Íslenski boltinn

Jeppe þakkar Selfyssingum fyrir heiðarlega framkomu í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jeppe Hansen.
Jeppe Hansen. Vísir/Anton
Jeppe Hansen, framherji Keflavíkurliðsins, segir það vera leikmönnum Selfoss að þakka að Daninn fékk ekki gult spjald í leik Keflavíkur og Selfoss í Inkasso-deildinni í kvöld.

Keflavík og Selfoss gerðu þá 2-2 jafntefli í bráðskemmtilegum leik þar sem toppsæti deildarinnar var undir hjá báðum liðum.

Jeppe Hansen kom á Twitter í kvöld þar sem hann vildi koma þökkum til leikmanna Selfossliðsins.











„Ber mikla virðingu fyrir Andrew Pew, Guðjóni Orra Sigurjónssyni og Selfossstrákunum fyrir að koma í veg fyrir að ég fengi gult spjald í kvöld,“ skrifaði Jeppe Hansen á Twitter-síðu sína og bætti svo við:

„Dómarinn hélt að ég hefði reynt að skora með hendinni en þeir sögðu honum að það væri rangt. Ég hef aldrei séð svona áður,“ skrifaði Jeppe.

Atvikið var þegar það kom sending inn á vítateiginn þar sem Jeppe Hansen var nálægt markinu. Boltinn skaust upp í höndina á honum en Jeppe var greinilega ekki að leika honum viljandi með hendinni.

Boltinn var eiginlega á leið frá marki þegar það gerðist þannig hefði verið mjög sérstakt að spjalda hann fyrir þetta samkvæmt heimildarmanni Vísis sem var á vellinum í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×