Þingmennskan og hljómsveitarlífið passa vel saman Guðný Hrönn skrifar 24. maí 2017 10:45 Kolbeinn mun halda uppi stuðinu á Rósenberg í kvöld með hljómsveitinni Slow Train. VÍSIR/EYÞÓR „Hljómsveitarlífið fer vel saman með öllu, þetta snýst bara um að tapa sér ekki í formi og æfingum heldur leyfa flæðinu og stemmningunni að ríkja - dálítið eins og í lífinu sjálfu. Það er fátt betra eftir þus í þingsal, mitt eigið og annarra, en að fara á æfingu og telja í lag,“ segir þingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé en hann mun koma fram á Rósenberg í kvöld ásamt hljómsveit sinni, Slow Train. Í kvöld mun Slow Train aðeins spila lög Bobs Dylan en nóbelsskáldið á afmæli í dag. „Ójá, og það mörg,“ segir Kolbeinn aðspurður hvort hann eigi sér uppáhaldslag eftir Dylan. „Það fer allt eftir stemmningunni. Í sumar, sól og gleði á New Morning alltaf við, en sæki depurðin að (sem gerist nú ekki oft) er gott að hlýða á Not Dark Yet. Það lag sem lengst hefur fylgt mér sem uppáhaldslag er þó Sad Eyed Lady of the Lowlands.“ Kolbeinn er spenntur fyrir kvöldinu enda er hann vera afar mikill Dylan-aðdáandi.„En eru allir í raun ekki aðdáendur Dylans? Við Slow Train-liðar erum kannski mismiklir aðdáendur. Allt frá forsprakkanum, sem á líklega flest allt sem hefur verið gefið út með honum, til annarra í bandinu sem kannast nú við fæst lögin sem við tökum. Hvað mig sjálfan varðar er ég nú líklega nær því að vera ofurmikill aðdáandi.“ Spurður nánar út í bandið sjálft, Slow Train, segir Kolbeinn: „Við erum fimm. Forsprakki er Jóhannes Hlynur Sigurðsson, héraðshöfðingi úr Þjórsárdal, sem syngur, spilar á kassagítar og blæs í munnhörpu. Dylan Gnúpverjahrepps, eins og hann hefur verið nefndur. Þaðan erum við bræður líka ættaðir, ég og bassaleikarinn Hrafnkell Á. Proppé. Fulltrúi skógræktenda er svo Hreinn Óskarsson, sem slær strengi rafgítarsins, en hestamenn og aðdáendur hrynfestu eiga sinn fulltrúa í Skeiðamanninum Gunna Jóns.“ Þess má geta að tónleikarnir hefjast klukkan 21.30. Tónlist Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fleiri fréttir Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát Sjá meira
„Hljómsveitarlífið fer vel saman með öllu, þetta snýst bara um að tapa sér ekki í formi og æfingum heldur leyfa flæðinu og stemmningunni að ríkja - dálítið eins og í lífinu sjálfu. Það er fátt betra eftir þus í þingsal, mitt eigið og annarra, en að fara á æfingu og telja í lag,“ segir þingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé en hann mun koma fram á Rósenberg í kvöld ásamt hljómsveit sinni, Slow Train. Í kvöld mun Slow Train aðeins spila lög Bobs Dylan en nóbelsskáldið á afmæli í dag. „Ójá, og það mörg,“ segir Kolbeinn aðspurður hvort hann eigi sér uppáhaldslag eftir Dylan. „Það fer allt eftir stemmningunni. Í sumar, sól og gleði á New Morning alltaf við, en sæki depurðin að (sem gerist nú ekki oft) er gott að hlýða á Not Dark Yet. Það lag sem lengst hefur fylgt mér sem uppáhaldslag er þó Sad Eyed Lady of the Lowlands.“ Kolbeinn er spenntur fyrir kvöldinu enda er hann vera afar mikill Dylan-aðdáandi.„En eru allir í raun ekki aðdáendur Dylans? Við Slow Train-liðar erum kannski mismiklir aðdáendur. Allt frá forsprakkanum, sem á líklega flest allt sem hefur verið gefið út með honum, til annarra í bandinu sem kannast nú við fæst lögin sem við tökum. Hvað mig sjálfan varðar er ég nú líklega nær því að vera ofurmikill aðdáandi.“ Spurður nánar út í bandið sjálft, Slow Train, segir Kolbeinn: „Við erum fimm. Forsprakki er Jóhannes Hlynur Sigurðsson, héraðshöfðingi úr Þjórsárdal, sem syngur, spilar á kassagítar og blæs í munnhörpu. Dylan Gnúpverjahrepps, eins og hann hefur verið nefndur. Þaðan erum við bræður líka ættaðir, ég og bassaleikarinn Hrafnkell Á. Proppé. Fulltrúi skógræktenda er svo Hreinn Óskarsson, sem slær strengi rafgítarsins, en hestamenn og aðdáendur hrynfestu eiga sinn fulltrúa í Skeiðamanninum Gunna Jóns.“ Þess má geta að tónleikarnir hefjast klukkan 21.30.
Tónlist Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fleiri fréttir Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát Sjá meira