Innlent

Óskað eftir vitnum að ógætilegum akstri í Laugardal

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Talið er að tveir menn á miðjum aldri hafi verið í bílnum en ökumaðurinn er grunaður um að hafa elt tvö ungmenni og ekið hættulega nálægt þeim.
Talið er að tveir menn á miðjum aldri hafi verið í bílnum en ökumaðurinn er grunaður um að hafa elt tvö ungmenni og ekið hættulega nálægt þeim.
Lögreglan óskar eftir vitnum að ógætilegum akstri svartrar Opel Astra OPC bifreiðar á göngustíg milli Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og Grasagarðsins í Laugardal um fjögur leytið síðdegis mánudaginn 10. apríl síðastliðinn.

Talið er að tveir menn á miðjum aldri hafi verið í bílnum en ökumaðurinn er grunaður um að hafa elt tvö ungmenni og ekið hættulega nálægt þeim, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði þar sem ungmennin,  Guðjón Már Atlason og Silvía Rose Gunnarsdóttir, fimmtán ára, sögðust hafa óttast mjög um líf sitt.

„Ég sá síðan að hann gaf allt í botn og það kom reykur og bíllinn hristist. Það er hægt að sjá hérna bílfar þar sem hann fór á fleygiferð hérna inn,“ sagði Guðjón Már, en viðtalið við þau tvö má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Lögregla biður þá sem urðu vitni að atvikinu um að hafa samband í síma 444-1000 eða á netfangið gudmundur.petur@lrh.is. Sömuleiðis er hægt að senda lögreglunni skilaboð á Facebook.


Tengdar fréttir

Óska eftir upptökum úr Laugardal

Rannsókn stendur yfir á atviki þar sem ökumaður á svartri Opel Astra bifreið elti tvö fimmtán ára ungmenni á göngustíg í Laugardal á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×