Uppnám í Útsvari: Fá ekki að skiptast á gjöfum í beinni útsendingu Birgir Olgeirsson skrifar 26. maí 2017 16:17 Úrslitin fara fram í kvöld þar sem Fjarðarbyggð og Akranes mætast. vísir/pjetur Lið Fjarðarbyggðar og Akraness mætast í úrslitaþætti spurningakeppninnar Útsvars í Sjónvarpinu í kvöld en stuðningsaðilar og aðstandendur liðanna er sagði verulega ósáttir við þá ákvörðun RÚV að banna keppendum að skiptast á gjöfum í beinni útsendingu.Greint er frá þessu ósætti á vef Austurfréttar en hefð er fyrir því að keppendur í Útsvari skiptist á gjöfum og nái þannig að auglýsa ýmsan varning og þjónustu úr sínu héraði. Haft er eftir upplýsingafulltrúa Fjarðarbyggðar, Birgi Jónssyni, að liðin hafi fengið fyrirmæli um þetta frá RÚV á þriðjudag en hann vill meina að þau hafi borist of seint því Fjarðarbyggð hefði verið búin að lofa fyrirtækjum að taka þátt í því að skiptast á gjöfum. Austurfrétt hefur eftir Birgi að bæði Fjarðarbyggð og Akranes hafi sent RÚV athugasemdir vegna þessa fyrirkomulags í úrslitunum í kvöld. Svörin frá RÚV hafi verið á þá vegu að keppendur geti skipst á gjöfum að útsendingu lokinni. Birgir segir jafnframt að einn aðili sem ætlaði að veita varning til að gefa í úrslitunum í kvöld hafi dregið sig úr hópnum hjá Fjarðarbyggð og margir íhugi það hjá Akranesi. Í frétt Austurfréttar er bent á að gagnrýni á þetta fyrirkomulag RÚV, að banna keppendur að skiptast á gjöfum, sé á þann veg að RÚV selji útvarpsauglýsingar til fyrirtækja í sveitarfélögunum í aðdraganda þáttarins. Sveitarfélögin leggi metnað í að halda vel utan um lið sin og finna öfluga keppendur sem fá ekki greiðslur frá RÚV fyrir þátttöku aðrar en útlagðan kostnað, skili þeir reikningum. Keppendur séu þeir sem dragi áhorfendur að einum vinsælasta þætti Ríkissjónvarpsins og hafi gjafirnar verið ein helsta umbunin fyrir þátttöku í Útsvari. Haft er eftir Helga Jóhannessyni, útsendingarstjóra hjá RÚV, að vegna verðlaunaafhendingar í úrslitaþættinum, þar sem Útsvarsmeistarinn í ár verður krýndur, sé ekki tími til að skiptast á gjöfum í beinni útsendingu. Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Lið Fjarðarbyggðar og Akraness mætast í úrslitaþætti spurningakeppninnar Útsvars í Sjónvarpinu í kvöld en stuðningsaðilar og aðstandendur liðanna er sagði verulega ósáttir við þá ákvörðun RÚV að banna keppendum að skiptast á gjöfum í beinni útsendingu.Greint er frá þessu ósætti á vef Austurfréttar en hefð er fyrir því að keppendur í Útsvari skiptist á gjöfum og nái þannig að auglýsa ýmsan varning og þjónustu úr sínu héraði. Haft er eftir upplýsingafulltrúa Fjarðarbyggðar, Birgi Jónssyni, að liðin hafi fengið fyrirmæli um þetta frá RÚV á þriðjudag en hann vill meina að þau hafi borist of seint því Fjarðarbyggð hefði verið búin að lofa fyrirtækjum að taka þátt í því að skiptast á gjöfum. Austurfrétt hefur eftir Birgi að bæði Fjarðarbyggð og Akranes hafi sent RÚV athugasemdir vegna þessa fyrirkomulags í úrslitunum í kvöld. Svörin frá RÚV hafi verið á þá vegu að keppendur geti skipst á gjöfum að útsendingu lokinni. Birgir segir jafnframt að einn aðili sem ætlaði að veita varning til að gefa í úrslitunum í kvöld hafi dregið sig úr hópnum hjá Fjarðarbyggð og margir íhugi það hjá Akranesi. Í frétt Austurfréttar er bent á að gagnrýni á þetta fyrirkomulag RÚV, að banna keppendur að skiptast á gjöfum, sé á þann veg að RÚV selji útvarpsauglýsingar til fyrirtækja í sveitarfélögunum í aðdraganda þáttarins. Sveitarfélögin leggi metnað í að halda vel utan um lið sin og finna öfluga keppendur sem fá ekki greiðslur frá RÚV fyrir þátttöku aðrar en útlagðan kostnað, skili þeir reikningum. Keppendur séu þeir sem dragi áhorfendur að einum vinsælasta þætti Ríkissjónvarpsins og hafi gjafirnar verið ein helsta umbunin fyrir þátttöku í Útsvari. Haft er eftir Helga Jóhannessyni, útsendingarstjóra hjá RÚV, að vegna verðlaunaafhendingar í úrslitaþættinum, þar sem Útsvarsmeistarinn í ár verður krýndur, sé ekki tími til að skiptast á gjöfum í beinni útsendingu.
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira