Til skoðunar að breyta Söngvakeppninni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. maí 2017 13:07 Svala Björgvinsdóttir hlaut yfirburðarkosningu í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Hún komst ekki upp úr undankeppni Eurovision í gærkvöldi. VÍSIR/ANDRI MARÍNÓ Til greina kemur að endurskoða fyrirkomulagið á undankeppni Eurovision, Söngvakeppninni, hér á landi, segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. Ómögulegt sé þó að segja til um hvers vegna Íslendingar hafi ekki hlotið hljómgrunn annarra Evrópuþjóða – þrjú ár í röð.Allir möguleikar skoðaðir „Við gerum upp keppnina á hverju ári þegar hún er afstaðin. Við skoðum með opnum huga hvort það sé eitthvað sem við viljum breyta og hvort það sé eitthvað sem við getum lagtfært eða bætt sem geti aukið líkurnar á því að okkur gangi vel í keppninni úti,“ segir Skarphéðinn í samtali við fréttastofu. Allir möguleikar verði skoðaðir. „Markmiðið er að komast í úrslitin, lokaúrslitin, en þegar það gengur ekki eftir þá hljótum við að velta fyrir okkur hvort það sé eitthvað annað sem við þurfum að gera og hversu langt við viljum ganga til þess að auka líkurnar.“ Skarphéðinn segir hins vegar afar ólíklegt að Söngvakeppni Sjónvarpsins verði slegin af. „Við útilokum ekkert, en ég tel ólíklegt að við viljum fara þá leið. Það er einfaldlega vegna þess að áhuginn á söngvakeppninni er það mikill og við teljum mikilvægt að þjóðin fái að ráða því hvaða lag fer þarna út,“ segir hann.Ekki líklegt til vinsælda að fara í fyrra horf Þá yrði það ekki líklegt til vinsælda að velja sérstakt lag, eða að kaupa sérstakt lag, án aðkomu þjóðarinnar. „Ég er ekkert viss um að það myndi falla í neitt sérstaklega góðan jarðveg að fara aftur í fyrra horf þar sem það er keypt eitthvað sérstakt lag eða valið eitthvað sérstakt lag án aðkomu þjóðarinnar. Til dæmis að kaupa einhver sænsk lög eins og stundað er í Austur-Evrópu, sem við teljum að séu örugg til að vinna. Ef það gengur ekki eftir er ég viss um að viðbrögðin yrðu sterk og neikvæð.“ Að öðru leyti segist Skarphéðinn afar sáttur við frammistöðu Svölu Björgvinsdóttur. Bæði þjóðin og dómnefnd Söngvakeppninnar hafi verið sammála um að þetta hafi verið besta lagið og að Íslendingar megi vera stoltir af fulltrúa sínum. Næstu skref verði að skoða með opnum huga hvað hægt sé að gera til þess að bæta keppnina hér heima, og aðspurður segir hann koma til greina að gefa meiri slaka í reglum um keppnina. Eurovision Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Til greina kemur að endurskoða fyrirkomulagið á undankeppni Eurovision, Söngvakeppninni, hér á landi, segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. Ómögulegt sé þó að segja til um hvers vegna Íslendingar hafi ekki hlotið hljómgrunn annarra Evrópuþjóða – þrjú ár í röð.Allir möguleikar skoðaðir „Við gerum upp keppnina á hverju ári þegar hún er afstaðin. Við skoðum með opnum huga hvort það sé eitthvað sem við viljum breyta og hvort það sé eitthvað sem við getum lagtfært eða bætt sem geti aukið líkurnar á því að okkur gangi vel í keppninni úti,“ segir Skarphéðinn í samtali við fréttastofu. Allir möguleikar verði skoðaðir. „Markmiðið er að komast í úrslitin, lokaúrslitin, en þegar það gengur ekki eftir þá hljótum við að velta fyrir okkur hvort það sé eitthvað annað sem við þurfum að gera og hversu langt við viljum ganga til þess að auka líkurnar.“ Skarphéðinn segir hins vegar afar ólíklegt að Söngvakeppni Sjónvarpsins verði slegin af. „Við útilokum ekkert, en ég tel ólíklegt að við viljum fara þá leið. Það er einfaldlega vegna þess að áhuginn á söngvakeppninni er það mikill og við teljum mikilvægt að þjóðin fái að ráða því hvaða lag fer þarna út,“ segir hann.Ekki líklegt til vinsælda að fara í fyrra horf Þá yrði það ekki líklegt til vinsælda að velja sérstakt lag, eða að kaupa sérstakt lag, án aðkomu þjóðarinnar. „Ég er ekkert viss um að það myndi falla í neitt sérstaklega góðan jarðveg að fara aftur í fyrra horf þar sem það er keypt eitthvað sérstakt lag eða valið eitthvað sérstakt lag án aðkomu þjóðarinnar. Til dæmis að kaupa einhver sænsk lög eins og stundað er í Austur-Evrópu, sem við teljum að séu örugg til að vinna. Ef það gengur ekki eftir er ég viss um að viðbrögðin yrðu sterk og neikvæð.“ Að öðru leyti segist Skarphéðinn afar sáttur við frammistöðu Svölu Björgvinsdóttur. Bæði þjóðin og dómnefnd Söngvakeppninnar hafi verið sammála um að þetta hafi verið besta lagið og að Íslendingar megi vera stoltir af fulltrúa sínum. Næstu skref verði að skoða með opnum huga hvað hægt sé að gera til þess að bæta keppnina hér heima, og aðspurður segir hann koma til greina að gefa meiri slaka í reglum um keppnina.
Eurovision Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira