Ferðaþjónustufyrirtækjum fjölgar stöðugt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. maí 2017 21:00 Ferðaþjónustufyrirtækjum sem bjóða upp á dagsferðir hér á landi hefur fjölgað statt og stöðugt frá hruni og hafa aldrei verið fleiri. Hátt í fimm hundruð ferðaskipuleggjendaleyfi hafa verið gefin út frá árinu 2014 en þau eru eitt þúsund í heildina. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri segir hins vegar breytingu geta orðið á með áframhaldandi styrkingu krónunnar og sveiflna í efnahagskerfinu. „Styrking krónunnar birtist sér í lagi í því að það er dýrara að vera á Íslandi og getur auðvitað haft áhrif á neyslumynstur þeirra ferðamanna sem hingað koma þannig að það er kannski að þeir dragi aðeins úr sinni neyslu, sér í lagi á sviði afþreyinga þar sem ferðaskipuleggjendur starfa með sínar dagsferðir. Auðvitað getur þetta leitt til þess að það verði einhvers konar samþjöppun í fyrirtækjarekstri,“ segir Ólöf.Fagmennska og gæði eigi að vera í fyrirrúmi Vert sé að huga frekari gæðum og fagmennsku í rekstri. „Með þessari styrkingu krónunnar þá má auðvitað gera ráð fyrir því að reksturinn geti orðið erfiðari. Það er ekki á eins vísan að róa með hagnað og aukna arðsemi eins og var kannski, til dæmis árið 2015. Það getur leitt til einhverrar fækkunar fyrirtækja, það er að segja þeirra sem ekki hafa gert ráð fyrir þessum sveiflum sem íslenskt efnahagskerfi býður upp á í sínum rekstri,“ segir hún. „En hjá hinum sem upplifa auðvitað sömu aðstæður, að þá er ekkert ólíklegt að þau fyrirtæki sem til þess hafa svigrúm umbreyti sér að því að huga að gæðum og frekari gæðum í sínum rekstri, aukinni fagmennsku, geta boðið upp á vörur sem enn þá meira standast þær væntingar sem kannski kostnaðurinn gefur til kynna hjá þeim sem kaupa þjónustuna og það væri þá í sjálfu sér alls ekki neikvæð afleiðing þess. Það er það sem við viljum vera að stefna að – það er að tryggja gæði og fagmennsku innan íslenskrar ferðaþjónustu.“ Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækjum sem bjóða upp á dagsferðir hér á landi hefur fjölgað statt og stöðugt frá hruni og hafa aldrei verið fleiri. Hátt í fimm hundruð ferðaskipuleggjendaleyfi hafa verið gefin út frá árinu 2014 en þau eru eitt þúsund í heildina. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri segir hins vegar breytingu geta orðið á með áframhaldandi styrkingu krónunnar og sveiflna í efnahagskerfinu. „Styrking krónunnar birtist sér í lagi í því að það er dýrara að vera á Íslandi og getur auðvitað haft áhrif á neyslumynstur þeirra ferðamanna sem hingað koma þannig að það er kannski að þeir dragi aðeins úr sinni neyslu, sér í lagi á sviði afþreyinga þar sem ferðaskipuleggjendur starfa með sínar dagsferðir. Auðvitað getur þetta leitt til þess að það verði einhvers konar samþjöppun í fyrirtækjarekstri,“ segir Ólöf.Fagmennska og gæði eigi að vera í fyrirrúmi Vert sé að huga frekari gæðum og fagmennsku í rekstri. „Með þessari styrkingu krónunnar þá má auðvitað gera ráð fyrir því að reksturinn geti orðið erfiðari. Það er ekki á eins vísan að róa með hagnað og aukna arðsemi eins og var kannski, til dæmis árið 2015. Það getur leitt til einhverrar fækkunar fyrirtækja, það er að segja þeirra sem ekki hafa gert ráð fyrir þessum sveiflum sem íslenskt efnahagskerfi býður upp á í sínum rekstri,“ segir hún. „En hjá hinum sem upplifa auðvitað sömu aðstæður, að þá er ekkert ólíklegt að þau fyrirtæki sem til þess hafa svigrúm umbreyti sér að því að huga að gæðum og frekari gæðum í sínum rekstri, aukinni fagmennsku, geta boðið upp á vörur sem enn þá meira standast þær væntingar sem kannski kostnaðurinn gefur til kynna hjá þeim sem kaupa þjónustuna og það væri þá í sjálfu sér alls ekki neikvæð afleiðing þess. Það er það sem við viljum vera að stefna að – það er að tryggja gæði og fagmennsku innan íslenskrar ferðaþjónustu.“
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur Sjá meira