Ölgerðin kaupir höfuðstöðvarnar eftir metár Haraldur Guðmundsson skrifar 24. maí 2017 07:15 Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir svo geta farið að höfuðstöðvar fyrirtækisins við Grjótháls verði stækkaðar. Fréttablaðið/GVA Ölgerðin missti höfuðstöðvarnar í október 2010 þegar fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins lauk. Vísir/Anton Brink Hlutafé Ölgerðarinnar var aukið um 1,6 milljarða króna í apríl eða á sama tíma og sala á 69 prósenta hlut í fyrirtækinu gekk í gegn. Eigendur þess keyptu þá húsnæði Ölgerðarinnar við Grjótháls og með útgáfu nýs hlutafjár fóru nýir hluthafar inn í eigendahópinn. Fyrirtækið hagnaðist um 800 milljónir króna á síðasta reikningsári sem lauk í lok febrúar, veltan jókst um fjóra milljarða milli ára og nam 24 milljörðum, en um bestu afkomu Ölgerðarinnar er að ræða frá upphafi. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir svo geta farið að höfuðstöðvarnar verði stækkaðar og fyrirtækið skráð í Kauphöll Íslands eftir þrjú til fimm ár. Forstjórinn og Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, hættu við að selja 31 prósents hlut OA eignarhaldsfélags í drykkjarvöruframleiðandanum þegar aðrir hluthafar seldu sín 69 prósent í október í fyrra og framtakssjóðirnir Horn III og Akur fjárfestingar ákváðu að fara inn í eigendahópinn ásamt hópi einkafjárfesta. „Það er ákveðinn léttir að þessu söluferli er lokið. Þetta tekur alltaf ákveðinn tíma og orku frá stjórnendum en í sjálfu sér eru engar nýjar stefnur settar. Fasteignin er nú komin aftur heim og við teljum að það fari betur á því. Við erum að skoða þann möguleika að stækka hérna á lóðinni og höfum leyfi fyrir að byggja rúma 3.000 fermetra. Við áttum húsið með Kaupþingi á sínum tíma, eða 51 á móti 49 prósentum, en svo misstum við það í uppgjöri við bankann árið 2010,“ segir Andri Þór.Ölgerðin hefur lengi stefnt að því markmiði að sala á Pepsi slái Coke við. Andri Þór segir að í náinni framtíð gæti markmiðið orðið að Kristall nái framúr kókinu. Vísir/VilhelmSkráning í Kauphöll á teikniborðinu Auður 1, framtakssjóður í rekstri Virðingar, átti kauprétt á húsnæði Ölgerðarinnar og gekk að sögn Andra inn í kaupin 2010 og áframseldi fasteignina til Kolefnis ehf. Það félag er í eigu Hilmars Þórs Kristinssonar og Hollendingsins Bernhard Jakob Strickler. Þeir verða hluthafar í Ölgerðinni ef Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup drykkjarvöruframleiðandans á Kolefni. Aðspurður hversu stóran hlut Hilmar og Jakob muni þá eiga í Ölgerðinni svarar Andri Þór að hann vilji fá samþykki Samkeppniseftirlitsins áður en upplýst verði um nýjan hluthafalista. Þeir fái greitt annars vegar í formi hlutafjár en einnig í peningum. „Við borguðum að hluta til með nýju hlutafé þannig að þeir koma inn sem hluthafar. Kaupin á húsnæðinu eru nú í skoðun hjá Samkeppniseftirlitinu en það mun að öllum líkindum klárast á næstu dögum eða vikum. Nú erum við tilbúin til að stækka enn frekar og takast á við ný og spennandi verkefni,“ segir Andri. Fasteignirnar að Grjóthálsi 7-11 eru að hans sögn um 20 þúsund fermetrar að stærð og skiptast í framleiðslurými, brugghús, lager og skrifstofurými. Markaðurinn greindi í byrjun mars frá dómsmáli sem fyrrverandi hluthafi og stjórnarmaður í Ölgerðinni höfðaði vegna óánægju með söluna á 45 prósenta hlut Eignarhaldsfélagsins Þorgerðar í fyrirtækinu í október. Einnig að beðið hefði verið að óþörfu eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins fyrir sölunni. Af hverju tók það svona langan tíma að þínu mati að klára söluna endanlega eða frá því tilkynnt var um hana í október og fram í apríl? „Þetta dróst fyrst og fremst út af Samkeppniseftirlitinu en deilurnar voru aftur á móti innan Þorgerðar og við vorum ekki aðilar að þeim. Ég geri aftur á móti engar athugasemdir við þær tafir sem urðu því menn vildu einfaldlega taka af allan vafa og hafa vaðið fyrir neðan sig.“Það var stefnt að skráningu Ölgerðarinnar í Kauphöll Íslands áður en tilkynnt var um söluna á 69 prósenta hlutnum. Útilokar þú að fyrirtækið fari á markað í náinni framtíð? „Nei, við erum með það á teikniborðinu í sjálfu sér en það yrði ekki í fyrsta lagi fyrr en eftir þrjú ár. Við ætlum að fara í ákveðnar fjárfestingar og sýna fjárfestum að þær verði að veruleika og skila tekjum og þá verðum við tilbúnir til að fara á markað. Við viljum einfaldlega stækka fyrirtækið enn frekar áður en að því kemur,“ segir Andri Þór og heldur áfram: „Við getum ekki greint frá öðrum fjárfestingum á þessu stigi en að byggja hér nýtt hús. Það er þó ekki ákveðið og það getur vel verið að við förum eitthvað annað og jafnvel í leiguhúsnæði.“Þið Októ Einarsson ákváðuð í söluferlinu í fyrra að halda 31 prósents eignarhlut ykkar í fyrirtækinu, í gegnum OA eignarhaldsfélag. Af hverju selduð þið ekki? „Við mátum stöðuna þannig að þetta væri ekki rétti tímapunkturinn fyrir okkur. Við erum uppfullir af hugmyndum og viljum hrinda í framkvæmd ákveðnum málum. Okkur líst vel á þessa fjárfesta sem voru að koma inn og plön um skráningu í kauphöll og eigum nóg eftir. Það er stuð og stemning fram undan.“Bjórinn mikilvægastur Síðasta reikningsár var að sögn Andra það besta í sögu Ölgerðarinnar en því lauk 28. febrúar. Hagnaður fyrirtækisins eftir skatta nam þá 800 milljónum króna og EBIDTA, hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, nam um tveimur milljörðum. „Tekjuvöxturinn var um 16 prósent sem er mjög gott miðað við sjálfbæran vöxt og fjórar verðlækkanir á síðasta ári. Við erum með mjög gegnsæja stefnu hvað varðar gengisbreytingar og lækkuðum til að mynda verð á allri innfluttri dagvöru í fyrra í fjórgang. Við erum alltaf að vaxa og erum vanir því,“ segir Andri. „Núna erum við að njóta góðs af sáningunni eftir hrun. Á þeim tíma tókum við þann pól í hæðina að draga ekki úr fjárfestingu í markaðsmálum og náðum að halda sjó í gegnum mögru árin og jukum okkar markaðshlutdeild en á minnkandi mörkuðum. Núna þegar markaðir eru að vaxa aftur erum við að njóta góðs af því. Tökum bjórinn sem dæmi sem er mikilvægasti einstaki vöruflokkur okkar. Áður var gosið mikilvægast eða þangað til fyrir þremur árum en vöxturinn í bjórnum hefur verið ævintýralega mikill. Það er bæði vegna þess að bjórmarkaðurinn hefur stækkað en auk þess erum við að stækka okkar hlutdeild í ÁTVR. Árið 2009 var hlutdeild okkar í bjór í ÁTVR rúmlega 20 prósent á meðan Vífilfell var með ríflega 50 prósent. Við settum okkur markmiðið ESB, eða „Egils stærstir í bjór“, og náðum því á síðasta ári og nú er hlutdeildin jöfn eða sirka þannig að bæði fyrirtækin [Ölgerðin og Coca Cola European Partners Ísland, áður Vífilfell] eru með um 33-35 prósent. Okkar hlutdeild hefur því vaxið um 15 prósentustig en þeirra dregist saman um 15 prósentustig frá 2009. Þessar tölur ná einungis utan um sölu í ÁTVR en um 30 prósent af áfengissölunni er á hótelum og veitingahúsum og sá markaður, eða svokallaðir kútabjórar að mestu leyti, stækkaði um 29 prósent hjá okkur í fyrra.“Hvað með útflutning á vörum Ölgerðarinnar? Hversu stór hluti er sú sala af heildarveltunni? „Útflutningur er um eitt prósent af okkar sölu þannig að það er enn mjög lítið. Við erum að flytja aðeins út Bríó og aðra bjóra frá Borg brugghúsi og höfum aðeins verið að fikta í Noregi með Gull Lite. Nú erum við að flytja út ýmsa bjóra í dós en það er sú pakkning sem hentar betur til útflutnings og þetta smám saman stækkar. Við lítum fyrst og fremst á þetta sem sáningarverkefni. Svona útflutningsverkefni eru engar flugeldasýningar heldur er í þeim hægur og góður vöxtur. Þetta er ekki hefðbundin markaðssetning því við erum að fara inn á handverksbjóramarkaðinn og þú ferð öðruvísi inn á hann. Prósentuvöxturinn í útflutningi á næstu árum verður mikill en þetta er ennþá svo lítið. Þetta verður ekki verulegur hluti af rekstri Ölgerðarinnar fyrr en eftir um tíu ár.“Er þessi hluti starfseminnar sem tengist örbrugghúsinu ykkar Borg farinn að skila afgangi? „Borg brugghús er núna sjöunda verðmætasta merki Ölgerðarinnar og hefur vaxið mikið. Kristall er okkar verðmætasta vörumerki og er Gull númer tvö þegar kemur að framleiðsluvörum. Borg er fyrst og síðast langtímaverkefni í útflutningi. Ölgerðin mun fyrst og fremst vaxa í framtíðinni í útflutningi og eitt prósent er ekki neitt. Útflutningurinn mun aðallega byggja á Borg og hins vegar Brennivíni. Við erum með margar og góðar hugmyndir um þróun á Brennivíni sem vörumerki,“ segir Andri.Kristall er að sögn Andra Þórs verðmætasta vörumerki Ölgerðarinnar og kemur Gull þar á eftir. Vísir/GVAKristall nái CokeÞið hafið lengi stefnt að því að sala á Pepsi hér á landi verði meiri en á Coke. Hvernig gengur það? „Það gengur vel og ég tel núna að við séum með hagfelldar ytri aðstæður því þegar vel árar í þjóðfélaginu fer fólk meira úr sykri í sykurlaust. Pepsi Max ber höfuð og herðar yfir aðra sykurlausa kóladrykki en þar erum við með um 65 prósenta hlutdeild í stórmörkuðum. Í sykruðu kóla er Pepsi aftur langtum minna en Coke. Í fyrra var þetta 43 prósent Pepsi og 57 prósent Coke og við erum með metnaðarfull markmið í ár. Í góðæri fer fólk líka meira út í hollustu eins og kolsýrt vatn og þar er eins og ég segi Kristall verðmætasta vörumerki Ölgerðarinnar. Það verður kannski markmiðið í náinni framtíð að Kristall verði stærri en Coke.“Samkeppnisaðilar ykkar í Coca Cola European Partners Ísland, áður Vífilfell, ætla að auka innflutning á gosi og Costco var opnað í gær. Ætlið þið að hefja innflutning á drykkjarvörum í stórum stíl? „Það kemur ekki til greina. Ég er staðfastur á þeirri skoðun minni að Íslendingar vilji íslenska gosdrykki. Það hefur margsinnis sýnt sig þegar stórmarkaðirnir eru að flytja inn erlenda gosdrykki að Íslendingar vilja þá síður. Costco kemur sjálfsagt til með að flytja inn Pepsi og Coke og það verður fróðlegt að sjá hvort það hafi einhver áhrif. Það leikur enginn vafi á því að þeir geta flutt inn ódýrari gosdrykki en við getum framleitt. Við á Íslandi munum ekki geta keppt við erlenda framleiðendur enda búum ekki við sömu stærðarhagkvæmni auk þess sem krónan er orðin hættulega sterk. Í Bandaríkjunum geturðu keypt flösku af vatni sem kostar minna en það sem við greiðum fyrir tappann og umbúðirnar. Ég er ansi hræddur um að íslensk framleiðslufyrirtæki sjái fram á erfiða tíma í samkeppni við innflutning með krónuna eins og hún er.“Telurðu þá að þessi fyrirtæki séu að vanmeta eftirspurnina eftir innlendri framleiðslu? Nei, ekki endilega en þetta er djarft skref og það verður athyglisvert að sjá hvernig markaðurinn tekur því. Ég trúi því að þó þetta sé ógnun sé þetta einnig stórt tækifæri fyrir okkur.“Nú er Ölgerðin ekki einungis einn stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins heldur einnig ein stærsta heildsalan og með umboð fyrir ýmis þekkt vörumerki. Hvernig hafið þið undirbúið ykkur fyrir komu Costco? „Við erum ágætlega undirbúin. Þetta er hollt og gott fyrir markaðinn sem hefur sýnt sig nú þegar. Þetta hefur skapað þrýsting og þá sérstaklega á birgja okkar að bregðast við og sumir hafa gert það. Þessi Costco-áhrif eru eitt en svo er annað að ef íslensk fyrirtæki ætla að verða ofan á þá verða þau að auka framleiðni. Það er lífsnauðsynlegt fyrir hagvöxt á Íslandi og alltaf það sem við erum að glíma við. Núna erum við með stórt verkefni í gangi þar sem við erum að greina þjónustustigið og viðskiptamódelið okkar og velta fyrir okkur hvort það sé það rétta fyrir nútímamarkað. Við erum hugsanlega að yfirþjónusta stóran hlut af markaðnum og skoðum nú hvort það gæti verið skynsamlegra að rukka fyrir grunnþjónustuna og síðan ofan á það eftir því hvað hver viðskiptavinur þarf. Þjónusta sölumanna, áfylling og slíkt kostar peninga en er í dag velt út í vöruverðið á alla en hugsanlega þurfa fyrirtæki eins og við að lækka vöruverðið en rukka fyrir þjónustuna.“Sjáið þið fyrir ykkur að ef húsnæðið verður stækkað geti viðskiptavinir jafnvel gert sér ferð til ykkar til að sækja vörur í heildsölu? „Það er allt til skoðunar en við erum ekki með nógu góða aðstöðu til að gera það. Það er að sjálfsögðu leið sem við verðum að skoða. Þar er ekki bara um að ræða áhrifin af komu Costco því samkeppnisumhverfið er allt að breytast til lækkunar vöruverðs og við þurfum eins og aðrir að leita leiða til að skera niður kostnað og rukka fyrir þá þjónustu sem við veitum.“Eruð þið í viðskiptum við Costco að einhverju leyti? „Já, við erum til dæmis að selja þeim gosdrykki og áfengi. Þeir kaupa innlent áfengi af okkur og það er af hinu góða. Þetta er auðvitað einungis fyrir viðskiptavini Costco með vínveitingaleyfi og sá viðskiptavinur þarf að vega og meta hvers virði okkar þjónusta og vöruúrval er á móti því sem Costco veitir.“Telurðu að Costco-áhrifin svokölluðu séu mögulega ofmetin? „Mér finnst þetta ágætis innlegg hjá Jóni Björnssyni [forstjóra Festar hf., sem telur að menn séu að oftúlka áhrifin af verslun Costco á markaðinn]. Ég held að Costco-áhrifin séu ofmetin á ákveðnum sviðum en vanmetin á öðrum. En þetta eru spennandi tímar og við skulum orða það þannig að Costco hefur markaðssett sig vel í gegnum fjölmiðla og skapað góða eftirvæntingu. Það er tvennt sem vekur athygli mína varðandi Coscto. Annars vegar að þeir eru mjög beittir í verðum en ég hlýt að benda bröskurum á að það er hægt að gera mjög góðan díl með því að kaupa Kirkland-vatnið þeirra á ellefu krónur og keyra það strax út í endurvinnsluna og græða fimm krónur á hverri flösku. Skilagjaldið er sextán krónur og hvet ég alla til að flykkja liði.“Hver er skoðun þín á áfengisfrumvarpinu sem lagt var fram í vetur og hefur tekið breytingum síðan þá? „Um helgina voru að berast fréttir af því að frumvarpið væri að taka miklum breytingum í allsherjarnefnd Alþingis. Það er algjörlega galið að leyfa ekki hagsmunaaðilum að tjá sig um efni mikið breytts frumvarps. Mér heyrist ekki tekið tillit til athugasemda okkar hagsmunasamtaka auk þess sem ÁTVR á áfram að vera í rekstri samhliða sölu á áfengi í sérverslunum. Er það til þess fallið að auka framleiðni í verslun á Íslandi? Ég er ansi hræddur um að breytt frumvarp, sem ég hef ekki séð frekar en aðrir, sé hálfgert skrípi. Ég var fylgjandi upphaflega frumvarpinu ef breytingar hefðu verið gerðar á innheimtu áfengisgjalda. Ég furða mig reyndar á því af hverju lausasölulyf eru ekki löngu komin í stórmarkaði og af hverju öll áherslan er á áfengi því lyfin má auglýsa en ekki áfengi.“ Costco Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Ölgerðin missti höfuðstöðvarnar í október 2010 þegar fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins lauk. Vísir/Anton Brink Hlutafé Ölgerðarinnar var aukið um 1,6 milljarða króna í apríl eða á sama tíma og sala á 69 prósenta hlut í fyrirtækinu gekk í gegn. Eigendur þess keyptu þá húsnæði Ölgerðarinnar við Grjótháls og með útgáfu nýs hlutafjár fóru nýir hluthafar inn í eigendahópinn. Fyrirtækið hagnaðist um 800 milljónir króna á síðasta reikningsári sem lauk í lok febrúar, veltan jókst um fjóra milljarða milli ára og nam 24 milljörðum, en um bestu afkomu Ölgerðarinnar er að ræða frá upphafi. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir svo geta farið að höfuðstöðvarnar verði stækkaðar og fyrirtækið skráð í Kauphöll Íslands eftir þrjú til fimm ár. Forstjórinn og Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, hættu við að selja 31 prósents hlut OA eignarhaldsfélags í drykkjarvöruframleiðandanum þegar aðrir hluthafar seldu sín 69 prósent í október í fyrra og framtakssjóðirnir Horn III og Akur fjárfestingar ákváðu að fara inn í eigendahópinn ásamt hópi einkafjárfesta. „Það er ákveðinn léttir að þessu söluferli er lokið. Þetta tekur alltaf ákveðinn tíma og orku frá stjórnendum en í sjálfu sér eru engar nýjar stefnur settar. Fasteignin er nú komin aftur heim og við teljum að það fari betur á því. Við erum að skoða þann möguleika að stækka hérna á lóðinni og höfum leyfi fyrir að byggja rúma 3.000 fermetra. Við áttum húsið með Kaupþingi á sínum tíma, eða 51 á móti 49 prósentum, en svo misstum við það í uppgjöri við bankann árið 2010,“ segir Andri Þór.Ölgerðin hefur lengi stefnt að því markmiði að sala á Pepsi slái Coke við. Andri Þór segir að í náinni framtíð gæti markmiðið orðið að Kristall nái framúr kókinu. Vísir/VilhelmSkráning í Kauphöll á teikniborðinu Auður 1, framtakssjóður í rekstri Virðingar, átti kauprétt á húsnæði Ölgerðarinnar og gekk að sögn Andra inn í kaupin 2010 og áframseldi fasteignina til Kolefnis ehf. Það félag er í eigu Hilmars Þórs Kristinssonar og Hollendingsins Bernhard Jakob Strickler. Þeir verða hluthafar í Ölgerðinni ef Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup drykkjarvöruframleiðandans á Kolefni. Aðspurður hversu stóran hlut Hilmar og Jakob muni þá eiga í Ölgerðinni svarar Andri Þór að hann vilji fá samþykki Samkeppniseftirlitsins áður en upplýst verði um nýjan hluthafalista. Þeir fái greitt annars vegar í formi hlutafjár en einnig í peningum. „Við borguðum að hluta til með nýju hlutafé þannig að þeir koma inn sem hluthafar. Kaupin á húsnæðinu eru nú í skoðun hjá Samkeppniseftirlitinu en það mun að öllum líkindum klárast á næstu dögum eða vikum. Nú erum við tilbúin til að stækka enn frekar og takast á við ný og spennandi verkefni,“ segir Andri. Fasteignirnar að Grjóthálsi 7-11 eru að hans sögn um 20 þúsund fermetrar að stærð og skiptast í framleiðslurými, brugghús, lager og skrifstofurými. Markaðurinn greindi í byrjun mars frá dómsmáli sem fyrrverandi hluthafi og stjórnarmaður í Ölgerðinni höfðaði vegna óánægju með söluna á 45 prósenta hlut Eignarhaldsfélagsins Þorgerðar í fyrirtækinu í október. Einnig að beðið hefði verið að óþörfu eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins fyrir sölunni. Af hverju tók það svona langan tíma að þínu mati að klára söluna endanlega eða frá því tilkynnt var um hana í október og fram í apríl? „Þetta dróst fyrst og fremst út af Samkeppniseftirlitinu en deilurnar voru aftur á móti innan Þorgerðar og við vorum ekki aðilar að þeim. Ég geri aftur á móti engar athugasemdir við þær tafir sem urðu því menn vildu einfaldlega taka af allan vafa og hafa vaðið fyrir neðan sig.“Það var stefnt að skráningu Ölgerðarinnar í Kauphöll Íslands áður en tilkynnt var um söluna á 69 prósenta hlutnum. Útilokar þú að fyrirtækið fari á markað í náinni framtíð? „Nei, við erum með það á teikniborðinu í sjálfu sér en það yrði ekki í fyrsta lagi fyrr en eftir þrjú ár. Við ætlum að fara í ákveðnar fjárfestingar og sýna fjárfestum að þær verði að veruleika og skila tekjum og þá verðum við tilbúnir til að fara á markað. Við viljum einfaldlega stækka fyrirtækið enn frekar áður en að því kemur,“ segir Andri Þór og heldur áfram: „Við getum ekki greint frá öðrum fjárfestingum á þessu stigi en að byggja hér nýtt hús. Það er þó ekki ákveðið og það getur vel verið að við förum eitthvað annað og jafnvel í leiguhúsnæði.“Þið Októ Einarsson ákváðuð í söluferlinu í fyrra að halda 31 prósents eignarhlut ykkar í fyrirtækinu, í gegnum OA eignarhaldsfélag. Af hverju selduð þið ekki? „Við mátum stöðuna þannig að þetta væri ekki rétti tímapunkturinn fyrir okkur. Við erum uppfullir af hugmyndum og viljum hrinda í framkvæmd ákveðnum málum. Okkur líst vel á þessa fjárfesta sem voru að koma inn og plön um skráningu í kauphöll og eigum nóg eftir. Það er stuð og stemning fram undan.“Bjórinn mikilvægastur Síðasta reikningsár var að sögn Andra það besta í sögu Ölgerðarinnar en því lauk 28. febrúar. Hagnaður fyrirtækisins eftir skatta nam þá 800 milljónum króna og EBIDTA, hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, nam um tveimur milljörðum. „Tekjuvöxturinn var um 16 prósent sem er mjög gott miðað við sjálfbæran vöxt og fjórar verðlækkanir á síðasta ári. Við erum með mjög gegnsæja stefnu hvað varðar gengisbreytingar og lækkuðum til að mynda verð á allri innfluttri dagvöru í fyrra í fjórgang. Við erum alltaf að vaxa og erum vanir því,“ segir Andri. „Núna erum við að njóta góðs af sáningunni eftir hrun. Á þeim tíma tókum við þann pól í hæðina að draga ekki úr fjárfestingu í markaðsmálum og náðum að halda sjó í gegnum mögru árin og jukum okkar markaðshlutdeild en á minnkandi mörkuðum. Núna þegar markaðir eru að vaxa aftur erum við að njóta góðs af því. Tökum bjórinn sem dæmi sem er mikilvægasti einstaki vöruflokkur okkar. Áður var gosið mikilvægast eða þangað til fyrir þremur árum en vöxturinn í bjórnum hefur verið ævintýralega mikill. Það er bæði vegna þess að bjórmarkaðurinn hefur stækkað en auk þess erum við að stækka okkar hlutdeild í ÁTVR. Árið 2009 var hlutdeild okkar í bjór í ÁTVR rúmlega 20 prósent á meðan Vífilfell var með ríflega 50 prósent. Við settum okkur markmiðið ESB, eða „Egils stærstir í bjór“, og náðum því á síðasta ári og nú er hlutdeildin jöfn eða sirka þannig að bæði fyrirtækin [Ölgerðin og Coca Cola European Partners Ísland, áður Vífilfell] eru með um 33-35 prósent. Okkar hlutdeild hefur því vaxið um 15 prósentustig en þeirra dregist saman um 15 prósentustig frá 2009. Þessar tölur ná einungis utan um sölu í ÁTVR en um 30 prósent af áfengissölunni er á hótelum og veitingahúsum og sá markaður, eða svokallaðir kútabjórar að mestu leyti, stækkaði um 29 prósent hjá okkur í fyrra.“Hvað með útflutning á vörum Ölgerðarinnar? Hversu stór hluti er sú sala af heildarveltunni? „Útflutningur er um eitt prósent af okkar sölu þannig að það er enn mjög lítið. Við erum að flytja aðeins út Bríó og aðra bjóra frá Borg brugghúsi og höfum aðeins verið að fikta í Noregi með Gull Lite. Nú erum við að flytja út ýmsa bjóra í dós en það er sú pakkning sem hentar betur til útflutnings og þetta smám saman stækkar. Við lítum fyrst og fremst á þetta sem sáningarverkefni. Svona útflutningsverkefni eru engar flugeldasýningar heldur er í þeim hægur og góður vöxtur. Þetta er ekki hefðbundin markaðssetning því við erum að fara inn á handverksbjóramarkaðinn og þú ferð öðruvísi inn á hann. Prósentuvöxturinn í útflutningi á næstu árum verður mikill en þetta er ennþá svo lítið. Þetta verður ekki verulegur hluti af rekstri Ölgerðarinnar fyrr en eftir um tíu ár.“Er þessi hluti starfseminnar sem tengist örbrugghúsinu ykkar Borg farinn að skila afgangi? „Borg brugghús er núna sjöunda verðmætasta merki Ölgerðarinnar og hefur vaxið mikið. Kristall er okkar verðmætasta vörumerki og er Gull númer tvö þegar kemur að framleiðsluvörum. Borg er fyrst og síðast langtímaverkefni í útflutningi. Ölgerðin mun fyrst og fremst vaxa í framtíðinni í útflutningi og eitt prósent er ekki neitt. Útflutningurinn mun aðallega byggja á Borg og hins vegar Brennivíni. Við erum með margar og góðar hugmyndir um þróun á Brennivíni sem vörumerki,“ segir Andri.Kristall er að sögn Andra Þórs verðmætasta vörumerki Ölgerðarinnar og kemur Gull þar á eftir. Vísir/GVAKristall nái CokeÞið hafið lengi stefnt að því að sala á Pepsi hér á landi verði meiri en á Coke. Hvernig gengur það? „Það gengur vel og ég tel núna að við séum með hagfelldar ytri aðstæður því þegar vel árar í þjóðfélaginu fer fólk meira úr sykri í sykurlaust. Pepsi Max ber höfuð og herðar yfir aðra sykurlausa kóladrykki en þar erum við með um 65 prósenta hlutdeild í stórmörkuðum. Í sykruðu kóla er Pepsi aftur langtum minna en Coke. Í fyrra var þetta 43 prósent Pepsi og 57 prósent Coke og við erum með metnaðarfull markmið í ár. Í góðæri fer fólk líka meira út í hollustu eins og kolsýrt vatn og þar er eins og ég segi Kristall verðmætasta vörumerki Ölgerðarinnar. Það verður kannski markmiðið í náinni framtíð að Kristall verði stærri en Coke.“Samkeppnisaðilar ykkar í Coca Cola European Partners Ísland, áður Vífilfell, ætla að auka innflutning á gosi og Costco var opnað í gær. Ætlið þið að hefja innflutning á drykkjarvörum í stórum stíl? „Það kemur ekki til greina. Ég er staðfastur á þeirri skoðun minni að Íslendingar vilji íslenska gosdrykki. Það hefur margsinnis sýnt sig þegar stórmarkaðirnir eru að flytja inn erlenda gosdrykki að Íslendingar vilja þá síður. Costco kemur sjálfsagt til með að flytja inn Pepsi og Coke og það verður fróðlegt að sjá hvort það hafi einhver áhrif. Það leikur enginn vafi á því að þeir geta flutt inn ódýrari gosdrykki en við getum framleitt. Við á Íslandi munum ekki geta keppt við erlenda framleiðendur enda búum ekki við sömu stærðarhagkvæmni auk þess sem krónan er orðin hættulega sterk. Í Bandaríkjunum geturðu keypt flösku af vatni sem kostar minna en það sem við greiðum fyrir tappann og umbúðirnar. Ég er ansi hræddur um að íslensk framleiðslufyrirtæki sjái fram á erfiða tíma í samkeppni við innflutning með krónuna eins og hún er.“Telurðu þá að þessi fyrirtæki séu að vanmeta eftirspurnina eftir innlendri framleiðslu? Nei, ekki endilega en þetta er djarft skref og það verður athyglisvert að sjá hvernig markaðurinn tekur því. Ég trúi því að þó þetta sé ógnun sé þetta einnig stórt tækifæri fyrir okkur.“Nú er Ölgerðin ekki einungis einn stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins heldur einnig ein stærsta heildsalan og með umboð fyrir ýmis þekkt vörumerki. Hvernig hafið þið undirbúið ykkur fyrir komu Costco? „Við erum ágætlega undirbúin. Þetta er hollt og gott fyrir markaðinn sem hefur sýnt sig nú þegar. Þetta hefur skapað þrýsting og þá sérstaklega á birgja okkar að bregðast við og sumir hafa gert það. Þessi Costco-áhrif eru eitt en svo er annað að ef íslensk fyrirtæki ætla að verða ofan á þá verða þau að auka framleiðni. Það er lífsnauðsynlegt fyrir hagvöxt á Íslandi og alltaf það sem við erum að glíma við. Núna erum við með stórt verkefni í gangi þar sem við erum að greina þjónustustigið og viðskiptamódelið okkar og velta fyrir okkur hvort það sé það rétta fyrir nútímamarkað. Við erum hugsanlega að yfirþjónusta stóran hlut af markaðnum og skoðum nú hvort það gæti verið skynsamlegra að rukka fyrir grunnþjónustuna og síðan ofan á það eftir því hvað hver viðskiptavinur þarf. Þjónusta sölumanna, áfylling og slíkt kostar peninga en er í dag velt út í vöruverðið á alla en hugsanlega þurfa fyrirtæki eins og við að lækka vöruverðið en rukka fyrir þjónustuna.“Sjáið þið fyrir ykkur að ef húsnæðið verður stækkað geti viðskiptavinir jafnvel gert sér ferð til ykkar til að sækja vörur í heildsölu? „Það er allt til skoðunar en við erum ekki með nógu góða aðstöðu til að gera það. Það er að sjálfsögðu leið sem við verðum að skoða. Þar er ekki bara um að ræða áhrifin af komu Costco því samkeppnisumhverfið er allt að breytast til lækkunar vöruverðs og við þurfum eins og aðrir að leita leiða til að skera niður kostnað og rukka fyrir þá þjónustu sem við veitum.“Eruð þið í viðskiptum við Costco að einhverju leyti? „Já, við erum til dæmis að selja þeim gosdrykki og áfengi. Þeir kaupa innlent áfengi af okkur og það er af hinu góða. Þetta er auðvitað einungis fyrir viðskiptavini Costco með vínveitingaleyfi og sá viðskiptavinur þarf að vega og meta hvers virði okkar þjónusta og vöruúrval er á móti því sem Costco veitir.“Telurðu að Costco-áhrifin svokölluðu séu mögulega ofmetin? „Mér finnst þetta ágætis innlegg hjá Jóni Björnssyni [forstjóra Festar hf., sem telur að menn séu að oftúlka áhrifin af verslun Costco á markaðinn]. Ég held að Costco-áhrifin séu ofmetin á ákveðnum sviðum en vanmetin á öðrum. En þetta eru spennandi tímar og við skulum orða það þannig að Costco hefur markaðssett sig vel í gegnum fjölmiðla og skapað góða eftirvæntingu. Það er tvennt sem vekur athygli mína varðandi Coscto. Annars vegar að þeir eru mjög beittir í verðum en ég hlýt að benda bröskurum á að það er hægt að gera mjög góðan díl með því að kaupa Kirkland-vatnið þeirra á ellefu krónur og keyra það strax út í endurvinnsluna og græða fimm krónur á hverri flösku. Skilagjaldið er sextán krónur og hvet ég alla til að flykkja liði.“Hver er skoðun þín á áfengisfrumvarpinu sem lagt var fram í vetur og hefur tekið breytingum síðan þá? „Um helgina voru að berast fréttir af því að frumvarpið væri að taka miklum breytingum í allsherjarnefnd Alþingis. Það er algjörlega galið að leyfa ekki hagsmunaaðilum að tjá sig um efni mikið breytts frumvarps. Mér heyrist ekki tekið tillit til athugasemda okkar hagsmunasamtaka auk þess sem ÁTVR á áfram að vera í rekstri samhliða sölu á áfengi í sérverslunum. Er það til þess fallið að auka framleiðni í verslun á Íslandi? Ég er ansi hræddur um að breytt frumvarp, sem ég hef ekki séð frekar en aðrir, sé hálfgert skrípi. Ég var fylgjandi upphaflega frumvarpinu ef breytingar hefðu verið gerðar á innheimtu áfengisgjalda. Ég furða mig reyndar á því af hverju lausasölulyf eru ekki löngu komin í stórmarkaði og af hverju öll áherslan er á áfengi því lyfin má auglýsa en ekki áfengi.“
Costco Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira