Móttökuúrræðið í Bæjarhrauni henti hvorki fylgdarlausum börnum né fórnarlömbum mansals Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. maí 2017 10:29 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. Vísir/Ernir Útlendingastofnun telur móttökuúrræði sitt í Bæjarhrauni í Hafnarfirði, sem hugsað er fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, ófullnægjandi. Það geti ekki tekið nægilega vel á móti einstaklingum í viðkvæmri stöðu og hefur stofnunin þurft að grípa til ýmissa bráðabirgðaúrræða.Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna, um fórnarlömb mansals. Sigríður segir að stofnunin telji sig ekki geta tekið nægilega vel á móti fylgdarlausum börnum og fórnarlömbum mansals, eða ákveðnum fjölskyldusamsetningum, svo sem einstæðum mæðrum sem eigi hálfstálpaða drengi eða einstæðum feðrum með ung börn eða unglingsstúlkur. „Grípa hefur þurft til annarra bráðabirgðaúrræða fyrir þessa einstaklinga, t.d með vistun fylgdarlausra barna hjá fósturfjölskyldum. Móttökuúrræðið í Bæjarhrauni er ekki nægjanlega stórt og ræður ekki við fjölbreyttan hóp umsækjenda um vernd eins og móttökumiðstöð þarf að gera,“ segir Sigríður. Þá tekur hún fram að ekkert rými sé í húsnæðinu til tómstundaiðkana eða afþreyingar fyrir fullorðna eða börn, hvorki innanhúss né utan. Viðtalsherbergi séu ekki til staðar og engin móttaka fyrir gesti. „Það er vilji Útlendingastofnunar að tekin verði í notkun móttökumiðstöð sem fullnægir þeim þörfum sem hér hafa verið tíundaðar og getur hýst margfalt fleiri einstaklinga en Bæjarhraunið gerir í dag. Rétt er að árétta að móttökukerfið í heild sinni þarf að vera sveigjanlegt og geta bæði stækkað og dregist saman eftir þörfum. Reynsla síðasta hausts sýnir að snörp aukning getur haft áhrif á þá þjónustu og það húsnæði sem þarf að vera til staðar.“ Sigríður tekur undir með Útlendingastofnun um nauðsyn þess að tekin sé í notkun viðunandi móttökumiðstöð sem komi til móts við mismunandi þarfir hælisleitenda á hverjum tíma. Útfærsla móttökumiðstöðva séu í stöðugri skoðun með tilliti til fjárheimilda á hverjum tíma. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Útlendingastofnun telur móttökuúrræði sitt í Bæjarhrauni í Hafnarfirði, sem hugsað er fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, ófullnægjandi. Það geti ekki tekið nægilega vel á móti einstaklingum í viðkvæmri stöðu og hefur stofnunin þurft að grípa til ýmissa bráðabirgðaúrræða.Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna, um fórnarlömb mansals. Sigríður segir að stofnunin telji sig ekki geta tekið nægilega vel á móti fylgdarlausum börnum og fórnarlömbum mansals, eða ákveðnum fjölskyldusamsetningum, svo sem einstæðum mæðrum sem eigi hálfstálpaða drengi eða einstæðum feðrum með ung börn eða unglingsstúlkur. „Grípa hefur þurft til annarra bráðabirgðaúrræða fyrir þessa einstaklinga, t.d með vistun fylgdarlausra barna hjá fósturfjölskyldum. Móttökuúrræðið í Bæjarhrauni er ekki nægjanlega stórt og ræður ekki við fjölbreyttan hóp umsækjenda um vernd eins og móttökumiðstöð þarf að gera,“ segir Sigríður. Þá tekur hún fram að ekkert rými sé í húsnæðinu til tómstundaiðkana eða afþreyingar fyrir fullorðna eða börn, hvorki innanhúss né utan. Viðtalsherbergi séu ekki til staðar og engin móttaka fyrir gesti. „Það er vilji Útlendingastofnunar að tekin verði í notkun móttökumiðstöð sem fullnægir þeim þörfum sem hér hafa verið tíundaðar og getur hýst margfalt fleiri einstaklinga en Bæjarhraunið gerir í dag. Rétt er að árétta að móttökukerfið í heild sinni þarf að vera sveigjanlegt og geta bæði stækkað og dregist saman eftir þörfum. Reynsla síðasta hausts sýnir að snörp aukning getur haft áhrif á þá þjónustu og það húsnæði sem þarf að vera til staðar.“ Sigríður tekur undir með Útlendingastofnun um nauðsyn þess að tekin sé í notkun viðunandi móttökumiðstöð sem komi til móts við mismunandi þarfir hælisleitenda á hverjum tíma. Útfærsla móttökumiðstöðva séu í stöðugri skoðun með tilliti til fjárheimilda á hverjum tíma.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira