Fótbolti

Fresta leik af ótta við svindl

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Haukur Heiðar Hauksson, leikmaður AIK.
Haukur Heiðar Hauksson, leikmaður AIK. vísir/getty
Sænska knattspyrnusambandið er búið að fresta Íslendingaslag IFK Göteborg og AIK í kvöld þar sem tilraunir hafa verið gerðar til þess að hagræða úrslitum leiksins.

Knattspyrnusambandið segir að leikmanni AIK hafi verið boðin há peningaupphæð fyrir að reyna að tapa leiknum í kvöld.

Sænska knattspyrnusambandið segir að þetta sé mjög alvarleg árás á sænska knattspyrnu.

„Við munum aldrei leyfa slíku að viðgangast í boltanum hjá okkur,“ segir Håkan Strand, framkvæmdastjóri sænska knattspyrnusambandsins.

„Í heildina snýst þetta samt ekki um þennan eina leik og því er mikilvægt að við bregðumst við af fullri alvöru.“

Lögreglan í Svíþjóð hefur þegar hafið rannsókn á málinu.

Haukur Heiðar Hauksson spilar með liði AIK en Elías Már Ómarsson er leikmaður Gautaborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×