Innlent

Bilun í tölvupóstkerfi Símans í nótt ótengd netárásunum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Tæplega sautján klukkustunda bilun.
Tæplega sautján klukkustunda bilun.
Bilun kom upp í tölvupóstkerfi Símans í gærmorgun og stóð hún yfir í tæpar sautján klukkustundir. Um var að ræða bilun í miðlægum búnaði sem varð til þess að einhverjir notendur komust ekki inn á tölvupóstinn sinn.

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir bilunina alls ótengda netárásunum sem áttu sér stað víða um heim í nótt. Bilunin kom upp um klukkan 9 í gærmorgun og stóð yfir allt til klukkan 2 í nótt.

Gunnhildur biður viðskiptavini afsökunar á þeim óþægindum sem þetta hafði í för með sér, fyrir hönd Símans.


Tengdar fréttir

Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva

Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×