Fótbolti

Man. Utd með fjórtán sinnum dýrara lið en Ajax

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Marcus Rashford verður eini leikmaður Man. Utd sem verður á svipuðum aldri og leikmenn Ajax.
Marcus Rashford verður eini leikmaður Man. Utd sem verður á svipuðum aldri og leikmenn Ajax. vísir/getty
Öll pressan í úrslitaleik Evrópudeildar UEFA í kvöld er á Man. Utd. Fyrir því eru fjölmargar ástæður.

Það er ætlast til af liðinu að það vinni leikinn gegn Ajax og komist í Meistaradeildina næsta vetur. Ajax er himinlifandi með árangur sinn í keppninni og sigur í kvöld er bónus.

United er þess utan með miklu reyndara og dýrara lið en Ajax. Af þeim sem eru líklegir til þess að vera í byrjunarliðum liðanna í kvöld eru aðeins tveir hjá United með færri en 200 leiki undir beltinu. Það eru Jesse Lingard og Marcus Rashford. Í heildina hefur lið Man. Utd spilað helmingi fleiri leiki en Ajax.

Þeir tveir ásamt Paul Pogba verða væntanlega einu leikmenn Man. Utd undir 25 ára. Meðalaldurinn í byrjunarliði Ajax er alltaf í kringum 20 árin.

Byrjunarlið Ajax í kvöld mun líklega kosta rúmar 16 milljónir punda á meðan byrjunarlið Man. Utd mun kosta í kringum 230 milljónir punda.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×