Segist snuðaður um titilinn Sterkasti maður heims: „Þetta er grátlegt“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. maí 2017 17:25 Hafþór Júlíus Björnsson. Vísir/Valgarður Gíslason Hafþór Júlíus Björnsson endaði í öðru sæti í aflraunakeppninni Sterkasti maður heims í dag en litlu mátti muna að kappinn hefði farið með sigur af hólmi. Hann fékk 50 stig og var aðeins einu stigi frá sigurvegaranum Eddie Hall. Þetta er í sjötta sinn sem Hafþór nær verðlaunasæti í keppninni en hann hefur aldrei unnið. Keppnin hefur farið fram í Botswana undanfarna daga en Hafþór segir farir sínar ekki sléttar. Í samtali við Vísi er Hafþóri mikið niðri fyrir. Hann segir að illa sé staðið að keppninni og að áhrifamenn hafi staðið með Eddie Hall gegn honum og öðrum keppendum. „Það munaði mjög litlu, þetta er grátlegt. Það var mjög illa staðið að sumu í þessu móti. Til dæmis er hægt að benda á það að aðaldómari mótsins og sá sem stjórnar mótinu stóð með einum manni, Eddie Hall og setur mótið fyrir hann. Öllu var breytt fyrir hann. Það vissu það allir. Þetta var gert fyrir hann. Aðalástæðan fyrir því að þetta var sett upp fyrir hann var að hann er að glíma við hjartavandamál. Hann er breskur og bretarnir eru mjög áhrifamiklir í þessari keppni. Aðaldómarinn hefur mikið um að segja varðar greinarnar og stjórnar miklu við skipulag keppninnar. Hann réð bara úrslitum og það er grátlegt.“Vill sýna heiminum að þetta er ekki í lagi Hafþór segir að þetta hafi sett mikinn sjónarsvip á alla framkvæmd keppninnar. Hann segist ekki vilja kvarta yfir úrslitum en segir þó að úrslitin séu sár. „Það var margt ljótt og illa gert. Sem dæmi var tekið af mér eitt reps í viking press. Ef það hefði ekki verið tekið af mér þá hefði ég unnið. Við vorum jafnir en svokallaður tiebreaker í stein vinnur keppnina. Ég vann steininn og hefði því unnið keppnina. Ég vil ekki vera að væla, en ég er að gera það, því þetta er sárt, ef maður leggur líf sitt og sál í eitthvað og það er tekið af manni þá auðvitað er það sárt og maður vill sýna heiminum að þetta er ekki í lagi. Það er ekki í lagi að dómarinn á mótinu hvetji annan keppanda. Hann var að hvetja Eddie Hall í lokin þegar hann náði ekki að lyfta steininum. Það er mikil pólitík í þessum heimi.“„Er það þess virði að halda áfram?“Spurður um framhaldið segir Hafþór að hann sé virkilega niðurdreginn nú rétt eftir að keppni er lokið en hann sér þó ekki fyrir sér að þetta verði hans síðasta keppni, þrátt fyrir erfiðleikana. Hann velti þó fyrir sér hvort að þetta sé þess virði.„Ég er í sjötta sinn á palli án þess að vinna og kannski svolítið niðurdreginn einmitt núna en ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með minn árangur. Í mínum augum náði ég að vinna titillinn og hann var tekinn af mér, það er alveg klárt. Þeir bara létu þessa keppni snúast um hann.Er það þess virði að halda áfram? Þetta virðist bara vera leikrit, eins og einhver sjónvarpsþáttur, byggt á einhverri hentisemi. Þá spyr maður sig af hverju er ég að þessu? En svo er maður svo stoltur og getur ekki bara hætt. Ég er búinn að vera sex sinnum á palli og gæti ekki bara hætt þessu.Það sáu þetta allir. Allir sem voru í kring, þegar verðlaunaafhendingin átti sér stað, þegar ég var krýndur í annað sætið var mikið fagnað og svo þegar Hall var krýndur var lítið fagnað. Fólk vissi hvað hafði átt sér stað þarna.“ Aflraunir Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson endaði í öðru sæti í aflraunakeppninni Sterkasti maður heims í dag en litlu mátti muna að kappinn hefði farið með sigur af hólmi. Hann fékk 50 stig og var aðeins einu stigi frá sigurvegaranum Eddie Hall. Þetta er í sjötta sinn sem Hafþór nær verðlaunasæti í keppninni en hann hefur aldrei unnið. Keppnin hefur farið fram í Botswana undanfarna daga en Hafþór segir farir sínar ekki sléttar. Í samtali við Vísi er Hafþóri mikið niðri fyrir. Hann segir að illa sé staðið að keppninni og að áhrifamenn hafi staðið með Eddie Hall gegn honum og öðrum keppendum. „Það munaði mjög litlu, þetta er grátlegt. Það var mjög illa staðið að sumu í þessu móti. Til dæmis er hægt að benda á það að aðaldómari mótsins og sá sem stjórnar mótinu stóð með einum manni, Eddie Hall og setur mótið fyrir hann. Öllu var breytt fyrir hann. Það vissu það allir. Þetta var gert fyrir hann. Aðalástæðan fyrir því að þetta var sett upp fyrir hann var að hann er að glíma við hjartavandamál. Hann er breskur og bretarnir eru mjög áhrifamiklir í þessari keppni. Aðaldómarinn hefur mikið um að segja varðar greinarnar og stjórnar miklu við skipulag keppninnar. Hann réð bara úrslitum og það er grátlegt.“Vill sýna heiminum að þetta er ekki í lagi Hafþór segir að þetta hafi sett mikinn sjónarsvip á alla framkvæmd keppninnar. Hann segist ekki vilja kvarta yfir úrslitum en segir þó að úrslitin séu sár. „Það var margt ljótt og illa gert. Sem dæmi var tekið af mér eitt reps í viking press. Ef það hefði ekki verið tekið af mér þá hefði ég unnið. Við vorum jafnir en svokallaður tiebreaker í stein vinnur keppnina. Ég vann steininn og hefði því unnið keppnina. Ég vil ekki vera að væla, en ég er að gera það, því þetta er sárt, ef maður leggur líf sitt og sál í eitthvað og það er tekið af manni þá auðvitað er það sárt og maður vill sýna heiminum að þetta er ekki í lagi. Það er ekki í lagi að dómarinn á mótinu hvetji annan keppanda. Hann var að hvetja Eddie Hall í lokin þegar hann náði ekki að lyfta steininum. Það er mikil pólitík í þessum heimi.“„Er það þess virði að halda áfram?“Spurður um framhaldið segir Hafþór að hann sé virkilega niðurdreginn nú rétt eftir að keppni er lokið en hann sér þó ekki fyrir sér að þetta verði hans síðasta keppni, þrátt fyrir erfiðleikana. Hann velti þó fyrir sér hvort að þetta sé þess virði.„Ég er í sjötta sinn á palli án þess að vinna og kannski svolítið niðurdreginn einmitt núna en ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með minn árangur. Í mínum augum náði ég að vinna titillinn og hann var tekinn af mér, það er alveg klárt. Þeir bara létu þessa keppni snúast um hann.Er það þess virði að halda áfram? Þetta virðist bara vera leikrit, eins og einhver sjónvarpsþáttur, byggt á einhverri hentisemi. Þá spyr maður sig af hverju er ég að þessu? En svo er maður svo stoltur og getur ekki bara hætt. Ég er búinn að vera sex sinnum á palli og gæti ekki bara hætt þessu.Það sáu þetta allir. Allir sem voru í kring, þegar verðlaunaafhendingin átti sér stað, þegar ég var krýndur í annað sætið var mikið fagnað og svo þegar Hall var krýndur var lítið fagnað. Fólk vissi hvað hafði átt sér stað þarna.“
Aflraunir Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira