Erfir ekki sambýlismann sinn til þrettán ára: "Erum bara klassískt íslenskt par“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2017 18:55 Karólína Helga Símonardóttir tók sæti sem varaþingmaður fyrir Bjarta framtíð á mánudag. Á þeim stutta tíma sem hún hefur verið á þingi hefur henni tekist að beina sjónum að máli sem skiptir hana miklu máli - erfðarétti. Sambýlismaður Karólínu varð bráðkvaddur í aprílmánuði. Þau áttu þrjú börn saman og hann átti son fyrir sem dvelur hjá Karólínu aðra hverja viku.Karólína ásamt manni sínum og börnum.Eins og Morgunblaðið greindi frá í dag fékk Karólína að vita, fljótlega eftir andlátið, að hún erfði ekki manninn sinn þar sem þau voru ekki gift og hún hafi ekki rétt til að sitja í óskiptu búi. Hún segir það hafa verið undarlega tilfinningu að sitja hjá sýslumanni og verið tilkynnt að hún væri ekki erfingi mannsins síns. „Þú mátt ekki búa í húsinu þínu, þú þarft að fá þér lögfræðing og á svona tímum þegar þú ert að syrgja, myrkrið er yfir þér, og þú þarft að hugsa um praktísk mál. Hvað á ég að gera við börnin mín? Þurfa þau fjárhaldsmann? Við hvern á ég að hafa samstarf við? Má ég borga af húsnæðinu mínu?“ Karólína og maðurinn hennar voru trúlofuð í tólf ár og höfðu sannarlega hugsað sér að gifta sig. „Við erum bara klassískt íslenskt par. Við eignuðumst börn og seinkuðum brúðkaupi, fórum í nám og seinkuðum og svo vildi ég bíða aðeins með brúðkaup svo litla stýrið myndi muna eftir því. En með þessu er verið að setja fólk í þá stöðu að það þurfi að gifta sig, í stað þess að það fái að njóta þess.Karólína bendir á að sambúð sé tekin gild hjá öllum stofnunum ríkisins nema sýslumanni. Hún fái til að mynda dánabætur, makalífeyri og hún erfi skuldirnar hans. Hún segir gamaldags í fjölmenningarsamfélagi að sýslumaður taki ekki sambúð gilda í svona málum. „En ég skil að það þurfi að setja einhver mörk, en það væri hægt að breyta lögunum þannig að fólk væri skráð í sambúð að lágmarki í tvö ár eða það sé samskattað." Karólína vill opna umræðuna því hún veit að margir hafa staðið í þessum sporum og það reyni mikið á í miðri sorginni. Næsta skref hjá henni er að safna fé svo hún geti borgað börnin sín út. „Það er ekki grín eins og staðan er í dag á húsnæðismarkaðnum. Ég er 32 ára gömul ekkja með fjögur börn og ég ætla að komast í gegnum greiðslumat. Ég sé ekki hvernig það gengur upp." Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Karólína Helga Símonardóttir tók sæti sem varaþingmaður fyrir Bjarta framtíð á mánudag. Á þeim stutta tíma sem hún hefur verið á þingi hefur henni tekist að beina sjónum að máli sem skiptir hana miklu máli - erfðarétti. Sambýlismaður Karólínu varð bráðkvaddur í aprílmánuði. Þau áttu þrjú börn saman og hann átti son fyrir sem dvelur hjá Karólínu aðra hverja viku.Karólína ásamt manni sínum og börnum.Eins og Morgunblaðið greindi frá í dag fékk Karólína að vita, fljótlega eftir andlátið, að hún erfði ekki manninn sinn þar sem þau voru ekki gift og hún hafi ekki rétt til að sitja í óskiptu búi. Hún segir það hafa verið undarlega tilfinningu að sitja hjá sýslumanni og verið tilkynnt að hún væri ekki erfingi mannsins síns. „Þú mátt ekki búa í húsinu þínu, þú þarft að fá þér lögfræðing og á svona tímum þegar þú ert að syrgja, myrkrið er yfir þér, og þú þarft að hugsa um praktísk mál. Hvað á ég að gera við börnin mín? Þurfa þau fjárhaldsmann? Við hvern á ég að hafa samstarf við? Má ég borga af húsnæðinu mínu?“ Karólína og maðurinn hennar voru trúlofuð í tólf ár og höfðu sannarlega hugsað sér að gifta sig. „Við erum bara klassískt íslenskt par. Við eignuðumst börn og seinkuðum brúðkaupi, fórum í nám og seinkuðum og svo vildi ég bíða aðeins með brúðkaup svo litla stýrið myndi muna eftir því. En með þessu er verið að setja fólk í þá stöðu að það þurfi að gifta sig, í stað þess að það fái að njóta þess.Karólína bendir á að sambúð sé tekin gild hjá öllum stofnunum ríkisins nema sýslumanni. Hún fái til að mynda dánabætur, makalífeyri og hún erfi skuldirnar hans. Hún segir gamaldags í fjölmenningarsamfélagi að sýslumaður taki ekki sambúð gilda í svona málum. „En ég skil að það þurfi að setja einhver mörk, en það væri hægt að breyta lögunum þannig að fólk væri skráð í sambúð að lágmarki í tvö ár eða það sé samskattað." Karólína vill opna umræðuna því hún veit að margir hafa staðið í þessum sporum og það reyni mikið á í miðri sorginni. Næsta skref hjá henni er að safna fé svo hún geti borgað börnin sín út. „Það er ekki grín eins og staðan er í dag á húsnæðismarkaðnum. Ég er 32 ára gömul ekkja með fjögur börn og ég ætla að komast í gegnum greiðslumat. Ég sé ekki hvernig það gengur upp."
Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“