„Þetta er tilraunastarfsemi á fólki“ Jóhann K. Jóhannsson og Birgir Olgeirsson skrifa 22. maí 2017 00:03 Kísilver United Silicon í Helguvík. Vísir/Vilhelm Kísilofn United Silicon var endurræstur í dag með samþykki Umhverfisstofnunar eftir tæpa mánaðarstöðvun. Gerðar hafa verið endurbætur á verksmiðjunni sem eiga að skila því að óæskilegar lofttegundir eyðist frekar og skili sér síður út í andrúmsloftið. Kísilofn United Silicon var gangsettur þrettánda nóvember á síðasta ári og strax fóru að berast kvartanir um mengun frá verksmiðjunni. Tíu dögum eftir að verksmiðjan var ræst hafði Umhverfisstofnun fengið fjölda tilkynning um reyk frá verksmiðjunni og viðvarandi brunalykt. Í byrjun desember þurfti að slökkva á ljósbogaofni verksmiðjunnar eftir rafmagnsslys, en starfsmaður slasaðist við vinnu við ofninn. Á svipuðum tíma voru farnar að berast fréttir af því að íbúar í Reykjanesbæ hefðu þurft að leita til læknis vegna öndunarfæravandamála. Um miðjan desember var haldinn fjölmennur íbúafundur í bænum og höfðu forsvarsmenn verksmiðjunnar verið sakaðir um að losa eiturefni út í andrúmsloftið í skjóli myrkurs. Á fyrstu þremur mánuðum ársins voru gerðar frekari mælingar á staðnum og í byrjun apríl var enn lyktamengun til staðar. Forsvarsmenn United Silicon reyndu framan af að segja að um byrjunar örðugleika væri að ræða. Það kom svo í ljós að byggingum sem bætt hafði verið við eina lóð kísilversins eftir að skýrsla um umhverfismat hafði verið gerð voru ekki í samræmi við deiliskipulagsbreytingar. Það sló svo botninn úr þegar eldur kom upp í verksmiðjunni 18. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið var slökkt á ofninum og Umhverfisstofnun afturkallaði starfsleyfi verksmiðjunnar. Síðan þá hafa norskir sérfræðingar frá ráðgjafafyrirtækinu Multiconsult tekið starfsemina út og í dag samþykkti Umhverfisstofnun að ljósbogaofninn skyldi endurræstur svo norsku sérfræðingarnir geti gert prófanir með ofninn í vinnslu. Búist er við því að það geti tekið allt að þremur vikum að ofninn nái fullum og stöðugum afköstum. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að vonast sé til að þessar úrbætur muni draga úr lyktamengun frá verksmiðjunni og að það verði að koma í ljós hvað setur. Umhverfisstofnun verður með eftirlit með starfsemi á svæðinu og mælingar á hverjum degi. Stjórnarmaður íbúasamtaka gegn stóriðju í Helguvík, Þórólfur Júlían Dagsson, sagði við kvöldfréttir Stöðvar 2, að samtökin treysti ekki Umhverfisstofnun. „Þetta er tilraunastarfsemi á fólki. Þetta er ólíðandi.“ Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Kísilofn United Silicon var endurræstur í dag með samþykki Umhverfisstofnunar eftir tæpa mánaðarstöðvun. Gerðar hafa verið endurbætur á verksmiðjunni sem eiga að skila því að óæskilegar lofttegundir eyðist frekar og skili sér síður út í andrúmsloftið. Kísilofn United Silicon var gangsettur þrettánda nóvember á síðasta ári og strax fóru að berast kvartanir um mengun frá verksmiðjunni. Tíu dögum eftir að verksmiðjan var ræst hafði Umhverfisstofnun fengið fjölda tilkynning um reyk frá verksmiðjunni og viðvarandi brunalykt. Í byrjun desember þurfti að slökkva á ljósbogaofni verksmiðjunnar eftir rafmagnsslys, en starfsmaður slasaðist við vinnu við ofninn. Á svipuðum tíma voru farnar að berast fréttir af því að íbúar í Reykjanesbæ hefðu þurft að leita til læknis vegna öndunarfæravandamála. Um miðjan desember var haldinn fjölmennur íbúafundur í bænum og höfðu forsvarsmenn verksmiðjunnar verið sakaðir um að losa eiturefni út í andrúmsloftið í skjóli myrkurs. Á fyrstu þremur mánuðum ársins voru gerðar frekari mælingar á staðnum og í byrjun apríl var enn lyktamengun til staðar. Forsvarsmenn United Silicon reyndu framan af að segja að um byrjunar örðugleika væri að ræða. Það kom svo í ljós að byggingum sem bætt hafði verið við eina lóð kísilversins eftir að skýrsla um umhverfismat hafði verið gerð voru ekki í samræmi við deiliskipulagsbreytingar. Það sló svo botninn úr þegar eldur kom upp í verksmiðjunni 18. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið var slökkt á ofninum og Umhverfisstofnun afturkallaði starfsleyfi verksmiðjunnar. Síðan þá hafa norskir sérfræðingar frá ráðgjafafyrirtækinu Multiconsult tekið starfsemina út og í dag samþykkti Umhverfisstofnun að ljósbogaofninn skyldi endurræstur svo norsku sérfræðingarnir geti gert prófanir með ofninn í vinnslu. Búist er við því að það geti tekið allt að þremur vikum að ofninn nái fullum og stöðugum afköstum. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að vonast sé til að þessar úrbætur muni draga úr lyktamengun frá verksmiðjunni og að það verði að koma í ljós hvað setur. Umhverfisstofnun verður með eftirlit með starfsemi á svæðinu og mælingar á hverjum degi. Stjórnarmaður íbúasamtaka gegn stóriðju í Helguvík, Þórólfur Júlían Dagsson, sagði við kvöldfréttir Stöðvar 2, að samtökin treysti ekki Umhverfisstofnun. „Þetta er tilraunastarfsemi á fólki. Þetta er ólíðandi.“
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira