Skotsilfur Markaðarins: Ráðherra á evrubolnum og bankaflótti Ritstjórn Markaðarins skrifar 26. maí 2017 16:00 Benedikt Jóhannesson, sem taldi tímabært að skrifa minningargrein um krónuna í mars 2009, vakti athygli fyrir klæðnað sinn í viðtali um helgina á RÚV. Þar lýsti hann yfir áhyggjum af mikilli styrkingu krónunnar, klæddur í evrubol, en fjármálaráðherra hefur löngum verið talsmaður þess að Ísland taki upp evru. Nokkrum dögum áður hafði Seðlabankinn sagt að gengishækkunin hefði spilað lykilhlutverk í aðlögun þjóðarbúsins. Á sama tíma eru mörg evruríki föst í fjötrum hárra skulda, mikils atvinnuleysis og lítils hagvaxtar, ekki síst vegna þess að evran endurspeglar ekki efnahagsaðstæður í þessum ríkjum. Fréttamaður RÚV spurði Benedikt ekkert út í það.Bankaflótti Ekkert lát er á áframhaldandi hagræðingaraðgerðum í bankakerfinu en Íslandsbanki tilkynnti í gær að 20 starfsmönnum hefði verið sagt upp samhliða því að gerðar voru breytingar á skipulagi bankans. Á meðal þeirra sem hætta eru Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri Markaða. Þá vakti athygli að Ragnhildur Geirsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Landsbankans, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu. Fyrr í mánuðinum var tilkynnt að Helgi Bjarnason, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, hefði verið ráðinn til VÍS og þá mun Sigurjón Pálsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, einnig vera að hætta í bankanum.Ragnhildur Geirsdóttir hætti hjá Landsbankanum í vikunni.„No comment“ Ekkert hefur heyrst af gangi fjármögnunar stærsta hótels landsins, sem á að vera upp á 400-450 herbergi og staðsett í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Jóhann Halldórsson, framkvæmdastjóri S8 ehf., sem stýrir undirbúningi verkefnisins og fjármögnun þess, hefur ekki tjáð sig um málið í fjölmiðlum síðan í janúar 2016. Vildi hann í samtali við Markaðinn ekkert gefa upp um hvort enn stæði til að reisa hótelið og sagði einfaldlega „No comment“. Framkvæmdir við hótelið áttu í árslok 2015 að hefjast sumarið á eftir.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, sem taldi tímabært að skrifa minningargrein um krónuna í mars 2009, vakti athygli fyrir klæðnað sinn í viðtali um helgina á RÚV. Þar lýsti hann yfir áhyggjum af mikilli styrkingu krónunnar, klæddur í evrubol, en fjármálaráðherra hefur löngum verið talsmaður þess að Ísland taki upp evru. Nokkrum dögum áður hafði Seðlabankinn sagt að gengishækkunin hefði spilað lykilhlutverk í aðlögun þjóðarbúsins. Á sama tíma eru mörg evruríki föst í fjötrum hárra skulda, mikils atvinnuleysis og lítils hagvaxtar, ekki síst vegna þess að evran endurspeglar ekki efnahagsaðstæður í þessum ríkjum. Fréttamaður RÚV spurði Benedikt ekkert út í það.Bankaflótti Ekkert lát er á áframhaldandi hagræðingaraðgerðum í bankakerfinu en Íslandsbanki tilkynnti í gær að 20 starfsmönnum hefði verið sagt upp samhliða því að gerðar voru breytingar á skipulagi bankans. Á meðal þeirra sem hætta eru Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri Markaða. Þá vakti athygli að Ragnhildur Geirsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Landsbankans, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu. Fyrr í mánuðinum var tilkynnt að Helgi Bjarnason, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, hefði verið ráðinn til VÍS og þá mun Sigurjón Pálsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, einnig vera að hætta í bankanum.Ragnhildur Geirsdóttir hætti hjá Landsbankanum í vikunni.„No comment“ Ekkert hefur heyrst af gangi fjármögnunar stærsta hótels landsins, sem á að vera upp á 400-450 herbergi og staðsett í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Jóhann Halldórsson, framkvæmdastjóri S8 ehf., sem stýrir undirbúningi verkefnisins og fjármögnun þess, hefur ekki tjáð sig um málið í fjölmiðlum síðan í janúar 2016. Vildi hann í samtali við Markaðinn ekkert gefa upp um hvort enn stæði til að reisa hótelið og sagði einfaldlega „No comment“. Framkvæmdir við hótelið áttu í árslok 2015 að hefjast sumarið á eftir.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira