Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. maí 2017 07:00 Donald Trump, Theresa May, Recep Tayyip Erdogan, Bjarni Benediktsson og Viktor Orban voru á meðal viðstaddra á leiðtogafundi sem haldinn var í nýjum höfuðstöðvum NATO í Brussel í Belgíu í gær. Nordicphotos/AFP Allra augu voru á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) mættu til fundar í Brussel, höfuðborg Belgíu, í gær. Nýtti hann tækifærið til að endurtaka kunnuglegt stef sitt úr kosningabaráttunni um að hin aðildarríkin eyddu ekki nægilega miklu í varnarmál. „Það eru 23 aðildarríki af 28 sem borga ekki enn eins mikið og þau ættu að borga,“ sagði Trump. Hann bætti því við að ríkin skulduðu þar með framlög aftur í tímann en samkvæmt upplýsingum BBC er það hins vegar ekki rétt. Samkvæmt ársreikningi NATO frá því í fyrra er það aftur á móti rétt að einungis fimm aðildarríki eyddu þeim tveimur prósentum í varnarmál sem bandalagið miðar við. Það eru Bandaríkin, Bretland, Grikkland, Pólland og Eistland. Aftur á móti er um viðmið að ræða en ekki reglu. Ríkjum þar sem framlög til varnarmála eru minni en tvö prósent fjárlaga er því ekki refsað. Trump, sem gagnrýndur hefur verið fyrir samband sitt við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, tjáði sig um framtíðarsýn sína á hlutverk NATO. „Atlantshafsbandalag framtíðarinnar þarf að einbeita sér verulega að hryðjuverkum og fólksflutningum sem og ógninni sem stafar af Rússum á austurlandamærum NATO.“ Forsetinn fundaði einnig með Donald Tusk, forseta Evrópuráðsins, og sagðist sá síðarnefndi ekki viss um að þeir hefðu sömu stefnu varðandi Rússland. „En þegar kemur að átökunum í Úkraínu erum við á sama máli,“ sagði Tusk eftir fundinn. Nýleg árás á ensku borgina Manchester kom einnig til tals. Sagði Trump að hryðjuverkamenn þyrfti að stöðva annars myndu atburðirnir í Manchester endurtaka sig endalaust. „Það flæða þúsundir á þúsundir ofan inn í lönd okkar og dreifa sér víða. Í mörgum tilfellum höfum við ekki hugmynd um hvaða fólk þetta er. Við þurfum að vera hörð, við þurfum að vera sterk og við þurfum að vera á varðbergi,“ sagði Trump. Upplýsingum um rannsóknina á árásinni hefur hins vegar verið lekið í bandaríska fjölmiðla. Hafa þeir meðal annars birt myndir og fréttir af rannsókninni sem Trump telur að ógni þjóðaröryggi. Þá þykir víst að lekarnir reyni á samband Bandaríkjanna og Bretlands. Sjálfur hefur Trump heitið því að lekamaðurinn, eða lekamennirnir, verði sóttir til saka. Þá hafa breskir miðlar greint frá því að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sé afar ósátt og muni krefja Trump um útskýringar er þau hittast í Brussel. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Allra augu voru á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) mættu til fundar í Brussel, höfuðborg Belgíu, í gær. Nýtti hann tækifærið til að endurtaka kunnuglegt stef sitt úr kosningabaráttunni um að hin aðildarríkin eyddu ekki nægilega miklu í varnarmál. „Það eru 23 aðildarríki af 28 sem borga ekki enn eins mikið og þau ættu að borga,“ sagði Trump. Hann bætti því við að ríkin skulduðu þar með framlög aftur í tímann en samkvæmt upplýsingum BBC er það hins vegar ekki rétt. Samkvæmt ársreikningi NATO frá því í fyrra er það aftur á móti rétt að einungis fimm aðildarríki eyddu þeim tveimur prósentum í varnarmál sem bandalagið miðar við. Það eru Bandaríkin, Bretland, Grikkland, Pólland og Eistland. Aftur á móti er um viðmið að ræða en ekki reglu. Ríkjum þar sem framlög til varnarmála eru minni en tvö prósent fjárlaga er því ekki refsað. Trump, sem gagnrýndur hefur verið fyrir samband sitt við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, tjáði sig um framtíðarsýn sína á hlutverk NATO. „Atlantshafsbandalag framtíðarinnar þarf að einbeita sér verulega að hryðjuverkum og fólksflutningum sem og ógninni sem stafar af Rússum á austurlandamærum NATO.“ Forsetinn fundaði einnig með Donald Tusk, forseta Evrópuráðsins, og sagðist sá síðarnefndi ekki viss um að þeir hefðu sömu stefnu varðandi Rússland. „En þegar kemur að átökunum í Úkraínu erum við á sama máli,“ sagði Tusk eftir fundinn. Nýleg árás á ensku borgina Manchester kom einnig til tals. Sagði Trump að hryðjuverkamenn þyrfti að stöðva annars myndu atburðirnir í Manchester endurtaka sig endalaust. „Það flæða þúsundir á þúsundir ofan inn í lönd okkar og dreifa sér víða. Í mörgum tilfellum höfum við ekki hugmynd um hvaða fólk þetta er. Við þurfum að vera hörð, við þurfum að vera sterk og við þurfum að vera á varðbergi,“ sagði Trump. Upplýsingum um rannsóknina á árásinni hefur hins vegar verið lekið í bandaríska fjölmiðla. Hafa þeir meðal annars birt myndir og fréttir af rannsókninni sem Trump telur að ógni þjóðaröryggi. Þá þykir víst að lekarnir reyni á samband Bandaríkjanna og Bretlands. Sjálfur hefur Trump heitið því að lekamaðurinn, eða lekamennirnir, verði sóttir til saka. Þá hafa breskir miðlar greint frá því að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sé afar ósátt og muni krefja Trump um útskýringar er þau hittast í Brussel.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira