Fótbolti

Hammarby á góðri siglingu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hammarby er í 5. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.
Hammarby er í 5. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty
Íslendingaliðið Hammarby heldur áfram að gera það gott í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Í dag vann Hammarby 1-2 útisigur á Halmstad og lyfti sér þar með upp í 5. sæti deildarinnar.

Íslendingarnir í liði Hammarby, Ögmundur Kristinsson, Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason, voru allir í byrjunarliðinu í dag og léku allan leikinn.

Kristinn Freyr Sigurðsson og Kristinn Steindórsson voru báðir í byrjunarliði Sundsvall sem gerði markalaust jafntefli við Jönköpings Södra á heimavelli.

Þetta var fimmta jafntefli Sundsvall í röð en liðið hefur ekki unnið síðan í 1. umferðinni.

Árni Vilhjálmsson lék ekki með Jönköpings sem er í 6. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×