34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar 25. nóvember 2025 10:32 Íslendingar eru vanir því að fasteignaverð sé hátt, svo mjög að margir eru farnir að halda að það sé lögmál. Svo er ekki. Í sumum sveitarfélögum má enn lifa mannsæmandi lífi án þess að fasteignaskuldir verði ævilangur klafi. Stundum þarf aðeins að rýna í einfaldar staðreyndir til að sjá að lífsgæði og húsnæðiskostnaður fara síður en svo alltaf saman. Í dag eru lífsgæðin oft meiri utan Reykjavíkur, og tölurnar sýna það skýrt. Það munar 340 þúsund á fermetra Í dag kostar ný 100 fermetra íbúð í Reykjavík 97 milljónir, en sambærileg íbúð í Þorlákshöfn kostar 63 milljónir að meðaltali. Það munar 340 þúsund krónum á fermetra. Það þýðir eitt: 34 milljóna króna álag sem þú borgar fyrir sama rými, sama fjölda veggja, sama fjölda rafmagnsinnstunga, og færð bílastæði að auki. Munurinn er póstnúmer. Ekki gæði. Ekki stærð. Ekki efni. Bara staðsetning. Myndin hér að ofan, sem er tekin saman af Ragnari Má Gunnarssyni, Flateyringi og fjármálaspekúlanti, er afar upplýsandi. Hún sýnir skýrt það mikla álag sem Reykvíkingar bera af húsnæði sínu, sérstaklega því sem er nýbyggt. Það munar 4,3 milljónum í laun En þar með er sagan ekki öll sögð. Þessi 34 milljóna króna munur þýðir að fjölskylda sem velur að búa í Reykjavík þarf að skila um 4,3 milljónum krónum meira í tekjur á ári, miðað við hæsta skattþrep, bara til að standa í skilum á þessu póstnúmeragjaldi. Þetta þarf hún að gera ár eftir ár ef hún velur að kaupa í Reykjavík. Þetta liggur nærri árslaunum fyrir stóran hóp landsmanna. Þar að auki bætast við leikskólagjöld (fyrir þau fáu sem eru svo heppin að komast í þau takmörkuðu gæði í Reykjavík), fasteignagjöld, æfingagjöld, nýju skattarnir hjá ríkisstjórninni og allt hitt sem þyngir okkur róðurinn og dregur okkur mátt. Ruglið normalíserað Við erum sem samfélag búin að normalísera þetta rugl. Það þykir orðið sjálfsagt að stór hluti landsmanna þurfi að fórna fjárhagslegu öryggi, frítíma og framtíðarmöguleikum barna sinna fyrir það eitt að búa á bílastæðalausum þéttingareitum. Reykjavíkurborg selur hugmyndina um „borgarlíf“ á verði sem nánast útilokar ungt fólk og venjulegar fjölskyldur. Við þetta bætist svo að samgöngumálin eru þannig úr garði gerð að stytting vinnuvikunnar fer í að bíða á rauðu ljósi, ekki í samveru með fjölskyldunni. Sér er nú hvert „borgarlífið“. Þrátt fyrir þetta er enn til fólk sem lætur þetta yfir sig ganga og greiðir 34 milljónum meira fyrir fjölskylduíbúðina en það þarf, og þar með fyrir réttinn til að vera fast í umferð á Miklubraut. Lykilspurning Spurningin sem við ættum að velta fyrir okkur er ekki: „Hvernig get ég klofið það að kaupa í Reykjavík?“ heldur: „Af hverju ætti ég að þurfa að sætta mig við að kaupa í Reykjavík?“ Þangað til við svörum þeirri spurningu mun staðan haldast óbreytt: of margir binda sig klyfjum borgarinnar á meðan raunverulegu verðmætin, svo sem tími með fjölskyldunni, svigrúm til ferðalaga, leikskólapláss og bílastæði, bíða í 30 til 40 mínútna fjarlægð. Í alvöru, skoðaðu málið og taktu svo ákvörðun. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Fasteignamarkaður Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru vanir því að fasteignaverð sé hátt, svo mjög að margir eru farnir að halda að það sé lögmál. Svo er ekki. Í sumum sveitarfélögum má enn lifa mannsæmandi lífi án þess að fasteignaskuldir verði ævilangur klafi. Stundum þarf aðeins að rýna í einfaldar staðreyndir til að sjá að lífsgæði og húsnæðiskostnaður fara síður en svo alltaf saman. Í dag eru lífsgæðin oft meiri utan Reykjavíkur, og tölurnar sýna það skýrt. Það munar 340 þúsund á fermetra Í dag kostar ný 100 fermetra íbúð í Reykjavík 97 milljónir, en sambærileg íbúð í Þorlákshöfn kostar 63 milljónir að meðaltali. Það munar 340 þúsund krónum á fermetra. Það þýðir eitt: 34 milljóna króna álag sem þú borgar fyrir sama rými, sama fjölda veggja, sama fjölda rafmagnsinnstunga, og færð bílastæði að auki. Munurinn er póstnúmer. Ekki gæði. Ekki stærð. Ekki efni. Bara staðsetning. Myndin hér að ofan, sem er tekin saman af Ragnari Má Gunnarssyni, Flateyringi og fjármálaspekúlanti, er afar upplýsandi. Hún sýnir skýrt það mikla álag sem Reykvíkingar bera af húsnæði sínu, sérstaklega því sem er nýbyggt. Það munar 4,3 milljónum í laun En þar með er sagan ekki öll sögð. Þessi 34 milljóna króna munur þýðir að fjölskylda sem velur að búa í Reykjavík þarf að skila um 4,3 milljónum krónum meira í tekjur á ári, miðað við hæsta skattþrep, bara til að standa í skilum á þessu póstnúmeragjaldi. Þetta þarf hún að gera ár eftir ár ef hún velur að kaupa í Reykjavík. Þetta liggur nærri árslaunum fyrir stóran hóp landsmanna. Þar að auki bætast við leikskólagjöld (fyrir þau fáu sem eru svo heppin að komast í þau takmörkuðu gæði í Reykjavík), fasteignagjöld, æfingagjöld, nýju skattarnir hjá ríkisstjórninni og allt hitt sem þyngir okkur róðurinn og dregur okkur mátt. Ruglið normalíserað Við erum sem samfélag búin að normalísera þetta rugl. Það þykir orðið sjálfsagt að stór hluti landsmanna þurfi að fórna fjárhagslegu öryggi, frítíma og framtíðarmöguleikum barna sinna fyrir það eitt að búa á bílastæðalausum þéttingareitum. Reykjavíkurborg selur hugmyndina um „borgarlíf“ á verði sem nánast útilokar ungt fólk og venjulegar fjölskyldur. Við þetta bætist svo að samgöngumálin eru þannig úr garði gerð að stytting vinnuvikunnar fer í að bíða á rauðu ljósi, ekki í samveru með fjölskyldunni. Sér er nú hvert „borgarlífið“. Þrátt fyrir þetta er enn til fólk sem lætur þetta yfir sig ganga og greiðir 34 milljónum meira fyrir fjölskylduíbúðina en það þarf, og þar með fyrir réttinn til að vera fast í umferð á Miklubraut. Lykilspurning Spurningin sem við ættum að velta fyrir okkur er ekki: „Hvernig get ég klofið það að kaupa í Reykjavík?“ heldur: „Af hverju ætti ég að þurfa að sætta mig við að kaupa í Reykjavík?“ Þangað til við svörum þeirri spurningu mun staðan haldast óbreytt: of margir binda sig klyfjum borgarinnar á meðan raunverulegu verðmætin, svo sem tími með fjölskyldunni, svigrúm til ferðalaga, leikskólapláss og bílastæði, bíða í 30 til 40 mínútna fjarlægð. Í alvöru, skoðaðu málið og taktu svo ákvörðun. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun