Fótbolti

Jón Guðni skoraði í fjórða sigri Norrköping í síðustu sex leikjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Guðni á ferðinni í landsleik Íslands og Síle fyrr á árinu.
Jón Guðni á ferðinni í landsleik Íslands og Síle fyrr á árinu. vísir/getty
Jón Guðni Fjóluson skoraði fyrra mark Norrköping í 2-0 sigri á Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Þetta var annað mark Jóns Guðna á tímabilinu. Hann lék allan leikinn í vörn Norrköping. Guðmundur Þórarinsson var einnig í byrjunarliðinu og lék fyrstu 80 mínúturnar.

Alfons Sampsted kom inn á sem varamaður á lokamínútunni og lék þar með sinn fyrsta leik fyrir Norrköping. Skagamaðurinn ungi og efnilegi, Arnór Sigurðsson, sat allan tímann á bekknum.

Norrköping er á afar góðu skriði en liðið hefur unnið fjóra af síðustu sex leikjum sínum og gert tvö jafntefli.

Norrköping, sem varð sænskur meistari fyrir tveimur árum, situr í 2. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Malmö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×