Sjúkraflutningamenn að bugast undan álagi og fást ekki lengur til starfa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. maí 2017 19:34 Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vísir/Magnús Hlynur Erfiðlega gengur að manna vaktir sjúkraflutningamanna á Hvolsvelli og þá gengur illa að fá nýja menn til starfa vegna kaupa þeirra og kjara. Uppsögnum fer sífellt fjölgandi og brugðist hefur verið við með því að fá sjúkraflutningamenn á Selfossi til þess að taka aukavaktir á Hvolsvelli. Það gæti hins vegar kostað ríkið umtalsvert fjármagn.Hlutastarfsmenn að bugast undan álagi Þetta segir Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Hann segir hlutastarfsmenn ekki lengur geta sinnt öðrum störfum sökum álags og því séu þeir farnir að segja upp. Manna þurfi vaktirnar betur og að stjórnvöldum hafi ítrekað verið bent á þetta vandamál. „Við vorum með yfir 430 útköll á síðasta ári. Hlutastarfandi sjúkraflutningamenn eru þar af leiðandi á bakvakt 24 tíma sólarhringsins sem þýðir það að þeir eru ekki vinsælir starfskraftar á sínum vinnustað og segja því upp aukastarfinu sem eru sjúkraflutningar,“ segir Styrmir. Því verði að breyta vaktakerfi sjúkraflutningamanna. „Við höfum verið að bregðast við því að fá utanaðkomandi fólk til þess að leysa þessar vaktir. Við höfum kynnt þetta fyrir stjórnvöldum en engin svör fengið en við verðum að bregðast við,“ segir hann. Þessi leið sé þó án heimildar.Nýtt fólk fengið inn án heimildar „Við höfum verið að ráða inn fleira fólk í atvinnuliðið hér á Selfossi og erum að leysa sjúkraflutningana í Rangárþingi þannig, svo það verður fullmannaður sjúkrabíll á Hvolsvelli í sumar með 24 tíma mönnun, en við höfum í raun ekki heimild til þess nema að fengnu samþykki frá ráðuneytinu.“ Styrmir segir þessa leið geta kostað ríkið um 65 milljónir aukalega. Landssamband sjúkraflutningamanna hafi komið með tillögur til sparnaðar og um bætt form ráðninga og kjara, en enn sem komið er ekki haft erindi sem erfiði. Hann segir stöðuna grafalvarlega og að það hafi komið bersýnilega í ljós þegar auglýst hafi verið eftir nýju fólki á dögunum. Viðtökurnar hafi vægast sagt verið dræmar. Staða sjúkraflutningamanna er slæm víðar á landinu, og má þar meðal annars nefna á Blönduósi þar sem bróðurpartur starfsmanna hefur sagt upp störfum. Tengdar fréttir Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36 Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Sjá meira
Erfiðlega gengur að manna vaktir sjúkraflutningamanna á Hvolsvelli og þá gengur illa að fá nýja menn til starfa vegna kaupa þeirra og kjara. Uppsögnum fer sífellt fjölgandi og brugðist hefur verið við með því að fá sjúkraflutningamenn á Selfossi til þess að taka aukavaktir á Hvolsvelli. Það gæti hins vegar kostað ríkið umtalsvert fjármagn.Hlutastarfsmenn að bugast undan álagi Þetta segir Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Hann segir hlutastarfsmenn ekki lengur geta sinnt öðrum störfum sökum álags og því séu þeir farnir að segja upp. Manna þurfi vaktirnar betur og að stjórnvöldum hafi ítrekað verið bent á þetta vandamál. „Við vorum með yfir 430 útköll á síðasta ári. Hlutastarfandi sjúkraflutningamenn eru þar af leiðandi á bakvakt 24 tíma sólarhringsins sem þýðir það að þeir eru ekki vinsælir starfskraftar á sínum vinnustað og segja því upp aukastarfinu sem eru sjúkraflutningar,“ segir Styrmir. Því verði að breyta vaktakerfi sjúkraflutningamanna. „Við höfum verið að bregðast við því að fá utanaðkomandi fólk til þess að leysa þessar vaktir. Við höfum kynnt þetta fyrir stjórnvöldum en engin svör fengið en við verðum að bregðast við,“ segir hann. Þessi leið sé þó án heimildar.Nýtt fólk fengið inn án heimildar „Við höfum verið að ráða inn fleira fólk í atvinnuliðið hér á Selfossi og erum að leysa sjúkraflutningana í Rangárþingi þannig, svo það verður fullmannaður sjúkrabíll á Hvolsvelli í sumar með 24 tíma mönnun, en við höfum í raun ekki heimild til þess nema að fengnu samþykki frá ráðuneytinu.“ Styrmir segir þessa leið geta kostað ríkið um 65 milljónir aukalega. Landssamband sjúkraflutningamanna hafi komið með tillögur til sparnaðar og um bætt form ráðninga og kjara, en enn sem komið er ekki haft erindi sem erfiði. Hann segir stöðuna grafalvarlega og að það hafi komið bersýnilega í ljós þegar auglýst hafi verið eftir nýju fólki á dögunum. Viðtökurnar hafi vægast sagt verið dræmar. Staða sjúkraflutningamanna er slæm víðar á landinu, og má þar meðal annars nefna á Blönduósi þar sem bróðurpartur starfsmanna hefur sagt upp störfum.
Tengdar fréttir Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36 Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Sjá meira
Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36
Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00