Slagur um síðustu fimm EM-sætin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. maí 2017 06:00 Dagný Brynjarsdóttir er komin aftur í íslenska liðið. Vísir/Getty Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari valdi í gær 24 leikmenn í hóp sinn fyrir vináttuleikina gegn Írlandi og Brasilíu sem fara fram snemma í næsta mánuði. Stóru tíðindin eru þau að Dagný Brynjarsdóttir er komin aftur í hópinn en hún hefur misst af síðustu tveim leikjum vegna meiðsla. Hrafnhildur Hauksdóttir Val og Guðmunda Brynja Óladóttir Stjörnunni voru ekki valdar að þessu sinni en þær voru með í leikjunum á móti Slóvakíu og Hollandi í apríl. Tveir leikmenn Stjörnunnar, miðvörðurinn Anna María Baldursdóttir og miðjumaðurinn Lára Kristín Pedersen, koma inn í hópinn sem og Svava Rós Guðmundsdóttir, framherji Breiðabliks. Allar hafa farið vel af stað í Pepsi-deildinni.Freyr Alexandersson.Vísir/GettyTveir æfingaleikir Ísland mætir Írlandi ytra fimmtudaginn 8. júní og svo mætir stórlið Brasilíu í heimsókn á Laugardalsvöllinn þriðjudaginn 13. júní. Það verður síðasti vináttuleikur Íslands fyrir EM sem hefst í júlí. Lokahópurinn fyrir EM verður svo valinn þann 22. júní. Það er því mikið undir hjá stúlkunum að sanna sig. „Við munum ekki spila meira en þetta fyrir mót út af álaginu sem mun myndast fram að 3. júlí er EM-hópurinn kemur saman. Stelpurnar eru í raun að spila á fjögurra daga fresti frá og með deginum í dag fram að undirbúningi landsliðsins. Það er því mikið álag fyrir leikmenn sem eru ekki í atvinnumennsku,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari og bætir við að hann þurfi á hámarksorku að halda frá liðinu þegar stóra ballið byrjar.Fagna endurkomu Dagnýjar Eins og áður segir er Dagný Brynjarsdóttir að snúa til baka en hún er algjör lykilmaður í íslenska liðinu. „Þetta hefur verið langur og erfiður vetur hjá henni. Við fögnum því gríðarlega að fá Dagnýju aftur inn í hópinn. Hún er klárlega lykilmaður í íslenska landsliðinu. Skorar mörk og tekur mikið til sín. Hún er líka ofboðslega mikilvæg í föstum leikatriðum. Við verðum samt að fara sparlega með hana því við vitum ekki alveg hversu langt hún er komin. Það er spurning með leikformið enda langt síðan hún spilaði leik. Líkamlegt atgervi er aftur á móti á mjög góðum stað en við höfum fengið tölur frá liðinu hennar úti og erum ánægðir með stöðuna á henni.“Vísir/GettyEkki lokað á þær meiddu Sandra María Jessen og Hólmfríður Magnúsdóttir eru báðar byrjaðar að spila á nýjan leik eftir meiðsli en eru engu að síður ekki í leikmannahópnum. „Það þýðir að þær eru á sama stað og ég átti von á fyrir smá tíma. Það er frábært að þær séu komnar inn á völlinn. Það gefur okkur von um að þær verði klárar fyrir EM. Þær eiga samt svolítið í land með líkamlegt atgervi og leikform. Það er enn smá tími og það er mikilvægara fyrir þær að æfa vel í landsleikjahléinu heldur en að koma í verkefni með okkur núna. Þær eru báðar inni í myndinni en við verðum að taka frekari ákvörðun með þær síðar,“ segir Freyr en Hólmfríður er með reynslumeiri leikmönnum Íslands.Ólík verkefni Í þessum leikjum gegn Írum og Brasilíu mun íslenska liðið fá að glíma við tvo mjög ólíka leikstíla. „Þetta eru frábær verkefni og ólík. Það verður þungavigtarleikur og slagsmál í leiknum gegn Írum. Það er gott því við þurfum á því að halda núna. Svo kemur þetta frábæra fótboltalið sem Brasilía er. Við hlökkum mikið til þess en verðum að halda einbeitingu á Íraleiknum fyrst og fá sem mest út úr honum. Svo verður gaman. Við vildum það. Fá alvöru þjóð á Laugardalsvöll með aðdráttarafl. Það myndi gefa okkur mikið að fá stuðning í þeim leik. 13. júní ætti að vera frábært kvöld í Laugardalnum,“ segir landsliðsþjálfarinn spenntur. Það verður mikil spenna þann 22. júní er EM-hópurinn verður valinn. Freyr er líklega búinn að taka frá þó nokkur sæti en hvað standa eftir mörg sæti sem slegist er um? „Ég get alveg sagt að við erum búnir að ákveða 18 leikmenn. Þá standa eftir fimm sæti sem tíu leikmenn eru að bítast um. Við getum ekki tekið ákvörðun um þau fyrr en eftir júní-verkefnin er við sjáum betur stöðuna á meiddu leikmönnunum.“Margrét Lára Viðarsdóttir er í hópnum.Vísir/Getty EM 2017 í Hollandi Fótbolti Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari valdi í gær 24 leikmenn í hóp sinn fyrir vináttuleikina gegn Írlandi og Brasilíu sem fara fram snemma í næsta mánuði. Stóru tíðindin eru þau að Dagný Brynjarsdóttir er komin aftur í hópinn en hún hefur misst af síðustu tveim leikjum vegna meiðsla. Hrafnhildur Hauksdóttir Val og Guðmunda Brynja Óladóttir Stjörnunni voru ekki valdar að þessu sinni en þær voru með í leikjunum á móti Slóvakíu og Hollandi í apríl. Tveir leikmenn Stjörnunnar, miðvörðurinn Anna María Baldursdóttir og miðjumaðurinn Lára Kristín Pedersen, koma inn í hópinn sem og Svava Rós Guðmundsdóttir, framherji Breiðabliks. Allar hafa farið vel af stað í Pepsi-deildinni.Freyr Alexandersson.Vísir/GettyTveir æfingaleikir Ísland mætir Írlandi ytra fimmtudaginn 8. júní og svo mætir stórlið Brasilíu í heimsókn á Laugardalsvöllinn þriðjudaginn 13. júní. Það verður síðasti vináttuleikur Íslands fyrir EM sem hefst í júlí. Lokahópurinn fyrir EM verður svo valinn þann 22. júní. Það er því mikið undir hjá stúlkunum að sanna sig. „Við munum ekki spila meira en þetta fyrir mót út af álaginu sem mun myndast fram að 3. júlí er EM-hópurinn kemur saman. Stelpurnar eru í raun að spila á fjögurra daga fresti frá og með deginum í dag fram að undirbúningi landsliðsins. Það er því mikið álag fyrir leikmenn sem eru ekki í atvinnumennsku,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari og bætir við að hann þurfi á hámarksorku að halda frá liðinu þegar stóra ballið byrjar.Fagna endurkomu Dagnýjar Eins og áður segir er Dagný Brynjarsdóttir að snúa til baka en hún er algjör lykilmaður í íslenska liðinu. „Þetta hefur verið langur og erfiður vetur hjá henni. Við fögnum því gríðarlega að fá Dagnýju aftur inn í hópinn. Hún er klárlega lykilmaður í íslenska landsliðinu. Skorar mörk og tekur mikið til sín. Hún er líka ofboðslega mikilvæg í föstum leikatriðum. Við verðum samt að fara sparlega með hana því við vitum ekki alveg hversu langt hún er komin. Það er spurning með leikformið enda langt síðan hún spilaði leik. Líkamlegt atgervi er aftur á móti á mjög góðum stað en við höfum fengið tölur frá liðinu hennar úti og erum ánægðir með stöðuna á henni.“Vísir/GettyEkki lokað á þær meiddu Sandra María Jessen og Hólmfríður Magnúsdóttir eru báðar byrjaðar að spila á nýjan leik eftir meiðsli en eru engu að síður ekki í leikmannahópnum. „Það þýðir að þær eru á sama stað og ég átti von á fyrir smá tíma. Það er frábært að þær séu komnar inn á völlinn. Það gefur okkur von um að þær verði klárar fyrir EM. Þær eiga samt svolítið í land með líkamlegt atgervi og leikform. Það er enn smá tími og það er mikilvægara fyrir þær að æfa vel í landsleikjahléinu heldur en að koma í verkefni með okkur núna. Þær eru báðar inni í myndinni en við verðum að taka frekari ákvörðun með þær síðar,“ segir Freyr en Hólmfríður er með reynslumeiri leikmönnum Íslands.Ólík verkefni Í þessum leikjum gegn Írum og Brasilíu mun íslenska liðið fá að glíma við tvo mjög ólíka leikstíla. „Þetta eru frábær verkefni og ólík. Það verður þungavigtarleikur og slagsmál í leiknum gegn Írum. Það er gott því við þurfum á því að halda núna. Svo kemur þetta frábæra fótboltalið sem Brasilía er. Við hlökkum mikið til þess en verðum að halda einbeitingu á Íraleiknum fyrst og fá sem mest út úr honum. Svo verður gaman. Við vildum það. Fá alvöru þjóð á Laugardalsvöll með aðdráttarafl. Það myndi gefa okkur mikið að fá stuðning í þeim leik. 13. júní ætti að vera frábært kvöld í Laugardalnum,“ segir landsliðsþjálfarinn spenntur. Það verður mikil spenna þann 22. júní er EM-hópurinn verður valinn. Freyr er líklega búinn að taka frá þó nokkur sæti en hvað standa eftir mörg sæti sem slegist er um? „Ég get alveg sagt að við erum búnir að ákveða 18 leikmenn. Þá standa eftir fimm sæti sem tíu leikmenn eru að bítast um. Við getum ekki tekið ákvörðun um þau fyrr en eftir júní-verkefnin er við sjáum betur stöðuna á meiddu leikmönnunum.“Margrét Lára Viðarsdóttir er í hópnum.Vísir/Getty
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira