Samræmd lífeyrisréttindi kalla á kjarabætur Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 18. maí 2017 07:00 Þáttaskil verða í kjara- og réttindamálum opinberra starfsmanna um næstu mánaðamót þegar nýskipan A-deilda Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Brúar lífeyrissjóðs tekur gildi. Þeim sem hefja störf hjá hinu opinbera eftir 1. júní nk. verða búin sömu lífeyrisréttindi og gilda á almennum vinnumarkaði, þ.e. með aldurstengdri ávinnslu réttinda sem miðast við að lífeyristaka hefjist við 67 ára aldur. Núverandi sjóðfélagar munu eftir sem áður geta hætt störfum 65 ára og er tryggð jöfn ávinnsla réttinda með svokölluðum lífeyrisauka. Hið nýja lífeyriskerfi mun hafa mest áhrif á kjör og stöðu nýrra opinberra starfsmanna og kallar á kjarabætur þeim til handa. Háskólamenntaðir koma seinna en aðrir út á vinnumarkaðinn og missa því af mikilvægum „ávinnsluárum“ í nýju lífeyriskerfi. Vinna starfshóps um jöfnun launa á milli almenna og opinbera markaðarins er nýhafin og ljóst er að kjörin þurfa að breytast hratt og örugglega til hins betra ef ríki og sveitarfélög ætla ekki að verða undir í samkeppni um hæft háskólamenntað starfsfólk. Fyrstu skrefin þarf að taka í næstu kjarasamningum aðildarfélaga BHM við ríkið. Fleira veldur því að kjör og vinnuaðstæður háskólafólks eru í deiglunni. Æ fleiri eru sjálfstætt starfandi og/eða gegna hlutastörfum. Oft er um tímabundnar og ótryggar ráðningar að ræða. Sú tíð þegar stéttir háskólamenntaðra embættismanna gátu gengið að öruggum störfum hjá hinu opinbera vísum að loknu námi er löngu liðin. Samkeppni um góð störf er hörð en samræmt lífeyriskerfi á að auka hreyfanleika fólks á milli vinnumarkaða. Framfarir á sviði upplýsingatækni, t.d. á sviði gervigreindar, munu valda miklum breytingum á starfsumhverfi háskólamenntaðra á næstu áratugum. Til að tryggja samkeppnishæfi þjóðarinnar þarf að bæta aðgengi að fjölbreyttri menntun á framhalds- og háskólastigi í hæsta gæðaflokki. BHM skorar á ríkisstjórnina að láta af fjársvelti háskólastigsins og kallar eftir samstarfi við stjórnvöld, menntastofnanir og atvinnulífið um greiningu á framtíðarþörfum á vinnumarkaði og áhrifum tækniframfara á vinnumarkaðinn og störf háskólafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þáttaskil verða í kjara- og réttindamálum opinberra starfsmanna um næstu mánaðamót þegar nýskipan A-deilda Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Brúar lífeyrissjóðs tekur gildi. Þeim sem hefja störf hjá hinu opinbera eftir 1. júní nk. verða búin sömu lífeyrisréttindi og gilda á almennum vinnumarkaði, þ.e. með aldurstengdri ávinnslu réttinda sem miðast við að lífeyristaka hefjist við 67 ára aldur. Núverandi sjóðfélagar munu eftir sem áður geta hætt störfum 65 ára og er tryggð jöfn ávinnsla réttinda með svokölluðum lífeyrisauka. Hið nýja lífeyriskerfi mun hafa mest áhrif á kjör og stöðu nýrra opinberra starfsmanna og kallar á kjarabætur þeim til handa. Háskólamenntaðir koma seinna en aðrir út á vinnumarkaðinn og missa því af mikilvægum „ávinnsluárum“ í nýju lífeyriskerfi. Vinna starfshóps um jöfnun launa á milli almenna og opinbera markaðarins er nýhafin og ljóst er að kjörin þurfa að breytast hratt og örugglega til hins betra ef ríki og sveitarfélög ætla ekki að verða undir í samkeppni um hæft háskólamenntað starfsfólk. Fyrstu skrefin þarf að taka í næstu kjarasamningum aðildarfélaga BHM við ríkið. Fleira veldur því að kjör og vinnuaðstæður háskólafólks eru í deiglunni. Æ fleiri eru sjálfstætt starfandi og/eða gegna hlutastörfum. Oft er um tímabundnar og ótryggar ráðningar að ræða. Sú tíð þegar stéttir háskólamenntaðra embættismanna gátu gengið að öruggum störfum hjá hinu opinbera vísum að loknu námi er löngu liðin. Samkeppni um góð störf er hörð en samræmt lífeyriskerfi á að auka hreyfanleika fólks á milli vinnumarkaða. Framfarir á sviði upplýsingatækni, t.d. á sviði gervigreindar, munu valda miklum breytingum á starfsumhverfi háskólamenntaðra á næstu áratugum. Til að tryggja samkeppnishæfi þjóðarinnar þarf að bæta aðgengi að fjölbreyttri menntun á framhalds- og háskólastigi í hæsta gæðaflokki. BHM skorar á ríkisstjórnina að láta af fjársvelti háskólastigsins og kallar eftir samstarfi við stjórnvöld, menntastofnanir og atvinnulífið um greiningu á framtíðarþörfum á vinnumarkaði og áhrifum tækniframfara á vinnumarkaðinn og störf háskólafólks.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun