Ekki hægt að kenna læknum í hlutastarfi um vanda Landspítalans að mati lækna Heimir Már Pétursson skrifar 10. maí 2017 19:20 Formenn læknafélaga og læknaráð Landspítalans bregðast harðlega við fullyrðingum landlæknis um að skortur á viðveru sérfræðinga í hlutastörfum á Landspítalanum ógni öryggi sjúklinga. Hins vegar viti allir hvar skóinn kreppi í heilbrigðiskerfinu sem hafi verið fjárhagslega svelt frá því löngu fyrir hrun. Landlæknir hefur margsinnis lýst áhyggjum af því hversu margir sérfræðingar á Landspítalanum vinna þar bara í hlutavinnu en eru annars á stofum utan spítalans. hann hefur viljað fara svipaða leið og Norðmenn þar sem læknar á spítölum megi ekki vinna utan spítalanna. Í Fréttablaðinu í gær segir landlæknir kerfið hér draga sérfræðinga og lækna frá Landspítalanum í stofurekstur í of miklum mæli sem þýði að læknar verji of litlum tíma á spítalanum. Þar með sé öryggi sjúklinga stefnt í hættu. Orðrétt segir Birgir: „Öryggi þeirra er í hættu vegna þess að á meðan sérfræðingar eru á stofu eru þeir ekki að sinna veikustu sjúklingum kerfisins sem liggja á spítala. Þá eru það unglæknar eða kandídatar sem halda uppi þeirri starfsemi auk hjúkrunarfræðinga.“Sjá einnig: Segir einkastofur ógna öryggi sjúklinga Formenn Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur bregðast hart við þessum orðum landlæknis í Fréttablaðinu í dag og nú síðdegis sendi læknaráð Landspítalans frá sér ályktun þar sem þessum yfirlýsingum er harðlega mótmælt. Þeir sem þekki til starfsemi Landspítalans viti að þetta sé ekki rétt og telja verði að landlæknir hafi farið fram úr sér í yfirlýsingum. Arna Guðmundsdóttir formaður Læknafélags Reykjavíkur gengur svo langt að krefjast þess að landlæknir biðjist afsökunar á þessum orðum sínum. „Mér finnst full ástæða til þess. Mér fannst hann taka of djúpt í árinni þarna. Mér fannst hann vera að hengja bakara fyrir smið og mér finnst að hann eigi að biðjast afsökunar á þessu,“ segir Arna. Þetta sé sérstaklega alvarlegt vegna þess að þetta sé í raun yfirlýsing frá embætti landlæknis og hann sé æðsti yfirmaður þess að gæta öryggis sjúklinga. Er ekki eðlilegt að landlæknir hafi áhyggjur af því að ekki séu allar stöður skipaðar á þjóðarsjúkrahúsinu? „Jú vissulega en þá er það vandi þjóðarsjúkrahússins, ekki satt. Það er ekki hægt að kenna fólki um það sem starfar að hluta annars staðar,“ segir Arna. Auk þess að sinna störfum á stofum utan spítalans séu læknar við ýmis önnur störf eins og kennslu við Háskóla Íslands. „Það þarf auðvitað alltaf að passa að allir póstar á háskólasjúkrahúsi séu mannaðir. þegar það er vel gert er alltaf ínánlegt fólk á vaktinni. Á hverjum einasta pósti og ef það er ekki svoleiðis er vissulega hægt að tala um að það ógni sjúklinga. En þá þarf hann að fara inn á þessar deildir á Landspítalanum og skoða hvað er í gangi þar, segir formaður Læknafélags Reykjavíkur. Hins vegar tekur Arna undir þau sjónarmið að það þurfi ákveðinn kjarna á hverju sviði til að vinna þróunarstarf inni á spítalanum en á móti þurfi líka fólk sem taki vaktir og sinni sjúklingum. Fjárhagsvandi Landspítalans eigi rætur langt aftur fyrir hrun og fjármögnun ekki verið í takti við starfsemina árum saman. „Þjóðin hefur kallað eftir því og við erum öll sammála um að þarna þarf að gefa í. Sérstaklega á Landspítalanum, heilsugæslunni, öldrunarþjónustunni og geðlæknaþjónustunni. Við vitum alveg hvar skóinn kreppir,“ segir Arna Guðmundsdóttir. Heilbrigðismál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Formenn læknafélaga og læknaráð Landspítalans bregðast harðlega við fullyrðingum landlæknis um að skortur á viðveru sérfræðinga í hlutastörfum á Landspítalanum ógni öryggi sjúklinga. Hins vegar viti allir hvar skóinn kreppi í heilbrigðiskerfinu sem hafi verið fjárhagslega svelt frá því löngu fyrir hrun. Landlæknir hefur margsinnis lýst áhyggjum af því hversu margir sérfræðingar á Landspítalanum vinna þar bara í hlutavinnu en eru annars á stofum utan spítalans. hann hefur viljað fara svipaða leið og Norðmenn þar sem læknar á spítölum megi ekki vinna utan spítalanna. Í Fréttablaðinu í gær segir landlæknir kerfið hér draga sérfræðinga og lækna frá Landspítalanum í stofurekstur í of miklum mæli sem þýði að læknar verji of litlum tíma á spítalanum. Þar með sé öryggi sjúklinga stefnt í hættu. Orðrétt segir Birgir: „Öryggi þeirra er í hættu vegna þess að á meðan sérfræðingar eru á stofu eru þeir ekki að sinna veikustu sjúklingum kerfisins sem liggja á spítala. Þá eru það unglæknar eða kandídatar sem halda uppi þeirri starfsemi auk hjúkrunarfræðinga.“Sjá einnig: Segir einkastofur ógna öryggi sjúklinga Formenn Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur bregðast hart við þessum orðum landlæknis í Fréttablaðinu í dag og nú síðdegis sendi læknaráð Landspítalans frá sér ályktun þar sem þessum yfirlýsingum er harðlega mótmælt. Þeir sem þekki til starfsemi Landspítalans viti að þetta sé ekki rétt og telja verði að landlæknir hafi farið fram úr sér í yfirlýsingum. Arna Guðmundsdóttir formaður Læknafélags Reykjavíkur gengur svo langt að krefjast þess að landlæknir biðjist afsökunar á þessum orðum sínum. „Mér finnst full ástæða til þess. Mér fannst hann taka of djúpt í árinni þarna. Mér fannst hann vera að hengja bakara fyrir smið og mér finnst að hann eigi að biðjast afsökunar á þessu,“ segir Arna. Þetta sé sérstaklega alvarlegt vegna þess að þetta sé í raun yfirlýsing frá embætti landlæknis og hann sé æðsti yfirmaður þess að gæta öryggis sjúklinga. Er ekki eðlilegt að landlæknir hafi áhyggjur af því að ekki séu allar stöður skipaðar á þjóðarsjúkrahúsinu? „Jú vissulega en þá er það vandi þjóðarsjúkrahússins, ekki satt. Það er ekki hægt að kenna fólki um það sem starfar að hluta annars staðar,“ segir Arna. Auk þess að sinna störfum á stofum utan spítalans séu læknar við ýmis önnur störf eins og kennslu við Háskóla Íslands. „Það þarf auðvitað alltaf að passa að allir póstar á háskólasjúkrahúsi séu mannaðir. þegar það er vel gert er alltaf ínánlegt fólk á vaktinni. Á hverjum einasta pósti og ef það er ekki svoleiðis er vissulega hægt að tala um að það ógni sjúklinga. En þá þarf hann að fara inn á þessar deildir á Landspítalanum og skoða hvað er í gangi þar, segir formaður Læknafélags Reykjavíkur. Hins vegar tekur Arna undir þau sjónarmið að það þurfi ákveðinn kjarna á hverju sviði til að vinna þróunarstarf inni á spítalanum en á móti þurfi líka fólk sem taki vaktir og sinni sjúklingum. Fjárhagsvandi Landspítalans eigi rætur langt aftur fyrir hrun og fjármögnun ekki verið í takti við starfsemina árum saman. „Þjóðin hefur kallað eftir því og við erum öll sammála um að þarna þarf að gefa í. Sérstaklega á Landspítalanum, heilsugæslunni, öldrunarþjónustunni og geðlæknaþjónustunni. Við vitum alveg hvar skóinn kreppir,“ segir Arna Guðmundsdóttir.
Heilbrigðismál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira