Húsbækur fylgi með húsnæðiskaupum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. maí 2017 20:00 Tjón af völdum myglusvepps, veggjatítlna eða annarra óboðinna gesta í hýbýlum manna eru ekki skráð með neinum hætti og ómögulegt er því að átta sig á umfangi vandans. Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands telur að húsbækur ættu að fylgja með íbúðarkaupum á sama hátt og viðhaldsbækur fylgja bílum. Veggjatítlur og myglusveppur voru umræðuefnið á ráðstefnu sem fjármála- og efnahagsráðuneytið stóð fyrir í dag. Fólk sem verður fyrir tjóni af völdum þessara vágesta fellur utan tryggingakerfisins ef tjónið má ekki rekja til galla eða framkvæmda. Þar sem tjónið fæst ekki bætt hefur húseigendum sem uppgötva vandamál sem þessi verið ráðlagt að selja frá sér eignina í stað þess að ráðast að vandanum. Að öðrum kosti yrði eignin mögulega óseljanleg sem „veggjatítluhúsið". Engar kerfisbreytingar eru fyrirhugaðar en framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands telur nauðsynlegt að bæta upplýsingagjöf. Telur hún að svokallaðar húsbækur gætu leyst hluta vandans þar sem mögulegir kaupendur gætu leitað upplýsinga um fyrri framkvæmdir. „Að viðhaldsbækur fylgi húsum rétt eins og bílum, þannig að við getum áttað okkur á því hvaða framkvæmdir hafa farið fram, hvaða iðnaðarmenn unnu þær og svo framvegis. Vegna þess að í þeim tilvikum sem viðkomandi hönnuður eða framkvæmdaraðili ber ábyrgð, þá verðum við að vita hver framkvæmdi verkið," segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands.Engin skráning Tjón sem þessi eru ekki skráð með neinum hætti en dósent við Háskóla Íslands reyndi að safna tölfræði með því að skoða umfjöllun í fjölmiðlum. Samkvæmt því hefur umfjöllun um myglusvepp stóraukist en þarna getur verið um að ræða sama tilvikið mun oftar en einu sinni. Við uppflettingu á vefsíðunni Tímarit.is fann hann 16 fréttir um myglusvepp í hýbýlum á árunum 2000 til 2009. Á árunum 2010 til 2017 voru þær hins vegar 160. „Þetta er náttúrulega fáránleg staða. Að þetta sé það skásta sem ég finn; Að leita af greinum sem birtast í dagblöðum. Auðvitað á að vera hægt að sjá hver er þróunin og þá gætu menn fundið hvers vegna þetta er að gerast. Er þetta að breytast og hver eru hugsanleg áhrif hnattrænnar hlýnunar," segir Björn Marteinsson, verkfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Leita má þó einhverra vísbendinga í tölfræði fyrirtækis sem sérhæfir sig í að leita eftir myglusvepp í húsnæði hér á landi en það hefur skoðað um sjö þúsund hús og er er áætlaður viðgerðarkostanaður um tuttugu milljarðar króna. „Ef þetta er bara toppurinn á ísjakanum þá vitum við ekkert hvar hann minnkar. Við höfum ekki hugmynd um hvað er búið að greina stóran hluta af vandamálinu," segir Björn. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira
Tjón af völdum myglusvepps, veggjatítlna eða annarra óboðinna gesta í hýbýlum manna eru ekki skráð með neinum hætti og ómögulegt er því að átta sig á umfangi vandans. Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands telur að húsbækur ættu að fylgja með íbúðarkaupum á sama hátt og viðhaldsbækur fylgja bílum. Veggjatítlur og myglusveppur voru umræðuefnið á ráðstefnu sem fjármála- og efnahagsráðuneytið stóð fyrir í dag. Fólk sem verður fyrir tjóni af völdum þessara vágesta fellur utan tryggingakerfisins ef tjónið má ekki rekja til galla eða framkvæmda. Þar sem tjónið fæst ekki bætt hefur húseigendum sem uppgötva vandamál sem þessi verið ráðlagt að selja frá sér eignina í stað þess að ráðast að vandanum. Að öðrum kosti yrði eignin mögulega óseljanleg sem „veggjatítluhúsið". Engar kerfisbreytingar eru fyrirhugaðar en framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands telur nauðsynlegt að bæta upplýsingagjöf. Telur hún að svokallaðar húsbækur gætu leyst hluta vandans þar sem mögulegir kaupendur gætu leitað upplýsinga um fyrri framkvæmdir. „Að viðhaldsbækur fylgi húsum rétt eins og bílum, þannig að við getum áttað okkur á því hvaða framkvæmdir hafa farið fram, hvaða iðnaðarmenn unnu þær og svo framvegis. Vegna þess að í þeim tilvikum sem viðkomandi hönnuður eða framkvæmdaraðili ber ábyrgð, þá verðum við að vita hver framkvæmdi verkið," segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands.Engin skráning Tjón sem þessi eru ekki skráð með neinum hætti en dósent við Háskóla Íslands reyndi að safna tölfræði með því að skoða umfjöllun í fjölmiðlum. Samkvæmt því hefur umfjöllun um myglusvepp stóraukist en þarna getur verið um að ræða sama tilvikið mun oftar en einu sinni. Við uppflettingu á vefsíðunni Tímarit.is fann hann 16 fréttir um myglusvepp í hýbýlum á árunum 2000 til 2009. Á árunum 2010 til 2017 voru þær hins vegar 160. „Þetta er náttúrulega fáránleg staða. Að þetta sé það skásta sem ég finn; Að leita af greinum sem birtast í dagblöðum. Auðvitað á að vera hægt að sjá hver er þróunin og þá gætu menn fundið hvers vegna þetta er að gerast. Er þetta að breytast og hver eru hugsanleg áhrif hnattrænnar hlýnunar," segir Björn Marteinsson, verkfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Leita má þó einhverra vísbendinga í tölfræði fyrirtækis sem sérhæfir sig í að leita eftir myglusvepp í húsnæði hér á landi en það hefur skoðað um sjö þúsund hús og er er áætlaður viðgerðarkostanaður um tuttugu milljarðar króna. „Ef þetta er bara toppurinn á ísjakanum þá vitum við ekkert hvar hann minnkar. Við höfum ekki hugmynd um hvað er búið að greina stóran hluta af vandamálinu," segir Björn.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira