Íslenski boltinn

Sjáðu aukaspyrnumarkið hjá Smidt og hin þrjú í Laugardalnum | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Fram og Haukar skildu jöfn, 2-2, í frábærum leik í Inkasso-deild karla í fótbolta sem fram fór á Laugardalsvelli í kvöld.

Haukar komust í 2-0 með mörkum Arnars Aðalgeirssonar og Björgvins Stefánssonar sem er nú búinn að skora tvö mörk í tveimur leikjum. Hann varð markakóngur deildarinnar með 20 mörk fyrir tveimur árum.

Fram jafnaði metin með tveimur mörkum á síðustu mínútum leiksins en fyrra markið var einstaklega glæsilegt. Það skoraði Daninn Simon Smidt beint úr aukaspyrnu á 82. mínútu. Smidt spilaði með ÍBV í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð.

Haukar fengu á sig vítaspyrnu í uppbótartíma og úr henni skoraði króatíski framherjinn Ivan Bubalo framhjá Trausta Sigurbjörnssyni í marki Hauka sem fór þó í rétt horn.

Hér að ofan má sjá mörkin úr leiknum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×