Segist snuðaður um titilinn Sterkasti maður heims: „Þetta er grátlegt“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. maí 2017 17:25 Hafþór Júlíus Björnsson. Vísir/Valgarður Gíslason Hafþór Júlíus Björnsson endaði í öðru sæti í aflraunakeppninni Sterkasti maður heims í dag en litlu mátti muna að kappinn hefði farið með sigur af hólmi. Hann fékk 50 stig og var aðeins einu stigi frá sigurvegaranum Eddie Hall. Þetta er í sjötta sinn sem Hafþór nær verðlaunasæti í keppninni en hann hefur aldrei unnið. Keppnin hefur farið fram í Botswana undanfarna daga en Hafþór segir farir sínar ekki sléttar. Í samtali við Vísi er Hafþóri mikið niðri fyrir. Hann segir að illa sé staðið að keppninni og að áhrifamenn hafi staðið með Eddie Hall gegn honum og öðrum keppendum. „Það munaði mjög litlu, þetta er grátlegt. Það var mjög illa staðið að sumu í þessu móti. Til dæmis er hægt að benda á það að aðaldómari mótsins og sá sem stjórnar mótinu stóð með einum manni, Eddie Hall og setur mótið fyrir hann. Öllu var breytt fyrir hann. Það vissu það allir. Þetta var gert fyrir hann. Aðalástæðan fyrir því að þetta var sett upp fyrir hann var að hann er að glíma við hjartavandamál. Hann er breskur og bretarnir eru mjög áhrifamiklir í þessari keppni. Aðaldómarinn hefur mikið um að segja varðar greinarnar og stjórnar miklu við skipulag keppninnar. Hann réð bara úrslitum og það er grátlegt.“Vill sýna heiminum að þetta er ekki í lagi Hafþór segir að þetta hafi sett mikinn sjónarsvip á alla framkvæmd keppninnar. Hann segist ekki vilja kvarta yfir úrslitum en segir þó að úrslitin séu sár. „Það var margt ljótt og illa gert. Sem dæmi var tekið af mér eitt reps í viking press. Ef það hefði ekki verið tekið af mér þá hefði ég unnið. Við vorum jafnir en svokallaður tiebreaker í stein vinnur keppnina. Ég vann steininn og hefði því unnið keppnina. Ég vil ekki vera að væla, en ég er að gera það, því þetta er sárt, ef maður leggur líf sitt og sál í eitthvað og það er tekið af manni þá auðvitað er það sárt og maður vill sýna heiminum að þetta er ekki í lagi. Það er ekki í lagi að dómarinn á mótinu hvetji annan keppanda. Hann var að hvetja Eddie Hall í lokin þegar hann náði ekki að lyfta steininum. Það er mikil pólitík í þessum heimi.“„Er það þess virði að halda áfram?“Spurður um framhaldið segir Hafþór að hann sé virkilega niðurdreginn nú rétt eftir að keppni er lokið en hann sér þó ekki fyrir sér að þetta verði hans síðasta keppni, þrátt fyrir erfiðleikana. Hann velti þó fyrir sér hvort að þetta sé þess virði.„Ég er í sjötta sinn á palli án þess að vinna og kannski svolítið niðurdreginn einmitt núna en ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með minn árangur. Í mínum augum náði ég að vinna titillinn og hann var tekinn af mér, það er alveg klárt. Þeir bara létu þessa keppni snúast um hann.Er það þess virði að halda áfram? Þetta virðist bara vera leikrit, eins og einhver sjónvarpsþáttur, byggt á einhverri hentisemi. Þá spyr maður sig af hverju er ég að þessu? En svo er maður svo stoltur og getur ekki bara hætt. Ég er búinn að vera sex sinnum á palli og gæti ekki bara hætt þessu.Það sáu þetta allir. Allir sem voru í kring, þegar verðlaunaafhendingin átti sér stað, þegar ég var krýndur í annað sætið var mikið fagnað og svo þegar Hall var krýndur var lítið fagnað. Fólk vissi hvað hafði átt sér stað þarna.“ Aflraunir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson endaði í öðru sæti í aflraunakeppninni Sterkasti maður heims í dag en litlu mátti muna að kappinn hefði farið með sigur af hólmi. Hann fékk 50 stig og var aðeins einu stigi frá sigurvegaranum Eddie Hall. Þetta er í sjötta sinn sem Hafþór nær verðlaunasæti í keppninni en hann hefur aldrei unnið. Keppnin hefur farið fram í Botswana undanfarna daga en Hafþór segir farir sínar ekki sléttar. Í samtali við Vísi er Hafþóri mikið niðri fyrir. Hann segir að illa sé staðið að keppninni og að áhrifamenn hafi staðið með Eddie Hall gegn honum og öðrum keppendum. „Það munaði mjög litlu, þetta er grátlegt. Það var mjög illa staðið að sumu í þessu móti. Til dæmis er hægt að benda á það að aðaldómari mótsins og sá sem stjórnar mótinu stóð með einum manni, Eddie Hall og setur mótið fyrir hann. Öllu var breytt fyrir hann. Það vissu það allir. Þetta var gert fyrir hann. Aðalástæðan fyrir því að þetta var sett upp fyrir hann var að hann er að glíma við hjartavandamál. Hann er breskur og bretarnir eru mjög áhrifamiklir í þessari keppni. Aðaldómarinn hefur mikið um að segja varðar greinarnar og stjórnar miklu við skipulag keppninnar. Hann réð bara úrslitum og það er grátlegt.“Vill sýna heiminum að þetta er ekki í lagi Hafþór segir að þetta hafi sett mikinn sjónarsvip á alla framkvæmd keppninnar. Hann segist ekki vilja kvarta yfir úrslitum en segir þó að úrslitin séu sár. „Það var margt ljótt og illa gert. Sem dæmi var tekið af mér eitt reps í viking press. Ef það hefði ekki verið tekið af mér þá hefði ég unnið. Við vorum jafnir en svokallaður tiebreaker í stein vinnur keppnina. Ég vann steininn og hefði því unnið keppnina. Ég vil ekki vera að væla, en ég er að gera það, því þetta er sárt, ef maður leggur líf sitt og sál í eitthvað og það er tekið af manni þá auðvitað er það sárt og maður vill sýna heiminum að þetta er ekki í lagi. Það er ekki í lagi að dómarinn á mótinu hvetji annan keppanda. Hann var að hvetja Eddie Hall í lokin þegar hann náði ekki að lyfta steininum. Það er mikil pólitík í þessum heimi.“„Er það þess virði að halda áfram?“Spurður um framhaldið segir Hafþór að hann sé virkilega niðurdreginn nú rétt eftir að keppni er lokið en hann sér þó ekki fyrir sér að þetta verði hans síðasta keppni, þrátt fyrir erfiðleikana. Hann velti þó fyrir sér hvort að þetta sé þess virði.„Ég er í sjötta sinn á palli án þess að vinna og kannski svolítið niðurdreginn einmitt núna en ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með minn árangur. Í mínum augum náði ég að vinna titillinn og hann var tekinn af mér, það er alveg klárt. Þeir bara létu þessa keppni snúast um hann.Er það þess virði að halda áfram? Þetta virðist bara vera leikrit, eins og einhver sjónvarpsþáttur, byggt á einhverri hentisemi. Þá spyr maður sig af hverju er ég að þessu? En svo er maður svo stoltur og getur ekki bara hætt. Ég er búinn að vera sex sinnum á palli og gæti ekki bara hætt þessu.Það sáu þetta allir. Allir sem voru í kring, þegar verðlaunaafhendingin átti sér stað, þegar ég var krýndur í annað sætið var mikið fagnað og svo þegar Hall var krýndur var lítið fagnað. Fólk vissi hvað hafði átt sér stað þarna.“
Aflraunir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira