærið skref í þetta sinn og hægt er að sýna þeirri ákvörðun skilning þótt öllum megi vera ljóst að það eru forsendur fyrir því að vextir lækki enn frekar á næstu mánuðum og misserum. Nauðsynlegt er að draga úr alltof miklum raunvaxtamun Íslands við útlönd – hann er um fimm prósent – og stuðla þannig að meira jafnvægi í gjaldeyrisflæði til og frá landinu. Ekki er ástæða til annars en að halda að peningastefnunefnd Seðlabankans sé sama sinnis og leyfi almenningi og fyrirtækjum að njóta bættrar stöðu þjóðarbúsins í formi betri vaxtakjara.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun