Innlent

Björgunarsveitir standa vaktina við Costco

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Búast má við mikilli mannmergð við Costco  á morgun en verslunin verður opnuð klukkan 9.
Búast má við mikilli mannmergð við Costco á morgun en verslunin verður opnuð klukkan 9. vísir/jóhann k.
Hjálparsveit skáta í Garðabæ mun aðstoða við opnun Costco á morgun. Viðbúið er að þúsundir manna muni mæta á staðinn en liðsmenn hjálparsveitarinnar munu sjá um að stýra umferð á svæðinu.

„Þetta er í raun bara hefðbundið umferðarstjórnunarverkefni sem við tökum að okkur. Við erum tíu manns að vinna í einu og erum með tvískiptar vaktir þannig að í heildina eru þetta tuttugu manns,“ segir Rakel Ósk Snorradóttir, formaður Hjálparsveitar skáta í Garðabæ.

„Við pössum þarna upp á að það sé flæði á bílastæðinu. Þetta er svipuð umferðarstjórnun og við kjörstaði fyrir sveitarstjórnarkosningar,“ bætir hún við. Aðspurð segir Rakel að um sé að ræða fjáröflunarverkefni en vill ekki upplýsa um fjárhæðina.

Lögreglan í Garðabæ segist í samtali við Vísi ekki ætla að halda úti sérstöku eftirliti. Ekki sé talin þörf á því enda sé svæðið umhverfis Costco rúmgott og því ekki talið að umferðaröngþveiti muni myndast.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×