Dúx Verzlunarskólans: „Ég var alls ekki alltaf að læra“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2017 16:15 Katarina Kekic útskrifaðist af viðskiptafræðibraut Verzlunarskóla Íslands í gær með 9,23 í meðaleinkunn. Vísir/Aðsent „Ég er auðvitað bara alsæl með þetta,“ segir Katarina Kekic, dúx Verzlunarskóla Íslands. Hún útskrifaðist í gær af viðskiptafræðibraut skólans með 9,23 í meðaleinkunn. Í samtali við Vísi segir Katarina árangurinn hafa komið sér nokkuð á óvart. „Ég var ekki látin vita fyrirfram og bjóst ekki við þessu þannig að þetta var svona extra gaman.“ Katarina kveðst ekki hafa verið í neinum tómstundum meðfram náminu en ítrekar að námið hafi alls ekki átt hug hennar allan, alltaf. „Ég var alls ekki alltaf að læra,“ segir Katarina. Hún segist þó hafa lagt hart að sér í vetur og lært vel fyrir prófin. Lykilinn að velgengninni segir hún fyrst og fremst vera gott skipulag. Fann ekki fyrir pressu af félagslífsvængnumInnan Verzlunarskólans er mikið lagt upp úr hvers konar félags- og nefndarstörfum. Þegar Katarina var innt eftir því hvort hún hefði fundið fyrir pressu um að vera sýnileg í félagslífinu sagðist hún svo alls ekki vera. „Alls ekki, það er náttúrulega bekkjarkerfi í Verzló og fyrir hvert ball kemur bekkurinn saman og gerir eitthvað, maður er alltaf inni í öllu þó að maður sé ekki í sérstakri nefnd.“ Setur stefnuna á viðskipta- eða verkfræðiKatarina hyggst taka sér árspásu frá námi og vinna að loknu sumarfríi en hún er enn ekki viss um hvað hún ætlar að leggja fyrir sig í framtíðinni. „Ég er ekki alveg viss um hvað mig langar að læra, ég hef áhuga á svo mörgu, en ég gæti hugsað mér að læra viðskiptafræði eða jafnvel verkfræði.“ Foreldrar Katarinu eru frá Serbíu en hún talar serbnesku heima fyrir, bæði við foreldra sína og litlu systur. Aðspurð hvort litla systir stefni á að feta í fótspor stóru systur segist Katarina ekki viss um það. „Hún er ekki alveg jafndugleg í bókunum og ég, en ég veit ekki. Kannski,“ segir dúxinn kíminn. Dúxar Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Ég er auðvitað bara alsæl með þetta,“ segir Katarina Kekic, dúx Verzlunarskóla Íslands. Hún útskrifaðist í gær af viðskiptafræðibraut skólans með 9,23 í meðaleinkunn. Í samtali við Vísi segir Katarina árangurinn hafa komið sér nokkuð á óvart. „Ég var ekki látin vita fyrirfram og bjóst ekki við þessu þannig að þetta var svona extra gaman.“ Katarina kveðst ekki hafa verið í neinum tómstundum meðfram náminu en ítrekar að námið hafi alls ekki átt hug hennar allan, alltaf. „Ég var alls ekki alltaf að læra,“ segir Katarina. Hún segist þó hafa lagt hart að sér í vetur og lært vel fyrir prófin. Lykilinn að velgengninni segir hún fyrst og fremst vera gott skipulag. Fann ekki fyrir pressu af félagslífsvængnumInnan Verzlunarskólans er mikið lagt upp úr hvers konar félags- og nefndarstörfum. Þegar Katarina var innt eftir því hvort hún hefði fundið fyrir pressu um að vera sýnileg í félagslífinu sagðist hún svo alls ekki vera. „Alls ekki, það er náttúrulega bekkjarkerfi í Verzló og fyrir hvert ball kemur bekkurinn saman og gerir eitthvað, maður er alltaf inni í öllu þó að maður sé ekki í sérstakri nefnd.“ Setur stefnuna á viðskipta- eða verkfræðiKatarina hyggst taka sér árspásu frá námi og vinna að loknu sumarfríi en hún er enn ekki viss um hvað hún ætlar að leggja fyrir sig í framtíðinni. „Ég er ekki alveg viss um hvað mig langar að læra, ég hef áhuga á svo mörgu, en ég gæti hugsað mér að læra viðskiptafræði eða jafnvel verkfræði.“ Foreldrar Katarinu eru frá Serbíu en hún talar serbnesku heima fyrir, bæði við foreldra sína og litlu systur. Aðspurð hvort litla systir stefni á að feta í fótspor stóru systur segist Katarina ekki viss um það. „Hún er ekki alveg jafndugleg í bókunum og ég, en ég veit ekki. Kannski,“ segir dúxinn kíminn.
Dúxar Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira