Aron Sigurðarson lagði upp mark Tromsö í 1-1 jafntefli við Sarpsborg 08 í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Aron og félagar eru í 11. sæti deildarinnar með níu stig.
Ingvar Jónsson og félagar í Sandefjord halda áfram að koma á óvart en í dag unnu þeir 2-0 sigur á Haugesund. Sandefjord er í 6. sætinu með 13 stig.
Matthías Vilhjálmsson lék síðasta hálftímann þegar Rosenborg gerði markalaust jafntefli við Stabæk á útivelli. Roseborg er með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar.
Molde fékk skell, 4-1, gegn Brann á útivelli. Björn Bergmann Sigurðarson lék allan leikinn í framlínu Molde sem er í 7. sæti deildarinnar með 11 stig. Óttar Magnús Karlsson lék síðustu sex mínúturnar í liði Molde.
Viðar Ari Jónsson lék ekki með Brann sem er í 3. sætinu með 14 stig, sex stigum frá toppliði Rosenborg.
Aron lagði upp mark
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
