Innlent

Þriðjungur þekkir til tálmunarmála

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Niðurstöðurnar eru sláandi, segir formaður Félags um foreldrajafnrétti.
Niðurstöðurnar eru sláandi, segir formaður Félags um foreldrajafnrétti. vísir/getty
Tæplega 37 prósent landsmanna þekkja tilvik þar sem barni hefur verið synjað að einhverju eða öllu leyti að umgangast annað foreldri sitt, samkvæmt nýrri könnun Gallup um tálmanir.

Alls sögðust 12,7 prósent þekkja barn sem hefði að öllu leyti verið synjað að umgangast annað foreldri sitt, og 24 prósent sögðust þekkja barn sem hefði að hluta verið synjað um umgengni við annað foreldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi um foreldrajafnrétti.

Niðurstöðurnar sláandi

„Niðurstöðurnar eru sláandi, en koma okkur í sjálfu sér ekki á óvart og eru í takt við það sem sérfræðingar erlendis segja,“ segir Heimir Hilmarsson, formaður félagsins, í tilkynningu.

„Þetta eru í raun fyrstu marktæku tölur um hversu algengar tálmanir eru hér á landi. Eldri tölur voru frá árinu 2008 og gáfu til kynna að um 500 tálmunarmál væru í gangi hjá sýslumannsembættum á hverjum tíma. Miðað við þann fjölda sem leitar til okkar og hversu mikið við heyrum af þessum málum hefur alltaf verið ljóst að fjöldinn er mun meiri og það staðfestir þessi nýja könnun.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×