Fótbolti

Mourinho: Við getum aldrei skorað mörk og klárað leiki

Tómas Þór Þórðarson skrifar
José Mourinho gat glaðst í leikslok.
José Mourinho gat glaðst í leikslok. vísir/getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, fagnar því að vera kominn í úrslitaleik Evrópudeildarinnar en það tókst liðinu í kvöld með því að gera 1-1 jafntefli við Celta Vigo frá Spáni.

United vann fyrri leikinn, 1-0, á Spáni og komst áfram samanlagt, 2-1. Celta gat hæglega stolið sigrinum í kvöld og komist áfram en United slapp með skrekkinn.

„Við vorum betra liðið í fyrri leiknum en við náum aldrei að drepa leiki. Við nýtum aldrei færin okkar þegar við fáum tækifæri til þess. Leikurinn í kvöld var opinn og öll pressan á okkar liði,“ sagði Mourinho við BT Sport eftir leikkinn.

„Celta-menn voru ekki undir neinni pressu og gáfu okkur leik. Við vorum í vandræðum allt til enda og leikurinn var opinn fram á síðustu sekúndu. Strákarnir gáfu allt í þetta og ég er ánægður fyrir þeirra hönd.“

„Eftir fjórtán leiki erum við komnir í úrslitaleikinn. Ef við vinnum Evrópudeildina verð ég meira en ánægður. Það yrði æðislegt,“ sagði José Mourinho.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×