„Því miður er óraunhæft að ætla að í náinni framtíð skapist þær aðstæður í íslenskri heilbrigðisþjónustu að ekki verði þörf á að koma mörgum af erfiðustu tilfellunum sem koma upp á landsbyggðunum á Landspítalann við Hringbraut,“ segir í bókun bæjarstjórnar Hornafjarðar.
Árið 2015 voru, að sögn bæjarstjórnarinnar, 58 fluttir í sjúkraflugi frá Hornafjarðarflugvelli. Skorað er á ríkisstjórnina og borgarstjórn Reykjavíkur að „tryggja óskerta starfsemi Reykjavíkurflugvallar og tryggja þar með öryggishagsmuni íbúa landsbyggðanna, að minnsta kosti þangað til jafngóð eða betri lausn finnst“ eins og segir í bókuninni.
„Það er með öllu ólíðandi að dregið verði úr öryggi sjúklinga og slasaðra sem þurfa að komast með hraði á Landspítalann.“
Sjúkraflug með 58 frá Hornafirði
Garðar Örn Úlfarsson skrifar

Mest lesið


Lýsa eftir Svövu Lydiu
Innlent


Björguðu dreng úr gjótu
Innlent



„Það eru ekki skattahækkanir“
Innlent



Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent