Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. maí 2017 11:30 Sigrún segir það mikið áhyggjuefni hversu mjög er að fjölga í hópi HIV jákvæðra. Vísir/Getty Nýjar tölur um HIV-smit hér á landi eru sláandi og nauðsynlegt er að vekja fólk til vitundar vegna málsins, segir Sigrún Grendal Magnúsdóttir, formaður HIV samtakanna. Aldrei hafa eins margir greinst með HIV hér á landi og í fyrra, eða alls 27 manns. „Við vorum alveg rosalega skúffuð að heyra þetta. Einnig það að þeir sem eru á lyfjum eru ekki að smita, þannig að þeir sem eru að smita er fólk sem veit ekki að það er HIV jákvætt,“ segir Sigrún og lýsir á sama tíma yfir þungum áhyggjum vegna þessara talna, enda sjúkdómurinn alvarlegur og ólæknandi.Enn með Evrópumetið Embætti landlæknis gaf í síðustu viku út skýrslu með fjölda tilkynntra smita og í ljós kom að aldrei hefðu eins margir greinst með HIV smit frá upphafi faraldursins árið 1984. Af þeim sem greindust voru 20 karlmenn og sjö konur, fjórtán með íslenskt ríkisfang og þrettán af erlendu bergi brotnir. Sömuleiðis fjölgaði í flokkum annarra kynsjúkdóma; sárasótt, lekanda, lifrarbólgu C og þá eiga Íslendingar enn Evrópumet í klamydíusýkingum. Sigrún segir þetta sýna svart á hvítu að Íslendingar séu of kærulausir. Tölurnar sýni jafnframt að allir hópar séu útsettir fyrir HIV-sýkingu og að fólk þurfi að átta sig á því. Hins vegar sé erfitt að festa fingur á eina ástæðu. „Það hefur orðið aukning á öllum kynsjúkdómum og ég hallast að því að fólk sé ekki að verja sig. Við erum bara orðin of kærulaus yfir höfuð.“Smokkinn aftur í tísku Lausnin sé einföld: „Eina vörnin er smokkurinn. Þannig að við þurfum að koma honum aftur í tísku. Eins og í gamla daga þegar það voru oft í gangi smokkaherferðir – við þurfum aftur að ráðast í svoleiðis herferð,“ segir Sigrún. „Þetta er virkilega mikið áhyggjuefni og ef við berum okkur saman við Norðurlöndin þá sjáum við ekki þessa miklu aukningu þar eins og hjá okkur. Við erum miklu færri þannig að það er auðveldara að fá upp þessa skekkju, en talan hjá okkur hefur alltaf verið jöfn, en rauk svo svona upp á síðasta ári. Það gerðist ekki á hinum Norðurlöndunum. Við erum að gera eitthvað rangt, en hvað það er veit ég ekki.“ Þá bendir Sigrún á að fólk geti farið í HIV-próf á göngudeild smitsjúkdóma á Landspítalanum, en þá er um blóðprufu að ræða. Einnig séu samtökin að vinna að því að auðvelda aðgengi að slíkum prófum með svokölluðum hraðprófum. Tengdar fréttir Óvenju margir greindust með HIV hér á landi Vísbendingar eru um að HIV-smit fari lengi dult hjá mörgum einstaklingum sem landlæknir telur mikið áhyggjuefni. 18. maí 2017 19:55 Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35 Lífslíkur HIV-smitaðra sem nota nýjustu lyf nú sambærilegar og hjá ósmituðum Samkvæmt rannsóknarhöfundum munu tvítugir HIV-sjúklingar sem hefja fjöllyfjameðferð stuttu eftir smit lifa tíu árum lengur en þeir sem notuðu sömu fyrir tíu árum. 11. maí 2017 08:27 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fleiri fréttir Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Sjá meira
Nýjar tölur um HIV-smit hér á landi eru sláandi og nauðsynlegt er að vekja fólk til vitundar vegna málsins, segir Sigrún Grendal Magnúsdóttir, formaður HIV samtakanna. Aldrei hafa eins margir greinst með HIV hér á landi og í fyrra, eða alls 27 manns. „Við vorum alveg rosalega skúffuð að heyra þetta. Einnig það að þeir sem eru á lyfjum eru ekki að smita, þannig að þeir sem eru að smita er fólk sem veit ekki að það er HIV jákvætt,“ segir Sigrún og lýsir á sama tíma yfir þungum áhyggjum vegna þessara talna, enda sjúkdómurinn alvarlegur og ólæknandi.Enn með Evrópumetið Embætti landlæknis gaf í síðustu viku út skýrslu með fjölda tilkynntra smita og í ljós kom að aldrei hefðu eins margir greinst með HIV smit frá upphafi faraldursins árið 1984. Af þeim sem greindust voru 20 karlmenn og sjö konur, fjórtán með íslenskt ríkisfang og þrettán af erlendu bergi brotnir. Sömuleiðis fjölgaði í flokkum annarra kynsjúkdóma; sárasótt, lekanda, lifrarbólgu C og þá eiga Íslendingar enn Evrópumet í klamydíusýkingum. Sigrún segir þetta sýna svart á hvítu að Íslendingar séu of kærulausir. Tölurnar sýni jafnframt að allir hópar séu útsettir fyrir HIV-sýkingu og að fólk þurfi að átta sig á því. Hins vegar sé erfitt að festa fingur á eina ástæðu. „Það hefur orðið aukning á öllum kynsjúkdómum og ég hallast að því að fólk sé ekki að verja sig. Við erum bara orðin of kærulaus yfir höfuð.“Smokkinn aftur í tísku Lausnin sé einföld: „Eina vörnin er smokkurinn. Þannig að við þurfum að koma honum aftur í tísku. Eins og í gamla daga þegar það voru oft í gangi smokkaherferðir – við þurfum aftur að ráðast í svoleiðis herferð,“ segir Sigrún. „Þetta er virkilega mikið áhyggjuefni og ef við berum okkur saman við Norðurlöndin þá sjáum við ekki þessa miklu aukningu þar eins og hjá okkur. Við erum miklu færri þannig að það er auðveldara að fá upp þessa skekkju, en talan hjá okkur hefur alltaf verið jöfn, en rauk svo svona upp á síðasta ári. Það gerðist ekki á hinum Norðurlöndunum. Við erum að gera eitthvað rangt, en hvað það er veit ég ekki.“ Þá bendir Sigrún á að fólk geti farið í HIV-próf á göngudeild smitsjúkdóma á Landspítalanum, en þá er um blóðprufu að ræða. Einnig séu samtökin að vinna að því að auðvelda aðgengi að slíkum prófum með svokölluðum hraðprófum.
Tengdar fréttir Óvenju margir greindust með HIV hér á landi Vísbendingar eru um að HIV-smit fari lengi dult hjá mörgum einstaklingum sem landlæknir telur mikið áhyggjuefni. 18. maí 2017 19:55 Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35 Lífslíkur HIV-smitaðra sem nota nýjustu lyf nú sambærilegar og hjá ósmituðum Samkvæmt rannsóknarhöfundum munu tvítugir HIV-sjúklingar sem hefja fjöllyfjameðferð stuttu eftir smit lifa tíu árum lengur en þeir sem notuðu sömu fyrir tíu árum. 11. maí 2017 08:27 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fleiri fréttir Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Sjá meira
Óvenju margir greindust með HIV hér á landi Vísbendingar eru um að HIV-smit fari lengi dult hjá mörgum einstaklingum sem landlæknir telur mikið áhyggjuefni. 18. maí 2017 19:55
Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35
Lífslíkur HIV-smitaðra sem nota nýjustu lyf nú sambærilegar og hjá ósmituðum Samkvæmt rannsóknarhöfundum munu tvítugir HIV-sjúklingar sem hefja fjöllyfjameðferð stuttu eftir smit lifa tíu árum lengur en þeir sem notuðu sömu fyrir tíu árum. 11. maí 2017 08:27