Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Haraldur Guðmundsson skrifar 11. maí 2017 07:00 Jarðböðin við Mývatn eru langverðmætasta eign fjárfestingarfélagsins Tækifæris á Akureyri. vísir/auðunn Jarðböðin við Mývatn voru um síðustu áramót metin á 3,2 milljarða króna og jókst virði þeirra um 2,3 milljarða á tveimur árum. Óbeinn eignarhlutur Akureyrarbæjar í baðstaðnum, sem hann átti í gegnum rúmlega 15 prósenta hlut í fjárfestingarfélaginu Tækifæri, væri því í dag metinn á 195 milljónir en sveitarfélagið seldi bréfin á 116 milljónir í janúar 2016. Upplýsingar um virði Jarðbaðanna má lesa úr nýjum ársreikningi Tækifæris en fjárfestingarfélagið á 40,6 prósenta hlut í baðstaðnum. Um langverðmætustu eign Tækifæris er að ræða, sem nemur um 94,5 prósentum af bókfærðu verði eigna félagsins, og var hún metin á 348 milljónir árið 2014, 734 milljónir í ársbyrjun 2016, eða einungis nokkrum vikum eftir að Akureyrarbær seldi 15,22 prósenta hlut sinn í Tækifæri, en rétt tæpa 1,3 milljarða um síðustu áramót.Steingrímur Birgisson, stjórnarformaður Jarðbaðanna.Jarðböðin voru opnuð í júní 2004. Steingrímur Birgisson, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir að gestir baðstaðarins hafi verið rúmlega 200 þúsund talsins í fyrra og að um metár hafi verið að ræða. Árið 2015 greiddu 149 þúsund manns aðgangseyri. „Útlitið fyrir sumarið er ágætt og árið byrjar vel. Menn hafa örlitlar áhyggjur af styrkingu krónunnar og að það geti farið að draga saman í þessum ferðamannageira. Síðasta ár var mjög gott og afkoman betri en árið á undan og metfjöldi gesta sem sótti okkur heim,“ segir Steingrímur. „Það eru fram undan heilmiklar breytingar hjá okkur. Við erum að ráðast í miklar fjárfestingar en höfum síðustu ár haldið þeim og útgjöldum í lágmarki og fyrir vikið hefur reksturinn gengið mjög vel. Það á að reisa nýja og stærri aðstöðu enda húsnæðið löngu sprungið og annar ekki eftirspurn. Við gerum ráð fyrir að það verði tilbúið vonandi árið 2019 en þetta er heilmikil fjárfesting sem verður í kringum tvo milljarða.“ Jarðböðin voru rekin með 238 milljóna hagnaði árið 2015 samanborið við 161 milljón árið 2014. Ársreikningi fyrir árið í fyrra hefur ekki verið skilað inn til fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra. Eignir baðstaðarins voru metnar á 384 milljónir í árslok 2015 en skuldirnar námu einungis 15 milljónum. Jarðböðin voru þá rekin af samnefndu einkahlutafélagi sem rann í fyrra inn í móðurfélagið Baðfélag Mývatnssveitar hf. Sameinað félag heitir Jarðböðin hf. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Jarðböðin við Mývatn voru um síðustu áramót metin á 3,2 milljarða króna og jókst virði þeirra um 2,3 milljarða á tveimur árum. Óbeinn eignarhlutur Akureyrarbæjar í baðstaðnum, sem hann átti í gegnum rúmlega 15 prósenta hlut í fjárfestingarfélaginu Tækifæri, væri því í dag metinn á 195 milljónir en sveitarfélagið seldi bréfin á 116 milljónir í janúar 2016. Upplýsingar um virði Jarðbaðanna má lesa úr nýjum ársreikningi Tækifæris en fjárfestingarfélagið á 40,6 prósenta hlut í baðstaðnum. Um langverðmætustu eign Tækifæris er að ræða, sem nemur um 94,5 prósentum af bókfærðu verði eigna félagsins, og var hún metin á 348 milljónir árið 2014, 734 milljónir í ársbyrjun 2016, eða einungis nokkrum vikum eftir að Akureyrarbær seldi 15,22 prósenta hlut sinn í Tækifæri, en rétt tæpa 1,3 milljarða um síðustu áramót.Steingrímur Birgisson, stjórnarformaður Jarðbaðanna.Jarðböðin voru opnuð í júní 2004. Steingrímur Birgisson, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir að gestir baðstaðarins hafi verið rúmlega 200 þúsund talsins í fyrra og að um metár hafi verið að ræða. Árið 2015 greiddu 149 þúsund manns aðgangseyri. „Útlitið fyrir sumarið er ágætt og árið byrjar vel. Menn hafa örlitlar áhyggjur af styrkingu krónunnar og að það geti farið að draga saman í þessum ferðamannageira. Síðasta ár var mjög gott og afkoman betri en árið á undan og metfjöldi gesta sem sótti okkur heim,“ segir Steingrímur. „Það eru fram undan heilmiklar breytingar hjá okkur. Við erum að ráðast í miklar fjárfestingar en höfum síðustu ár haldið þeim og útgjöldum í lágmarki og fyrir vikið hefur reksturinn gengið mjög vel. Það á að reisa nýja og stærri aðstöðu enda húsnæðið löngu sprungið og annar ekki eftirspurn. Við gerum ráð fyrir að það verði tilbúið vonandi árið 2019 en þetta er heilmikil fjárfesting sem verður í kringum tvo milljarða.“ Jarðböðin voru rekin með 238 milljóna hagnaði árið 2015 samanborið við 161 milljón árið 2014. Ársreikningi fyrir árið í fyrra hefur ekki verið skilað inn til fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra. Eignir baðstaðarins voru metnar á 384 milljónir í árslok 2015 en skuldirnar námu einungis 15 milljónum. Jarðböðin voru þá rekin af samnefndu einkahlutafélagi sem rann í fyrra inn í móðurfélagið Baðfélag Mývatnssveitar hf. Sameinað félag heitir Jarðböðin hf.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira